…hennar dóttur minnar var núna um helgina.
Ég verð alltaf sérlega væmin þegar að börnin mín eiga afmæli, enda eru þau algjörlega það dýrmætasta í heiminum ♥
Ég er reyndar mjög svo hlutdræg, en þessi dásemdarstúlka mín, sem setti mig í hlutverkið að vera mamma, ég bara get ekki þakkað nægjanlega fyrir hana og allt sem hún hefur gefið okkur. Hún er afskaplega góðhjörtuð, ábyrg og tillitsöm – og upplifði það sem hún kallaði “stærsta draum lífs síns” þegar hún fékk Molann okkar í hendurnar núna í seinasta mánuði…
…afmælisdagurinn í ár hitti núna á laugardag, þannig að við náðum að halda veisluna á “réttum” degi, sem er alltaf gaman…
…ég ætla að útbúa “Hvað er hvaðan?”-póst fyrir ykkur og hann kemur inn síðar, ásamt alls konar fleirum en til að byrja með langaði mig að deila nokkrum myndum…
…þegar það kom að afmælinu þá var svo sem ekkert þema – heldur bara fór ég á stúfana og fann saman nokkra hluti og setti upp…
…og hún var svona líka sæl með þetta allt saman…
…með strákana sína ♥
…og glöggir sjá kannski að það voru bara bollar á borðum, en ekki glös, því ég ákvað að vera pínu retró, og bjóða upp á heitt kakó með rjóma fyrir krakkana…
…kakan var hreint dýrlegur draumur (sem ég á eftir að tala meira um) en hún kom frá 17 Sortum (sjá hér)…
…og bragðið eftir því – naaaammm…
…nú þegar margir gestir eru væntanlegir, þá er eins gott að eiga slatta af leirtaui (húrra fyrir að vera hoarder!!)…
…og auðvitað nóg af veitingum…
…sluuuurp, nú langar mig í meiri köku!
…og þessi tvö ♥♥
…opnar fallegu gjafirnar sínar…
…og með elsku afa…
…og auðvitað ömmu og afa…
…og afa og ömmu ♥
…og svo koma fleiri myndir – einhverjar spurningar? 🙂
Megið endilega skjóta þeim inn í komment og ég skal gera mitt besta að svara öllu!
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!
Þú heldur svo flott afmæli að maður bara slefar yfir þessu öllu! 🙂 Langar oft til að reyna að gera eitthvað í líkingu við þetta en það tekst einhvernveginn aldrei… :-S En æfingin skapar meistarann, er þa’kki? 😀
Þú ert meistari meistaranna. Til hamingju með fallegu stelpuna þína og takk fyrir að deila með okkur 🙂
Yndislega fallegt! Til hamingju með stúlkuna þína. Hvaðan eru fallegu krukkurnar með lokinu?
Svoooo fallegt 🙂 Til hamingju með fallegu stelpuna þína <3
Svo flott hjá þér og dásamlegt að sjá allt skrautið sem þú notar með og já til hamingju með stelpuna ykkar 🙂
Svo fallegt og innilegar hamingjuóskir með prinsessuna 💝 Mátt alveg pósta við tækifæri bollaköku uppskrift 🎂