Laugardagsstúss…

…ég ákvað að deila einu og öðru með ykkur frá liðinni helgi. En sérstaklega var laugardagurinn afkastamikill á Snapchat.  Í raun svo afkastamikill að ég skipti honum niður í eina 6 pósta.  Þessi hérna, síðan koma þrjú innlit, póstur um páskaborð og einn til.

Helgin fór mjúklega afstað, ég páskaskreytti örlítið.  Notaði svo falleg egg frá Litlu Garðbúðinni…

…og hengdi upp í greinarnar í eldhúsinu…

…og auðvitað er ég bara í natur-litum, ekkert gult hjá minni 😉

…síðan var ég með egg frá Rúmfó og notaði þau líka með í bland, t.d. yfir borðstofuborðið…

…eins og hér sést…

…og í bland við eldri egg frá Litlu Garðbúðinni og gömul DIY-egg sem ég gerði hérna endur fyrir löngu…

…eins skellti ég nokkrum eggjum sem ég föndraði með sömu aðferð og hér (smella) nema í bláum tónum í hreiður sem ég stillti upp á skenkinn…

…Stormi finnst þetta vesen samt þreytandi sko…

…ég kom aðeins við í skúrnum hjá honum pabba mínum, þar sem hann var að vinna myndir…

…alls konar málverk…

…og svo fallegir litir…

…duglegi pabbinn minn ♥…

…og af því ég hef fengið svo mikið af fyrirspurnum, þá er hann með síðu á Facebook sem hægt er að skoða verkin hans og senda honum skilaboð!
Garðar Jökulsson á Facebook

…ég lagði síðan á páskaborð, sem ég hlakka til að sýna ykkur myndir af, en þegar ég var búin að mynda – þá þurfti auðvitað að elda eitthvað…

…ég ákvað því að skella í smá kjúlingarétt, og þar sem ég er heimsins mesti cirka about kokkur (við getum líka bara sagt löt sko).

Þannig að í þennan rétt fór:
* Kjúlingabringur, skornar til helminga (við vorum með 6-8stk)
* Villijurtaostur frá MS
* Matreiðslurjómi (tæplega hálfur, þurfti að bæta við smá mjólk)
* Eðal Kjúklingakrydd
* Rautt pestó frá Filipo Berio

Aðferð:
osturinn bræddur saman við rjómann.  Kjúklingabringur skornar og steiktar á pönnu með dass af olíu, svona til þess að loka öllu hliðum og kryddaðar með kjúklingakryddinu.  

Síðan eru kjúklingabringurnar settar í eldfast mót og villijurtaostasósunni helt yfir þær allar.  Að lokum er bætt við smá af pestó-i, að vild auðvitað! Látið inn í 180°c heitan ofn í um hálftíma eða þar til kjúklingabringurnar eru fulleldaðar.

Með þessu vorum við með sætar kartöflur.  Skornar niður í teninga og settar í eldfast mót.  Yfir þær er dassað olíu, salti og pipar, og smá Best á allt-krydd.  Látið vera í ofni þar til þær verða mjúkar í gegn.  Örlítið misjafnt eftir ofnum, ca 50 mín.

Við vorum svo bara með ferskt salat með, ásamt því sem var til í skápnum.  Sem í þetta sinn var kálblanda, gúrkur, epli og jarðarber.

Svo er bara að kveikja á kertunum…

…og gæða sér á matnum…

…sem, þó ég segi sjálf frá, bragðaðist bara prýðisvel…

…Úrvals- eða Bónushvítlaukssósa fékk að vera með á borðum, ásamt hvítlauksbrauðhring úr Hagkaup…

…ommnommnomm…

…þið spurðuð svo margar um uppskrift á Snappinu, að ég varð bara að skella þessu hérna inn – ég fékk innblástur af þessari uppskrift hérna

…þannig var þessi póstur í dag…

…vona að þið eigið yndislega, stutta vinnuviku ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

4 comments for “Laugardagsstúss…

  1. Margrét Helga
    10.04.2017 at 09:00

    Glæsilegt og girnilegt hjá þér 🙂 Sko, bæði skreytingarnar og maturinn…er ekki annars hægt að tala um girnilegar skreytingar?? 😉

  2. Rannveig Ása
    10.04.2017 at 09:37

    Allt svo fallegt sem frá þér kemur! Takk fyrir að deila.

  3. María J Hauksdóttir
    29.09.2020 at 13:11

    Heil og sæl og takk fyrir flotta, fræðandi og skemmtilega síðu. Ég var að velta fyrir mér hvernig þú hengdir upp nornagreinina bæði í eldhúsinu og svo á ljósakrónuna?

    Með bestu kveðju
    María

    • Soffia - Skreytum Hús...
      29.09.2020 at 23:43

      Sæl María og takk fyrir hrósið – ég nota bara blómavír til þess að festa!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *