…stundum detta verkefnin í hendurnar á manni – alveg óvart og án fyrirvara. Ég var alls ekki að leita að svona stól, en ég var hins vegar á stólaveiðum. Það er, ef rétti stólinn kæmi í ljós – þá ætlaði ég ekki að missa af honum sko!
Við erum í smábreytingum í stelpuherberginu og dömunni langaði ansi mikið í fallegan stól sem hún gæti setið í og lesið.
Svo sá ég þennann í þeim Góða…
…þið getið séð alls konar svona stóla, í hinum ýmsu litum með því að googl-a: colored peacock wicker chair…
…en ég var víst ekki á leiðinni að tapa mér í litagleði, og var alveg ákveðin í að setja vininn í svartann ham. Því fór ég í Slippfélagið og fékk mér Primer (grunn) í hvítu spreyji frá Montana, og svo kolsvartan lit í spreyji. Ég tók bara einn brúsa af grunninum en alveg þrjá af þessum svarta. En þó að ég hafi farið í svartann, þá eru um það bil milljón litir til – og ég er ekki að ýkja 😉
…fyrsta vers var að grunna. Það er ekki nauðsynlegt að þekja allan stólinn, en hins vegar er mikilvægt að setja á alla slitfleti og á alla staði sem gæti verið álag á…
…einn brúsi dugði til þess að þekja stólinn að mestu…
…með sérstakri athygli á staði eins og armana…
…og bakið…
…og svo var farið í að spreyja – og spreyja – og spreyja.
Nokkrar “reglur” fyrir spreyjarana:
- Þegar þið byrjið á nýjum brúsa þá þarf að taka tappann af, og þar innan í er svartur plasthringur sem þarf að fjarlægja áður en tappinn er settur á aftur.
- Þegar þið spreyjið þá er grunnatriði að vera ca 10-20cm frá hlutinum og að halda brúsanum á stöðugri hreyfingu.
- Betra að fara fleiri þynnri umferðir en að láta koma lekarákir á hlutinn.
…það að spreyja er með því skemmtilegra sem hægt er að gera…
…súper fljótlegt og skemmtilegt – auðvelt að stórbreyta hlutum…
…það er síðan mjög nauðsynlegt að leyfa þessu að þorna vel á milli…
…og svo þarf að snúa hlutinum á alla enda og kanta til þess að ná að spreyja alls staðar…
…sérstaklega flókið samt þegar að um svona stól er að ræða – enda er hann mjög svo “flókinn”…
…en útkoman er skemmtileg…
…og lokaútkoman enn betri!
…þar sem rúmið hennar er svart þá fannst okkur svartur spennandi inn í herbergið með öllu þessu ljósa…
…svo eru líka svona smáhlutir í svörtu með…
…ég gleymdi víst að taka það fram að ég spreyjaði líka yfir armana, og þar sem þörf var á, með glæru lakkspreyji…
…en það sem gerir stólinn líka er þessi púði/pulla sem ég fann í Rúmfó, og var alveg í pörfekt stærð fyrir stólinn……eins og sniðin í hann…
…skemmtilegt…
…svo á ég eftir að sýna ykkur eitt og annað þarna inni…
…alla litlu detail-ana, svo maður tali nú eðalíslensku…
…annars eru myndirnar búnar að birtast áður á snappinu, og þið eruð velkomin að fylgjast með þar: soffiadoggg…
…ég verð að viðurkenna að ég er ekki endanlega viss um að stóllinn verði þarna inni, en ég er alveg viss um að mér finnst hann fallegur.
Hvað segið þið? ❤
Fyrir…
…og eftir!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Stóllinn er gordjöss (svo ég haldi nú áfram í “góðu” íslenskunni) en eins og þú hefur nú sjálf sagt svo oft, þá þarf ég að sjá “víðari” mynd til að ég geti séð plássið sem hann hefur inni í herberginu svo ég geti myndað mér skoðun á því hvort mér finnist hann of stór eður ei. En annars er það auðvitað íbúa herbergisins að meta hvort hann sé of stór….en fallegur er hann!!
Þú ert nú meiri snillingurinn….þessi stóll er orðinn alveg meiriháttar fallegur….gaman að fylgjast með ferlinu…hef SS spreyjað ýmislegt en aldrei svona alvöru…takk fyrir góða sýnikennslu, eigðu góðan dag….
Æði og flottur þegar búið er að spreyja hann svona
Algjörlega “”mega”””” töff