…það er nú bara þannig að páskarnir eru á næsta leiti. Því er ég farin að draga fram eitt og annað sem minnir á þessa hátíð, þó – verð ég að segja – hef ég aldrei komist upp á lagið með að páskaskreyta eitthvað sérstaklega. Ég er afskaplega lítið fyrir gulan lit í skreytingum og fer því mikið meira í pasteltónana, svo hefur mér líka reynst leiðigjarnt að skreyta fyrir þessa fáeinu daga, þannig að ég kalla skrautið mitt bara vorskraut og upp fer það og stendur bara þar til ég tek það niður aftur. Enginn síðasti söludagur á þessu mín kæra!
Þó eru nokkrir hlutir sérmerktir páskunum, eins og þessi dásemdar löber sem ég er búin að eiga í nokkur ár frá krúttmerkinu Jónsdóttir&co (hér á Facebook). Hann er í svo miklu uppáhaldi hjá mér, enda yfirmáta fagur…
…eitthvað svo fallegur í einfaldleika sínum – fullkomin gjöf handa einhverjum um páskana…
…ég átti síðan frá því í fyrra þessi litlu hreiður frá Litlu Garðbúðinni, sá í innlitinu um daginn (sjá hér) að þau eru enn til þar, og prufaði að setja ofan á. Skemmtilegt, það var eins og löberinn lifnaði við og varð skyndilega í þrívídd…
…síðan var ég að eignast heilan helling af svona plasteggjum úr Megastore-inni sálugu, en vinkona mín gaf mér alveg poka með þeim. Litirnir voru ekki að kalla neitt sérlega á mig og því dró ég fram vin minn Mod Podge límið og félaga hans kalkmálninguna (bæði úr Föndru)…
…fór í servéttuskúffuna og fann þessar hérna sem ég hef átt í einhver ár…
…og útkoman varð þessi hérna…
Aðferð:
* málar eggið með kalkmálningu og lætur þorna
* tekur sérvéttuna í sundur og notar bara efsta lagið (þau eru venjulega þrjú)
* rífur servéttuna í sundur í lengjur eða búta, eftir því hvernig þú vilt að hún komi út
* makar Mod Podge á allt eggið og byrjar að setja servéttuna á
Bónus: í lokin finnst mér voða fallegt að bæta smá Mod Podge-i yfir sérvéttuna bæta við dass af glimmer…
…eins og sést á þessu eru eggin engan vegin fullkomin, og þurfa ekkert að vera það…
…en þau eru töluvert fegurri en plasteggin og eiga eflaust lengri lífdaga fyrir höndum hérna hjá mér en ef þau væri í óbreyttu plastástandi…
…svo má leika sér endalaust með þetta, gera alls konar egg og hafa gaman að…
…hvernig lýst ykkur annars á?
Eggjandi? 😉
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥
Alltaf svo gaman að kíkja við hjá þér……eigðu gleðilega páska með þínum…….
Flott föndur er samt bara í fermingarföndri núna. Komin með tetate páskaliljur og gula krísu og nokkur egg fram.Takk fyrir flotta pósta með hugmyndum fyrir alla. Gleðilega dymbilviku og páska.
Flottasta síðan manni langar alltaf punta hjá sér eftir lestur og skoðun
Happy Easter from WA to Iceland Sophia, gorgeous table setting and easter eggs!!!! xoxoox Christine
Nú langar mig að taka fram Mod Podge, kalkmálningu og servíettur og fara að föndra pínu….verst að ég á engin egg…er greinilega ekki nógu eggjandi 😛
Kannski ætti maður bara að fara að græja gestabókina sem ég ætlaði að vera löngu búin að flikka upp á 😉
alveg ertu makalaus eða þannig Soffía.