Svo kemur þú…

…stundum gerast hlutirnir bara allt í einu, án mikils fyrirvara.
Það gerðist hjá okkur núna um daginn – án mikils fyrirvara – að við fjölskylduna okkar bættist nýr meðlimur …

…allir saman nú: awwwwwwww…

…já – hann er sem sé svona sætur sko…

…og það eru allir fjölskyldumeðlimir hreinlega kolfallnir fyrir honum…

…Stromurinn okkar er reyndar ekki alveg sannfærður um hvað þetta er…

…en við hin, við erum að krútta á okkur – allan daginn, alla daga…

…og er það einhver furða?

…sýnist ykkur þau nokkuð vera hrifin?

…dóttirin er svo hamingjusöm, þar sem hún átti þennan draum um að eignast hvolp sem hún gæti hugsað um og sinnt – þar sem Stormurinn er full sterkur fyrir börn (og eiginlega mig líka) og ekki séns að senda þau með hann út í taumi…

…en þessi litli ljúflingur er Cavalier, þannig að hann verður ekki svo stór, og þau fá því tækifæri til þess að fara með hann í göngutúra og allt sem því fylgir…

…svona í alvöru sko!

…allir hvolparnir í þessu got fengu nöfn sem byrja á O.  Okkar yndi er sem sé hann Orfeus ♥

Við fengum samt að bæta við nafni, þar sem Orfeus er ekki mjög þjállt í munni, og eftir miklar pælingar og vangaveltur – þá er þetta hann Moli okkar…

…en það var sonurinn fann nafnið sem varð fyrir valinu…

…nú og þegar allir eru að halda á litla “barninu” – þá þarf auðvitað að halda á stóra barninu líka…

…enda er hann smár og því kjörið að skella honum í fangið 🙂

Annað en hann Moli sko…

…Stormurinn breyttist í hvolp þegar hann sá hann fyrst, og reyndi að plata hann að leika við sig…

…sem var ekki alveg auðsótt, þar sem lillinn er mjög lítill enn…

…og þegar Stormur rak upp eitt boffs í átt að honum, þá bara varð hann að kúlu og rúllaði undir sófa…

…en þeir eru alveg að læra á hvorn annann…

…og verða eflaust bestu vinir innan skamms ♥

Já, ef það tístir í ykkur yfir þessum krúttheitum, þá eruð þið á svipuðum stað og ég alla daga núna…

…pínulitlar og bleikar, og bara ónotaðar loppur…

…svo er þetta svo lítið kríli að hann þarf mikinn svefn…

…og þið vitið regluna sem nýjar mæður fá – þegar barnið sefur, þá sefur móðirin!

Ég tók þessu mjög bókstaflega…

…og það hefur farið þónokkur tími í svona knús og svefn…

..og ekki bara hjá mér…

…neinei, við erum öll svona 🙂

…hahaha…

…fyrir ykkur sem viljið fylgjast með inn á milli – þá kemur líka eitthvað inn á snappið: soffiadoggg

…og annars biður hann Moli bara að heilsa ♥ ♥

13 comments for “Svo kemur þú…

  1. Margrét Helga
    30.01.2017 at 08:24

    Awwwwww bráðn 😍😘 Hann er gordjöss! Ef ég ætti hann myndi ég ekkert gera nema bara horfa á hann allan daginn! Innilega til lukku með hann Mola ykkar!

  2. anna sigga
    30.01.2017 at 08:29

    Algjört rassgat hann Moli ♡♡ til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn 😊

  3. Inga
    30.01.2017 at 08:32

    jiminneini fæ bara tannpínu hann er svo sætur!!!

  4. Jenný
    30.01.2017 at 08:33

    Awwwwwwww yndislegur

  5. Hulda
    30.01.2017 at 08:35

    Omg snùllinn og takk fyrir krûttaðar myndir ….og vá hvað einkasonurinn hefur fullorðnast 💚❤️ Og stækkað

    Kv
    Hulda

  6. Margrét Milla
    30.01.2017 at 08:36

    Úff hvolpastokkarnir mínir emja! Til hamingju með þennan hnoðra <3

  7. Hildur
    30.01.2017 at 08:56

    Sjæks hvað hann er fallegur😍
    Cavalier hundar eru yndislegir í alla staði,ég á eina sem verður sjö ára í sumar,lítil ruby stelpa sem heitir Ísey🐶
    Til hamingju með voffabarnið

  8. Edda Björk
    30.01.2017 at 09:35

    Innilega til hamingju með þennan sæta konfektMOLA. Hann er algjört æði 🙂 Gangi ykkur rosalega vel með hann. Hann er svoooo heppinn að hafa fengið að flytja inn til ykkar. Knúz á ykkur. Eddan

  9. Anonymous
    30.01.2017 at 10:03

    ó jesús hvað maður er sætur 🙂 til hamingju með litla Molan , ég held að hann hafi verið soldið heppin með heimili 🙂 🙂 🙂

  10. Magga Einars
    30.01.2017 at 10:14

    Vá hvað hann er Moli ykkar er mikið krútt, hann sprengir alla krúttskala 🙂

  11. Elva Björg Pálsdóttir
    30.01.2017 at 13:53

    sjúklegt krútt nú langar mér í anna hund með mínum::))

  12. Guðný Klem.
    30.01.2017 at 16:12

    Nei hættu nú ! Hann er alveg nokkrum númerum of sætur ! Til hamingju með Mola litla – hann er ótrúlega fallegur 🙂

  13. Sigurborg
    30.01.2017 at 22:20

    Til hamingju með molann ykkar.
    Við fjölskyldan áttum svona par, Labrador stelpu og Cavalíer strák. Þau urðu 12 og 13 ára hjá okkur 🙂 Mikklir gleðigjafar 🙂
    En núna eigum við Cavalíer stelpu hana Sölku okkar.
    Bestu kveðjur,
    Sigurborg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *