…þessi póstur er ávallt umbeðin og því alveg “möst” að setja hann hingað inn.
Reyndar er þetta súper einfalt í þetta sinn, það kom nánast allt úr sömu versluninni.
Eins og vanalega fór ég hringinn, kíkti í Söstrene og í Tiger, Ikea og þess háttar. En ég var að leita að einhverju sem myndi gefa innblástur og það fannst ekki fyrr en ég fann dúkinn góða. Hvítur plastdúkur með gylltum doppum sem er seldur í metravís og því alveg kjörinn í svona veislur.
Það er nefnilega oftast þannig að ég fer af stað með mjög óljósa, eða nánast enga hugmynd, í kollinum fyrir svona veislur og finn eitthvað eitt sem að hendir mér á rétta braut. Í þetta sinn var það dúkurinn sem ég fann sem sé í Rúmfó. Hann kemur í metravís en ég sé hann alveg fyrir mér klipptan niður í t.d. renninga eða löber-a fyrir fermingarveislur og þess háttar. Hann er alveg æðislegur!
Restina af dótinu fann ég svo líka í Rúmfó, en það voru þessi hérna snakkbox, fallegar servéttur og lítil skrautfiðrildi og blóm…
…pappaöskjurnar fást líka í fleiri litum, þar á meðan myntulit og gulum, en ég valdi bláar og bleikar…
…sérstaklega þar sem ég var búin að sjá þessar fallegu og sumarlegu sérvéttur sem voru í svo fallegum litum…
…síðan voru þessar skrautkúlur/pompoms til í nokkrum litum…
…en ég valdi fölbleikar og dökkgráar. Þetta er ódýr en áhrifaríkt skraut, minnir að þrjár saman hafi kostað 299kr – aftur snilld í fermingar…
…ég mundi síðan eftir að ég keypti stafi í Ameríku í vor sem ég ákvað að nota á pappaöskjurnar og líka á fánalengjuna…
…notaði reyndar bara gylltu stafina í þetta sinn…
…nú fyrst að doppurnar voru komnar á borðið þá var um að gera að tengja eyjuna við þetta allt saman, og ég fann þennan renning líka í Rúmfó…
…þessir koma í nokkrum litum og eru alveg kjörnir í brúðkaups- eða fermingarskreytingar…
…svo sjáið þegar þetta er lagt saman að þetta tónar allt, án þess að vera of mikið í stíl. Ég hef svoldið mikið gaman af svoleiðis.
Var líka á höttum eftir einhverju í gylltu til þess að gömlu kakóbollarnir myndu njóta sín almennilega…
…á tímabili ætlaði ég að nota stóra V-ið sem ég keypti líka í USA, en hætti síðan við. Ég setti samt myndina hingað svona til þess að sýna ykkur að þetta er þróunarverkefni…
…sjaldnast er þetta allt saman tilbúið í hausnum á mér, heldur bara byrjar maður að raða og eitt leiðir að öðru…
…þegar ég var komin með dúkinn og servétturnar, og fölbleiku pappakúlurnar, þá fannst mér vanta smá meira í bleiku…
…ég sótti því Eiffel-eyrnalokkaturn sem daman á inni hjá sér, og setti hann á borðið með…
…þegar sá bleiki kom svona líka sætt út með – þá var skundað út í geymslu og annar gylltur sóttur og bætt við…
…kökudiskarnir eru úr ýmsum áttum. Sá stærri er úr Kaupfélaginu á Hvammstanga, en hatturinn er af Ikea kökudiskinum. Það er nefnilega um að gera að máta þetta fram og til baka og sjá hvað kemur út þegar þið leikið ykkur smávegis að því sem til er fyrir. Minni diskurinn er síðan úr Litlu Garðbúðinni…
…ég fann þessa fallegu kertastjaka í Rúmfó líka, en þeir voru á 300 og eitthvað kr stk. Sem sé ekki dýrir en til í nokkrum litum. Mér finnst þeir alveg ferlega fallegir. Blómavasinn var síðan úr Góða Hirðinum og ég spreyjaði hann bara hvítann…
…gylltu diskarnir eru líka úr Rúmfó (sjá hér)…
…eins og þið sjáið þá er annar 3ja hæða…
…en hinn 2ja hæða…
…en auðvitað eru þetta eins diskar nema hvað að ég sleppti bara að setja efstu hæðina á annan þeirra – sko, ég sagði ykkur að leika ykkur með þetta allt saman…
…það er nefnilega leikurinn og að prufa sig áfram sem gerir þetta skemmtilegt…
…ég ætla að gera alveg sér póst um 17 Sortir…
…og dásamlegu kökurnar…
…þarna sjáið þið fánalengjuna, en hún er frá því í fyrra og er frá Söstrene, og ég setti stafalímmiðana á hana…
…og ég raðaði sérvéttunum til skiptis, eins og ég hef áður gert…
…uglan kemur úr H&M og er varasalvi…
…og saman komið…
…eins og sést þá þarf heldur ekki allt að vera eins, í stíl, stundum er skemmtilegt að finna svolítið ólíka hluti og raða þeim saman þannig að þeir myndi sjónræna og fallega heild…
…litla nammi”kakan” kemur úr Hagkaup í Smáralind, og það er líka hægt að fá pizzur og annað slíkt. Þetta fannst krökkunum ferlega spennandi og best að taka það fram, hún kemur svona tilbúin – ekki halda að ég hafi verið að raða saman sykurpúðum 🙂
…og þið getið rétt ímyndað ykkur að hún kláraðist auðvitað…
…virðuleg með gamla stellinu…
…ósamstæðar samstæður – er það eitthvað?
…sitt lítið af hverju, og allt sem er hægt að nýta í sitthvað skemmtilegt áfram…
…þá held ég að allt sé upptalið – nú annars baunið þið bara á mig!
Vona að þið eigið skemmtilegan ösku(r)dag 🙂
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!
Takk fyrir póstinn 🙂 Þú lætur þetta virka svooooo einfalt en ég verð alltaf eins og fíll í postulínsbúð með 17 þumalfingur þegar ég reyni eitthvað svona og útkoman eitthvað í líkingu við postulínsbúðina þegar fíllinn er farinn út 😉 Ætli maður verði ekki að æfa sig eitthvað 🙂
Fallegt 🙂
Svo fallegt
Vildi óska að ég hefði auga fyrir svona smekklegheitum
Löberinn er æði, akkúrat það sem ég get notað í afmæli guttans í lok mars takk takk fyrir þennan frábæra póst…ætla reyna að hafa þetta bara einfalt í ár hahaha 😀