Skreytingar í dömufermingu…

…einfaldar og bara fallegar, þó ég segi nú sjálf frá 🙂

Núna á sunnudaginn þá fermdist elskan hún litla frænka mín, og ég var svo heppin að fá að taka þátt í deginum hennar og hjálpa þeim að skreyta smá!

Mamman og fermingarbarnið versluðu inn alveg “aleinar” og óstuddar og ákváðu liti og allt það, en ég bætti síðan við einu og öðru – bæði heiman frá mér og frá þeim – og svo keypti ég blómin.  En ég ákvað að deila með ykkur afrakstrinum og þið sjáið svona hvernig þetta kom út.

Þetta var ekki mjög flókið sko, það sem keypt var:
* Pakki með litum filt-blómum úr Rúmfó

* Skrautsandur úr Rúmfó

DECO skrautsandur 1000 g
* Renningur sem gráu sisal-efni úr Garðheimum
* Bleik minihjörtu úr Partýbúðinni
* Eucalyptus-greinar
* Lysianthus – 10 stk
* Kerti
* Pappakúlur úr Rúmfó
* Tveir skrautfuglar úr Rúmfó
Fugl með klemmu 2 í setti
* Tvær rúllur af hvítum dúkum, úr Rekstarvörum

*

Það sem komið var með úr einkasafni:
* Tveir stórir glervasar
* Litlir vasar á borð
* Kertastjakar
* Tveir bakkar
* Nokkrir kökudiskar
* Glerkúpull
* Grár dúkur
* Stafurinn G

Á matarborðið var gerð skreyting fyrir miðju borði.
Það skildi eftir fínt pláss fyrir matinn og þar sem þurfti að koma fyrir.  Ég átti fyrir gráan dúk og ég lagði hann eins og risastórann löber yfir borðið…

…tveir stórir vasar í sitt hvorri stærðinni voru síðan settir á borðið og skrautsandur í botninn, þrjár greinar af Lysianthus voru síðan settar í hvorn vasa, allar í mismunandi hæðum – vasarnir voru líka í mismunandi hæðum, sem gerir ótrúlega mikið, annars hefði ég hækkað annan þeirra…

…þrír kökudiskar í mismunandi hæðum voru notaðir sem upphækkanir á borðið og við settum skauta fermingarbarnsins á einn þeirra, barnaskó á annan og kúpul yfir og svo smá greinar af eucalyptus og pappakúlu á þann minnsta…

…á borðið hjá gestabókinni var settur bakki og lítill sprittkertastjaki, vasi með smá blómum og gömul stígvél af dömunni.  En þið takið eftir hvað bakkinn breytir miklu, því ef þetta hefði verið sett beint á borðið þá væri þetta ansi tómlegt – bakkinn nær að tengja þetta allt saman og gera að einni heild…

…flókið er það nú ekki, tvær greinar + fugl + pappakúla…

…stafur fermingarbarnsins var síðan settur þarna að framan, ásamt fallega fermingarkertinu sem þær mæðgur föndruðu…

…límmiðastafir og skrautblóm – en svo gordjöss…

…litla bleika skrautið eru svona hjörtu sem var dreift á borðið…

…awwww…

…óskreyttur salur…

…séð yfir salinn skreyttann…

…einfaldir renningar, lítil skrauthjörtu, smá filtblóm og blóm í vasa…

…og vasarnir voru allir mismunandi…

…þið fáið vonandi einhverjar hugmyndir af þessu…

…og getið kannski nýtt ykkur núna eða í framtíðinni!

Skoðið síðan fleiri fermingarskreytingar með því að smella hér!!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

5 comments for “Skreytingar í dömufermingu…

  1. Margrét Helga
    29.03.2017 at 08:13

    Vá! Svo einfalt en samt svo fallegt 🙂 Er farin að hlakka til að ferma mína gaura, þótt ég efist um að það verði svona mikið bleikt í þeirra fermingarveislum, en hvað veit maður 😛

  2. Ása
    29.03.2017 at 10:16

    Fallegt, væri til í að vita hvar maður fær svona fína kökudiska á fæti 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      29.03.2017 at 10:34

      Þessi stæðsti er frá Kaupfélaginu á Hvammstanga, sá minnsti er frá Litlu Garðbúðinni en ég man því miður ekki hvar ég fékk þennan í miðið 🙂
      Þannig að svarið er sennilegast bara hér og þar!

      • Ása
        30.03.2017 at 15:16

        Ok takk, kíki þangað 😀

  3. Vala Sig
    29.03.2017 at 12:47

    Mjög fallegt, stóru vasarnir eru uppáhalds 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *