Uppfærsla á dömuherbergi…

…ójá, það er nú bara þannig að við tókum enn einn danshringinn í herbergi dótturinnar.

Að vísu var það ekki miklar eða stórar breytingar sem við fórum í – heldur var þetta voða mikið svona að taka út leikföng og hluti sem voru ekki í notkun lengur – oooog, sem henni þótti mjög mikilvægt, að koma að meiri bláum lit 🙂

Þannig að hér kemur stuttur hringur, og svo kemur póstur þar sem ég fer nánar í þetta allt saman…

Þessi póstur er unninn í samvinnu við Rúmfatalagerinn

…nýtt rúmteppi og ný gólfmotta breyttu mjög miklu…

…snilldin við rúmteppið er að það er dökkgrátt hinum megin, þannig að það er hægt að snúa því við…

…einnig breyttum við aðeins í grúbbunni…

…og skelltum upp einum draumafangara…

…þessi fékkst úti í Florída og hún valdi þá þar…

…litla skrifborðið var sett upp við vegg…

…og eins og alltaf eru það litlu hlutirnir…

…fataskápurinn stendur enn fyrir sínu, ofan á honum er pokar sem við keyptum líka í Florída og taka bangsana sem enn er ekki hægt að skilja við…

…og við hlið náttborðsins er hillan hennar sem geymir endalaust af alls konar…

…og nýji DIY-körfustóllinn er kominn á betri stað og nýjar ljósbláar og dásamlega fallegar gardínur…

…og aðalkrúttið var sáttur…

…svo kemur meira, meira og meira – ef þið viljið sjá meira 🙂

Grái liturinn á veggjunum – Dömugrár frá Slippfélaginu
Skrifborð – Hús friðrildanna
Rúmteppið Rosentre – Rúmfó (sjá hér)
Gólfmottan Aksfrytle – Rúmfó (uppseld)
Gardínur Fonno – Rúmfó (sjá hér)

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

3 comments for “Uppfærsla á dömuherbergi…

  1. Margrét Helga
    21.03.2017 at 08:51

    Já þau þroskast víst þessi blessuð börn okkar! Flott breyting, þótt hún hafi ekki verið neitt brjálæðislega stór eða mikil. Þarf oft ekki mikið til 🙂

  2. Vala Sig
    21.03.2017 at 11:21

    Fallegt

  3. Sólveig
    29.03.2017 at 22:21

    Takk fyrir að sýna okkur. Hvaða loftmálningu( lit) mælirðu með við dömugrátt. Er það málarahvítt eða Kiddahvítt eða eitthvað enn annað ? Kveðja

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *