…og því margir í hugleiðingum fyrir skreytingar. Nú, ef þú ert ekkert að fara að ferma, þá er aldrei að vita nema þú sjáir sitthvað fallegt til þess að skreyta fyrir páskana og bara vorið. En ég fór í Rúmfatalagerinn á Smáratorgi, Skeifu og Grandanum og setti upp borð. Þau eru með svipuðum hlutum en ekki eins og því kveikna kannski ýmsar hugmyndir í kringum þetta allt saman.
Byrjum í Skeifunni!
…og á þetta borð notaði ég þessa fallegu löber-renninga sem koma í nokkrum litum, ferlega sætir…
…og svo er raðað…
…hér sjáið þið svona bleiku deildina…
…hér er grái renningurinn…
…og sá blái…
…en það þarf ekki að festa sig bara í einum lit, og ég blanda óhikað grænum og fleiri tónum með…
…svo finnst mér þessar servéttur alveg hreint æðislegar…
…nánast hvaða bakki, eða fat, getur orðið grunnur fyrir kertaskreytingu – og það er snilld að nota steinana í botninn, sérstaklega ef botninn er aðeins kúptur og þú vilt láta kertin standa bein…
…hér er æðisleg hilla notuð sem upphækkun á borðið – og ég get lofað ykkur að upphækkanir eru “möst” á svona borðskreytingar…
…þá má líka nota kassa…
…og hér er t.d. spegill notaður sem bakki ofan á borðið…
…týnd til eitt og annað…
…og þessi vorlegu kerti eru æðisleg með…
…eins má nota pottablóm með, það þarf ekki allt að vera afskorið…
…ég setti líka sömu kertastjakana og ég notaði í afmælinu, svo ódýrir og fallegir og í nokkrum litum…
…bleikt og blátt, og bara pastellitirnir, eru líka sérlega fallegir blandaðir saman, og líka með gráu…
…þessir litlu fuglar finnst mér líka algjör yndi…
…þarna er líka svona löberrenningur sem er svona eins og “net” eða fínleg flækja 🙂 Líka til í fleiri litum…
…húsin eru líka ótrúlega skemmtileg til þess að stilla upp. Væri t.d. kjörin fyrir fótboltaskónna hjá fermingarbarninu, eða eitthvað sem tengist áhugamálunum…
…svo er snilld að brjóta upp með tréplöttum og öðru slíku…
…og ekkert að vera hræddur að blanda saman gulli og silfri…
…lítil blóm eru líka falleg til þess að dreifa með á borðin…
…og muna, það þarf ekki endileg allt að vera bleikt, eða allt blátt – endilega að blanda…
…hvernig lýst ykkur svo á pasteldýrðina í Skeifunni?
Smáratorgið!
Olrætí þen 🙂 Eins og þið sjáið þá eru margir af sömu hlutunum á borðinu. En í þetta sinn var grunnurinn einfaldlega plastdúkarnir sem eru seldir í metravís, og þeir eru klippir niður í renninga. Einfalt og skemmtilegt, ekki satt?
…mér finnst æðislegt, og nauðsynlegt, að nota smá við með – því að hann gefur svo mikla hlýju og það veitir ekki af því með svörtu og hvítu…
…aftur er þessi fallegi bakki skreyttur og skrautsandur í botninn…
…skrautband er sett utan um kerti – og líka notað til þess að útbúa hreiður fyrir litla fuglinn…
…og hér, í staðinn fyrir viðinn, þá er það brassið sem gefur hlýjuna. Svo er blandað saman bláu, lime, bleiki og turkís – allt bara í satt og samlyndi…
…og litlu bláu blómin brjóta upp svart hvíta fílinginn, og gefa hlýju…
…þarna sjáið þið kerti undir kúplinum, en þarna væri líka kjörið að setja hluti sem tengjast – allir saman nú – áhugamáli fermingarbarnsins…
…mér finnast þessir marmarakertastjakar líka æðislegir…
…og auðvitað eru til löberrenningar þarna líka…
og þessi litlu fallegu gervivorblóm…
…fallegu kertastjakarnir…
…og alls konar skrautblóm til þess að dreifa á borð eða t.d. skreyta kerti með…
…rörin eru ekki bara praktísk og skemmtileg fyrir krakka í veislum, heldur eru þau kjörin til skreytinga þar til þau eru notuð…
…& þannig er það!
Að lokum Grandinn!
Þarna fór ég í smá marmarafíling. Ef þið eruð að velt fyrir ykkur marmaradúkinum, þá er þetta einfaldlega sturtuhengi…
…marmari og pastel – það er alveg að tala saman…
…er alltaf með þennan 3ja hæða disk, og nota bara 2 hæðirnar af honum. Ef þetta væri í fermingarveislu þá væri auðvitað hægt að vera með bollukökur eða bara nammi á honum. Eða eitt og annað smálegt – barnaskó af fermingarbarninu t.d…
…þessi fínu marmaravasar og glös og stjakar, eru auðvitað bara tannburstaglös.
Kertastjakinn fyrir stærra kertið, er glasið á hvolfi…
…smá gerviblóm og meiri rör…
…mér finnst þetta koma flott út saman…
…ekki sammála?
…hér fær kerti smá skreytingu, en þetta eru hárteygjur sem ég setti bara utan um það…
…víkörfur geta líka gagnast til uppstillinga og upphækkana á borðið, og svo eru þær með endalaust notunargildi eftir ferminguna…
…mér finnst þessir vasar æðislegir…
…þarna sést líka grár svona neta/spider löber og hvernig er hægt bara að leggja hann einfaldlega á borðið óreglulega…
…svo fallegur litur á þessum kertum og servéttum…
…pottablóm í vösum…
…og svona var það þá!
Hvað er ykkar uppáhalds?
Svo er ágætt að geta þess að það er TaxFree í Rúmfó alla helgina, þannig að bara go go go 😀
Pósturinn er unninn í samstarfi við Rúmfatalagerinn!
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!
Snilld, mjög fallegt hjá þér, manstu hvað þessi svarta vírhilla kostar eða hvað hún heitir, hún er algjört möst 🙂 Takk fyrir skemmtilegar hugmyndir
Gaman að sjá hvernig þetta leikur í höndunum á þér yndislega Soffía. Gaman að sjá líka hvernig borðið er gordjöss og smart þó svo að vörurnar sem notaðar eru kosta ekki handlegg og nýra 😉
Knús og kram
EvaBé