Boston-ferð…

… í lok nóvember á seinasta ári þá var ég svo heppin að fara til Boston með tveimur af mínum bestustu.

Við erum vinkonur sem kynntumst þegar við unnum saman fyrir um 10 árum og náðum svo vel saman að bandið á milli okkar hefur aldrei slitnað þrátt fyrir að leiðir okkar hafa farið í ólíkar áttir síðan.  Við gerum okkur far um að hittast, helst í það minnsta einu sinni í mánuði – förum í bæinn á röltið, sitjum og kjöftum, borðum og mest af öllu, þá hlægjum við – mikið 🙂 …ferðin var, eins og áður sagði í nóvember, og þessar ofsalega fallegu skreytingar voru í Leifsstöð, ótrúlega flott!

…og þessi hérna var fyrir framan Eymundsson og mér fannst hún hreint frábær…

…ótrúlega töff og fallegt…

…og svo var flogið af stað…

…og hér eru sannir atvinnumennkonur í innkaupamálum á ferðinni.  Það var því búið að beita fyrir sér visa-kortinu á netinu áður en komið var á hótelið og því beið okkar þessi “litla” kerra…

…þegar farið er til Boston þá mæli ég svo mjög með Royal Sonesta-hótelinu, það er staðsett beint á móti Cambridgeside Galleria-mollinu og því alveg snilldar staðsetning til þess að geta sjoppað, og komið öllu dótinu upp á hótel, og svo út aftur…

…og þetta voru sko litlu jólin…

…við vorum að koma þarna á aðfaranótt Black Friday, og opnaði verslunarmiðstöðin á miðnætti.  Við brugðum okkur því beint í bólið, eftir að taka upp alla pakkana, og svo þegar vaknað var um nóttina var bara skundað beint yfir götuna og í mollið…

…og eins og ég sagði – síðan voru pokarnir bara bornir beinustu leið upp á herbergi, þegar að hendurnar voru að detta af…

…innkaupagleðivíma…

…það er sko hægt að gera góð kaup á svona dögum…

…dramatísk stara yfir götuna og beint á…

…mollið “okkar” og það sem skiptir máli – The Cheesecake Factory

…í hina áttina frá hótelinu var útsýni yfir ánna og borgina…

…glæsilegt hótel…

…dömur eru við öllu búnar, og við vorum því á þeim buxum að finna eitthvað við öll tækifæri – breskt brúðkaup…

…ójá…

…og þegar dvalið er nógu lengi í sömu búðinni, telst maður sérfræðingur 😉

…herbergið var töluvert snyrtilegra þarna í byrjun…

…ommnommnomm…

…á leiðinni í “the store”…

…og já, þarna komumst við sálusysturnar að því að við versluðum báðar fyrir 214 dollara, eða eitthvað álíka, í það minnsta sömu upphæð – alltaf að gera eins…

…svo falleg borg…

…gaman að sjá hvernig gamli og nýji tíminn mætast…

..svo ákvað ég að deila með ykkur nokkrum myndum úr H&M Home…

…æðislegur púði…

…svo mikið af fallegum geymslupokum…

…krúttaraleg púðaver…

…mér fannst þessi geymslupoki æðislegur…

…nóg af mottum og renningum…

…meiri rándýr *fliss* púðaver…

..muhahahaha 🙂

…langaði svo í þessi – fékk mér þau ekki og sé enn eftir því!

…eins fannst mér þetta jóló og greinastjakinn ferlega flott…

…stjörnufegurð…

…og ég vildi líka óska að ég hefði fengið mér þessa vasa sem þarna sjást – skverlega flottir sko…

…jebb – bara í Ameríkunni…

……annar kostur við að hafa ostakökuverksmiðjuna hinum megin við veginn – nesti með heim á hótel…

…og ekki veitti af orkunni, þegar það þurfti síðan að koma þessu öllu í töskur…

…sitthvað af snyrtidóti sem verslað var…

…og já – þetta er farangur 3ja kvenna!  og það vantar eina töskuna sem var fremst og sést ekki í mynd…

…”afkastamikill í dag Jóhannes minn?”…

…svo var skellt í sig smá næringu til viðbótar…

…ástandið orðið þannig að hver einasti poki þurfti að vera vigtaður…

…en að lokum voru það þrjár sáttar, og mest af öllu sælar, vinkonur sem sneru heim á skerið.  Fátækari af vísaheimild, ríkari af reynslunni, með magavöðva úr stáli af hlátri, hættar að drekka kokteila sem innihalda ólífur og gráðosta, og allar jólagjafirnar í töskunni töskunum!

Þvílíkt ríkidæmi að eiga svona vini ❤

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

4 comments for “Boston-ferð…

  1. Margrét Helga
    17.02.2017 at 09:20

    Greinilega frábær ferð hjá ykkur! Ómetanlegt að eiga svona góðar vinkonur <3

  2. Lexí
    17.02.2017 at 11:11

    Ó en yndislegt – langar svo í svona verslunarferð.

  3. Agata
    18.02.2017 at 12:51

    Snilld. Er hótelið eitthvað búið að breyta því að það megi bara panta einn pakka frítt?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      21.02.2017 at 19:35

      tjaaa…..við hringdum áður og fengum leyfi. Pöntuðum gott betur en einn pakka og þurftum ekki að borga nema eitthvað klink. Tips-uðum reyndar vel þegar við fengum afhent! 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *