…því ég lofaði að sýna restina af eldhúsinu líka! Ég er kona orða minna og hér er sá póstur
Eldhúsið, eftir að hafa fengið rækileg alþrif, sem er alltaf voða gott – og eins og sést þarna til hliðar – skín í “nýja” skenkinn.
Það sem ég fíla við að hafa hann svona svartann er að mér finnst hann harmónera betur við hina ýmsu svörtu hluti sem ég hef verið með eldhúsinu lengi:
*svarta röndin á innréttingunni
*spegilinn, sem er DIY-verkefni (sjá hér)
*gardínustangirnar, sem hanga fyrir ofan gluggann og bera greinarnar
*hilluna á vegginum
…ekki það að mér finnst alveg bæði hvítt og svart ganga, og eins og áður sagði þá er lítið að því að breyta svona um sinn
…ofan á skenkinum er sem endranær samansafn af hinu og þessu. Hvítir kökudiskar á fæti er í uppáhaldi og auðvitað hvítar könnur og þetta stendur því í heiðurssessi…
…uppáhaldsstjakarnir fengu að fara af eyjunni, svona með tímabundið landvistarleyfi á skenkinum…
…og svo morgunkornið og múslí-ið, því það er svo auðvelt fyrir krakkana að ná í þetta þarna…
…í sjálfu sér er lítið breytt þarna í horninu. Ég er svo ánægð með trébrettin mín, sem mig hafði langað svo lengi að eignast, að ég stilli þeim upp – og játning dagsins, ég er ekki enn farin að vilja að nota þau til matar, eins og ætlunin er. Finnst þau bara svo falleg #kjáninnég
…svona stórir “vír/stál”-hlutir eru að verða þema þarna inni, með 3ja hæða körfunni og vigtinni í glugganum…
…svo tvö önnur trébretti þarna í glugganum og ég færði vigtina mína inn í eldhúsið úr stofunni…
…blessað hornið er lítið breytt, og það tekur nú svona við hinu og þessu. En þó, það gleður eflaust marga að sjá smááááá litagleði þarna í horninu, því ég get seint verið þekkt fyrir hana…
…og þó, vottar fyrir smá lit á eyjunni – þó lítill sé
…þó það sé aðallega í sleikju sem er nú reyndar jóla, og stendur á merry xmas (vel gert ég!)…
…en vá hvað ég er farin að hlakka til þess að sjá allt grænnka fyrir utan, þó enn sé langt í það…
…þessi mynd sýnir líka ágætlega hvað innréttingin er ekki hreinhvít, hún er meira svona off white, sést vel á muninum við uppþvottavélina…
…og svo þegar ég krýp niður til þess að taka myndir, þá gerist þetta við fæturnar á mér
…síðan langaði mig að breyta á borðstofuborðinu, eftir að hafa málað skenkinn…
…og ég setti “litla” sæta risafatið mitt sem ég fékk mér í USA fyrir jólin – og hey, hann er svartur sko…
…og í miklu uppáhaldi, enda var ég lengi vel að spá í að róa bara heim frá Ammeríkunni í balanum…
…þannig að svona eftir fulla umferð um eldhúsið, þá hafið þið kannski fengið ágætis heildarmynd af þessu öllu
Ps. mér þykir voða vænt um Like-in ykkar, og auðvitað kommentin líka
Hrikalega flott eins og alltaf! Svolítið fyndið samt, að maður tekur meira eftir svörtu hlutunum í eldhúsinu eftir að þú málaðir skenkinn
Kemur mjög vel út 
Ó Þú….alltaf jafn fundvís á það fallegasta….draumaeldhús….
Fallegt
ég er sammála þér með skenkinn, betri svartur. mér fannst það reyndar ekki fyrst en þú ert alveg búin að ,,selja´´ mér þetta
haha
Hvar fékkstu þessi dásamlegu trébretti?
Þau eru öll úr Rúmfó