…svona fyrst við erum farin af stað á annað borð. Athugið að allt sem er feitletrað í póstinum eru hlekkir til þess að smella á.
Litakortið mitt frá Slippfélaginu er hægt að finna hérna á netinu (smella) og allir litirnir eru svona mjúkir og ljúfir, ef þannig má tala um liti.
Sá gammelbleiki sem herbergið er málað í er þar á meðal og er svo ofsalega fallega bleikur.
Bleikur án þess að vera yfirgnæfandi. Mjúkur bleikur.
Svo þegar honum er parað við hvítann og aðra mjúka pasteltóna, þá erum við sko að tala saman 🙂
…eins fannst mér það koma sérlega fallega út að vera með gráu gardínurnar…
…svarti liturinn á gardínustöngunum og á speglunum er líka alveg nauðsynlegur til þess að tóna þetta allt aðeins niður, og ef þessir hlutir hefðu verið hvítir eða silfraðir, þá væri herbergið töluvert flatara – ef þið skiljið hvað ég á við…
…mér finnst líka ágætt að koma því á framfæri að með því að minnast á SkreytumHús í næstu Slippfélagsverslun, þá fáið þið fríar litaprufur af SkreytumHús-litunum, og einnig er 50% afsláttur af þeim út mánuðinn í Bett10 málningu (sem er alveg frábær innanhúsmálning – við notuðum þannig hjá foreldrum mínum og ein umferð dugði til)…
Nánast allt annað, fyrir utan skápinn, kom frá Rúmfó…
Rúmið Havhusene var fyrst á listann, og setti tóninn fyrir rest…
…þetta er náttúrulega fullkomið rúm fyrir krakka, því að ég held að þetta sé draumur ansi margra. Rúmið verður í raun leiksvæði og geymslurými líka…
…skrifborðið er hægt að draga út og ýta aftur inn…
…dásamlega fallegt sko…
…svo er alltaf gaman að fara út fyrir kassann, og nota blómakassa 🙂
Eða þið skiljið, hér notuðum við blómakassana Klippedue til þess að skreyta rúmið…
…og auðvitað líka til þess að gleyma blóm eða bara bækur/bangsa í…
…svo var það mottan sko, elska þegar maður finnur alveg hina hárréttu mottu, bæði að lit og stærð…
…þessi elska heitir BAOBAD og eins og þið sjáið þá smellpassar hún þarna inn. Ef hún hefði verið í pasteltónum þá hefði þetta sennilegast orðið of væmið, en með því að hafa hana svona í naturtónum, og ekki of baby-lega, þá erum við komin með mottu sem tónar niður bleika litinn og á eftir að nýtast áfram. Þessi er ekkert að falla úr gildi á næstunni…
…sama pæling var í gangi þegar við völdum rúmteppið og púðana.
Ekki of babylegt og frekar í svona natur-tónum sem myndi ganga vel áfram – Lund púðinn…
…rúmteppið Lund hef ég notað oft áður, og t.d. inni hjá dóttur minni, en það er einlitt grátt öðru megin og því alveg snilldar kaup í þeim…
…svo má blanda meira pasteltónum við í púðum…
…eins og t.d. FALLA-púðana…
…þegar það kom að gardínum, þá var aldrei annað sem kom til greina en að vera með gólfsíðar, og ljósgráar fannst mér passa sérlega vel við.
Anten var þessi mjúki grái tónn sem ég var á höttunum eftir…
…og eins fannst mér alveg möst að hafa svartar gardínustangir með, svona til þess að krydda aðeins upp á þetta allt saman. Ég er líka með Stockholm-stangirnar í stofunni og eldhúsinu hjá mér og er mjög ánægð með þær. Þær eru mjög fallega breiðar og svolítið massífar, big like…
…undir rúminu settum við Stars-geymslukörfurnar fyrir bangsa og annað slíkt. Við notuðum ljósgrá/beislituðu körfurnar, og þær pössuðu fínt við gardínurnar og mottuna. Allt passar, án þess að vera of mikið allt eins og of mikið í stíl (það er hægt sko)…
…og persónulega elska ég að nota vírkörfur fyrir bækur og tímarit, falleg leið til þess að geyma hluti og leyfa þeim að njóta sín í leiðinni. Rags eru notaðar hérna…
…mér finnst líka algjörlega nauðsynlegt að leyfa bókum að njóta sín í barnaherbergjum, sem og auðvitað öðrum rýmum…
…í skápinn notuðum við Stars-körfur í stíl við pokana…
…snilldar geymslulausn. Svo er líka oft gott að vera með lokaðar geymslur sem gefa fyllingu í hillurnar í leiðinni…
…í vegggrúbbuna okkar voru settir TOP-veggblómapottarnir, og við settum þá á króka sem fást í Rúmfó líka og kostuðu 100kr pk með tveimur…
…svo þegar ég sá þessa spegla, þá varð ég sko verulega skotin! Mér finnst þeir hreint æðislegir ♥
…skemmtileg blanda sem gefur rýminu karakter…
…í raun voru ekki mörg DIY-verkefni í herberginu, en ljósin voru þó einföld heimavinna…
…við fundum Svartbak-blómapottana, sem eru stórir og í svona pörfekt grábrúnum naturtónum…
…við tókum plastpottana innan úr, þeir eru lausir og það er einfalt, og síðan er svona stálvírar í botninn sem mynda + og við söguðum þá í burtu. Síðan var bara að þvinga botninn í sundur og koma ljósastæðinu sem fyrir var í gegn, og þá var þetta komið. Súper einfalt og tók undir 10mín…
…þar sem loftin eru viðarlituð þá munaði miklu að vera ekki með hvít ljós í loftinu, því þau gerðu loftið enn gulara á litinn…
…og klippti nokkur blóm af skrautblómunum og stakk inn á milli og svo settum við líka fugla með…
…það er svo gaman að vera alltaf að búa til lítil ævintýri…
…aðrir smáhlutir voru t.d. Stella krukkurnar…
…MEMO-spjaldið, snilld fyrir ljósmyndir eða teikningar…
…fallega Kaare kúluserían…
…Brandur alltaf í uppáhaldi…
…Ernst borðlampinn…
…Deco tréð…
…Hortensíurnar fallegu blómin…
…þessi litlu krútt – DOT…
…Kai – sem er mögulega þægilegasti heimilisrefur í heimi…
…þessar æðislegu málmkörfur….
Ég er síðan að spá í að gera sérpóst með ferlinu og DIY-skápnum aðeins síðar.
Vona að þetta sé einhverjum til gagns og gamans 😉
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥
Alltaf svo fallegt hjá þér Soffía. Hvar keyptirðu stólinn?
Alveg spurning hvort maður fari að leggja í eitt á gamals aldri og athuga hvort að önnur stelpa komi núna 😉 Svo mikið af gordjöss stelpuherbergjum til 🙂
Virkilega fallegt herbergi 😍