Innlit í Evitu…

…einn fallegan laugardag í febrúar áttum við erindi á Selfossinn fagra…

…hví?  Nú því dóttirin er farin að sparka í bolta af hjartans lyst (má þó taka það fram að henni kippir ekki í kynið að því leiti, því móðirin hefur einungis lesið leðurskruddur en ekki sparkað í leðurtuðrur)…

…og mamman, mamman á hælaskó við öll tækifæri…

…við vorum með litla smádýrið með okkur að horfa, þar sem hann er enn svo mikil kuldaskræfa að við þorum ekki að geym´ann í bílnum, annað en blessaður Stormurinn…

…þetta er nú samt meira krúttið…

…og já, við erum enn að krútta yfir okkur…

…og frjósa…

…því eins fallegir og þessir vetrardagar eru, á eru þeir sko skítkaldir…

…ég var því alveg að tapa mér yfir einni dömunni sem var í stuttbuxum, sést ekki á myndinni, en treysti því að hún hafi hlaupið sé til hita…

…og vinkonurnar að leik loknum…

…og þegar börnin eru búin að leika – þá fá mömmurnar að sleppa sér smá…

…og vorið tók bara á móti manni við innganginn… …er það bara ég sem myndi vilja nota þessa blómapotta fyrir forrétti 🙂 …

…þessi búð er náttúrulega bara dásemd sko…

…og þessar hérna sko – jeminn ❤

…krúttlegir englar…

…og þessar stóru hvítu luktir – ég sé þær alveg fyrir mér á pallinum í sumar sko – klikkað flottar…

…glerboxin, þetta er náttúrulega visst vandamál…

…búleg deild…

…þessi lampi finnst mér æðislegur – og þessi elgur er flatur og fyndinn…

…þetta er náttúrulega bara bullandi rómantík…

…sjáið þið þetta bara…

…dásamlegar kórónur…

…og hvað er krúttlegra en að gefa einn svona bolla og eitthvað gott kaffi eða te með…

…mmmmm…

…hvar á ég að byrja?

Luktin, speglabakkinn eða bara handspegillinn!

Eða bara bleiku rósirnar ❤

…nei hættu nú alveg sko, þvílíku dúllurnar!

…ég er farin að sjá eftir að hafa ekki fengið mér svona…

…þessi tveggja hæða mætti sko flytja inn hjá mér…

…flottar kórónur…

…þessi borð eru líka svo falleg, og skemmtilegt að sjá gömlu töskuna svona málaða…

…yes indeed…

…ég var mjög hrifin af báðum þessum vegggrindum…

…og þessar línur eru æði – könnurnar sko, maður minn könnurnar…

…og flottar stórar krukkur – t.d. fyrir morgunkorn…

…geggjaður diskur á fæti…

…og þessir fannst mér töff – svona rustic og grófir…


…þvílíkt falleg smágjöf…

…þessi er æði!

…kóróna og Maríustytta – Soffa kát 🙂

…dásemdar dúllerí…

…annað sem gæti sómað sér vel á pallinum, sem og innandyra…
…alls konar höldur…

…mér finnst þessi lampi draumur, og væri sko til í svona á náttborðin í hjónaherberginu…

…ég segi það í það minnsta, að ef þið eigið leið þarna um þá má ekki sleppa því að kíkja þarna inn!

Sér í lagi þar sem svona dúllubúðum hefur fækkað og við viljum sko halda í þær sem “við eigum”.

Svo má auðvitað alltaf fylgjast með á Facebook og þau eru dugleg að setja inn myndir þar 🙂

Evita á Facebook!

…við rúlluðum við í Hveragerði á heimleið og ætluðum í Gróðarstöðina hennar Ingibjargar, en hún var ekki búin að opna þarna, en næst sko…

…og svo á heimleið á ný!

Ps. mér þykir voða vænt um Like-in ykkar, og auðvitað kommentin líka 🙂

3 comments for “Innlit í Evitu…

  1. Eva Bé
    08.03.2017 at 21:51

    Þessi búð er hættulegur áfangastaður fyrir fagurkera 😆
    gjörsamlega gordjöss

  2. Þórunn
    08.03.2017 at 21:56

    Ég er búin að bíða lengi eftir þessu innliti 😊 Æðisleg búð.

  3. Margrét Helga
    09.03.2017 at 09:01

    Þessi búð er algjörlega gordjöss!! Margt flott þarna sem mig langar svakalega mikið í 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *