Rýmingarsala…

…er komin í gang í Rúmfó á Korputorgi þar sem það er búið að selja húsnæðið og búðinni verður lokað 🙁

Áður en ég sýni ykkur myndir þá langar mig að segja hvað það er mikil eftirsjá í þessari verslun, sem mér hefur þótt svo vænt um, sér í lagi þó allt dásamlega starfsfólkið þarna.  En þau deilast niður á aðrar búðir þar til önnur opnar í staðinn og þá fáum við vonandi bara “nýtt Korputorg” í staðinn.

En yfir í efni póstsins, ég hljóp hring í gær og sýni ykkur eitt og annað á snappinu (soffiadoggg) og ákvað að sýna ykkur  myndirnar hérna líka – ásamt myndum af eins, eða svipuðum, hlutum í notkun hérna heima hjá mér.

En núna er 30% afsláttur af öllu í búðinni og 50% afsl af sýnishornunum í húsgögnunum.  Um að gera að gera góð kaup.

Alls konar fallegir rammar, bæði fyrir ljósmyndir og aðrir sem eru með myndum eða texta í…

…ég gerði t.d. svona inni í herbergi dömunnar á sínum tíma…

05-2014-01-17-011523

…uppáhalds útiluktirnar mínar, en þær eru með æðislegum þykkum glervasa innan í þannig að þú ert að fá flottan vasa líka…

…svo má auðvitað nota vasann líka ofan í 🙂

14-www.skreytumhus.is-013

…alls konar körfur og plastkassar fyrir skipulagið…

…og einhverjir glerkúplar til ennþá…

…þessir fannst mér sérlega kjút…

…og ég er mjög veik fyrir svona grófum við, finnst hann æði…

…er t.d. með svona skál í eldhúsinu sem iðulega hýsir bananana (nananana)…

…þessir finnst mér æði, vasar eða kertastjakar?  Þið ráðið…

…hér í það minnsta vasar…

…stóri bakkinn er æði, og svo þessar fölbleiku öskjur…

…er með svona sjálf í skrifstofunni…

www.skreytumhus.is-010
…krúttað í krakkaherbergið…

…og alls konar servéttur – eru ekki allir og amma þeirra að fara að ferma eða gifta sig, þá er bara að fara að velja…

…uppáhalds marmarakertastjakarnir mínir…

…sem ég notaði fyrst um jólin…

…og þessir eru æði – líka til í gylltu…
…ég hef notað þessa mikið – gætu líka verið flottir fyrir förðunarbursta…
29-www.skreytumhus.is
…alls konar kerti…

“marmara”borðin frægu…
…og þessir eru æði…
…ég notaði þá líka með því að sleppa efstu hæðinni…

…held líka að þessi kassi kæmi vel út málaður svartur…

…ljónahausaskálarnar, ég er búin að eiga svona í nokkur ár…

…reyndar ekki alveg eins, en nógu nálægt…

16-www.skreytumhus.is-015

…lítill kökudiskur á fæti, og sjáið bara verðið á honum núna…

…notaði svona í afmælinu um daginn…

…ást mín á margra hæða bökkum er óþrjótandi…

…alls konar púðar og rúmteppi…
…td. sá ég að þetta sem er í gauraherberginu er enn til…
www.skreytumhus.is-072

…og mér finnst svona alltaf svo yndisleg á pallinn á sumrin, ekta sumarteppi…

…svipað og hér…

08-Skreytumhus.is 2015-06-022
…alls konar sængurver…

…og nóg af fallegum púðum, á pallinn t.d…
…eða í rúmið eða sófann…

04-www-skreytumhus-is-075
…sérlega sumarlegt sko…

…körfurnar góðu…
…snilld í barnaherbergin sem og annars staðar…
2016-01-25-152136
…ferlega flottir nýlegir rammar…

…og ég sá að þessi klukka er t.d. enn til þarna!
Þannig að, ef ykkur leiðis á laugardegi, þá ætti að vera hægt að rápa þarna inni – og ef þið sjáið Ívar “minn” verslunarstjóra, þá megið þið gefa honum eitt svona SkreytumHús-high five – þannig að hann viti hvaðan þið komið 😉

Góða helgi ❤

01-www-skreytumhus-is
Þessi póstur er unninn í samvinnu við Rúmfatalagerinn

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Rýmingarsala…

  1. Eva Bé
    11.03.2017 at 08:45

    Spennandi að fara á svona rýmingarsölu 😁
    En gaman að sjá hugmyndirnar þínar sem innblástur, sumt liti maður sjálfsagt ekki á nema afþví að þú hefur sýnt okkur notagildi 😘

  2. Bogga
    11.03.2017 at 10:28

    Ég er svo sammála þér að þetta er besta Rúmfatalagersbúðin. Og mikil eftirsjá af henni. Kannski ég skelli mér um helgina svona í síðasta sinn…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *