…með veður köld og stríð!
Munið þið um daginn, þegar maður vaknaði snemma á sunnudagsmorgni og heimurinn var á kafi í snjó ♥
Þetta var eitthvað svo fullkominn dagur. Sérstaklega þar sem þetta var sunnudagur og það þurfti enginn að rjúka út…
…við fengum okkur notalegan morgunverð…
…kakó í ömmubolla ♥
…og sátum við borðið og störðum út á alla þessa fegurð…
…og maður minn hvað allt verður fallegt í þessari mjallhvítu kápu…
…jújú, sumum finnst samt bacon á borðum meira spennó…
…sólarStormurinn…
…leikið í sólageislunum…
…þó að vísu veitti ekki af því að moka – og sjáið bara hrúguna ofan á runnanum…
…meðan sumir voru að moka, voru aðrir að leika…
…hundar og börn…
…í réttum græjum, og með töffaraskapinn á sínum stað…
…litli krúttMolinn fær alltaf smá extra því honum verður svo fljótt kalt og þarf að passa upp á hann…
…og jújú, þessir hausar eru krakkarnir á kafi í snjó…
…síðan var farið í björgunarleiðangur og gamla settið mokað út – það er ekki hægt að hafa þau innikróguð…
…svo þarf bara að slappa af eftir svona útivist…
*hóst* þetta hundsdýr…
…en mikið eru svona dagar yndislegir…
…og kjötið að enda þetta á einum KrúttMola – njótið helgarinnar ♥
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥