…olrætí þen! Stundum er bara sneddí að kíkja á útsölurnar og kippa með sér fáeinum “nauðsynjum” – auðvitað mis nauðsynlegar. En þó – sumt er mjög praktískt!
Eins og t.d. þessir hérna, frekar stóru, og ferlega sæu (í nokkrum litum) gjafapokar sem kosta núna bara 90 kr, hrein snilld til þess að eiga fyrir öll þessi barnaafmæli…
…þessi hérna hilla finnst mér ferlega sæt, og er núna á útsölu. Gæti t.d. verið ferlega fín fyrir kryddjurtir og annað slíkt…
…sætar luktir á pallinn…
…og korktöflur í nokkrum mynstrum, töff í krakka eða unglingaherbergin, og kosta núna 299kr…
…eitt af því sem ég sjoppa alltaf í janúar, eru hvítar/glærar jólaseríur, þær eru snilld og hægt að nota allt árið um kring og núna er kominn enn meiri afsláttur af jóladótinu…
…púðarnir, sumir jóló – en aðrir bara hreinlega vetrar!
…ok, litlu jólatrén eru núna á 300kr fyrir 9 stk! Byrgjið ykkur upp…
…fallegar pappastjörnur…
…hreindýr – auðvitað…
…awwwww og ísbirnir…
…æðislegu stjörnurnar, eins og ég er með í eldhúsglugganum yfir jólin…
…og alls konar löberar, dúkar og diskamottur…
…glerkúplar með lituðum botni – yndislegir…
…og þessar eru sjúklega fínar – t.d. fyrir lyklana í forstofunni…
…körfur fyrir skipulagið í forstofunni eða bara barnaherberginu…
…meiri glerkúplar…
…og þessir fannst mér sérlega blúndulegir og rómantískir…
…oooooooog með ljósum…
…trésveppir…
…og lítil “marmara”hliðarborð…
…ljónaskálarnar…
…yndislegir litir á þessum…
…og þessar eru æðislegar fyrir djúsið í ísskápinn, á svona sjálf og loffit…
…hinn fullkomni litli kökudiskur, og svo má skella eitthvað af þessu glerkúplum ofan á…
…alls konar bakkar…
…og eldföst mót i fallegum litum…
…þessar fannst mér æði! Mjög líkar Margaret Rosti skálunum, og þessar eru í fullkominni stærð fyrir afganginn af gulu baununum og svoleiðis…
…glærir kaffibollar með texta…
…meira viskí…
…og auðvitað líka meiri trébretti – geggjuð á vegg fyrir listaverk barnanna…
…mér finnst þessar báðar alveg æðislegar – hvíta og gráa…
…sem og þessar – þessi hægra megin er t.d. geggjuð með pastellitum…
…þessar röndóttu eru bestu gangamotturnar…
…og þessi hvíta er ullarmotta sem ég notaði t.d. hér (smella)…
…þar sem ég er með ca 5 stóra kodda í rúminu okkar, þá finnst mér alltaf svoldið spennandi svona alls konar mismunandi koddaver með samstæðum rúmfötum…
…uppáhalds teppið…
…og hitt nýja uppáhalds – þetta er æði!
…enda er daman mín alveg að elska þetta…
…og ég var líka mjög hrifin af mörgum sængurverunum…
…við eigum einmitt þessi hægra megin og þau eru alveg yndislega góð og mjúk – draumur…
…erfiður tími fyrir púðakonu…
…þegar svona mikið er af nýjum púðum sko…
…eitthvað fyrir alla…
…þessi hérna er einstaklega fallegur með eigin augum, svo djúpir litir í honum…
…og þessi er eins og “minn” nema bara stærri – mjög flottur…
…pastel…
…og ég sýni þessar alltaf, en hey – þær eru þess virði – geggjaðar dótakörfur…
…veggsnagar…
…ljósakassi sem hægt er að skipa um texta í…
…og þessi hérna, hann er töff…
…ég fékk mér svona, og ætla að sýna ykkur hvað ég gerði við hann…
…trékassinn sem við notum sem “vegghillu”…
…geymum póst og annað slíkt…
…fallegar myndir…
…og þessi Think happy-mynd finnst mér líka alltaf falleg, plús að þetta er sennilegast eins ódýr rammi og hægt er að fá…
…þessi hér var ekta fyrir páskana, og hann var á 200kr 🙂
…riiiiiiisa rammar, og ég sé fyrir að setja t.d. bara leður innan í þá og nota sem höfðagafl…
…alls konar fínerí! ♥
Hvað rakst þú augun í? Svona sem er bráðnauðsynlegur óþarfi fyrir þig?
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Úff…rak augun í svo margt að ef ég færi að telja það allt saman upp þá myndi kommentið verða lengra en bloggpósturinn 😛 En mjöööööög margt fallegt þarna eins og alltaf 🙂
hef alltaf gaman af rúmfó pósti, Rúmfó er nefnilega líka út á landi 🙂
En ég hef ekki fundið í Rúmfó Ak. stjörnurnar eins og þú ert með. ertu nokkuð með númerið á þeim. þ.e. “lagernúmer þeirra”.
Takk takk, kíki allaf á póstinn 🙂
Er nýbúin að kaupa tvo glerkúpla með litaða botninum í Rúmfó á Akureyri og finna þeim hlutverk á heimilinu. Ætlaði líka að kaupa mér púðaver en var bent á að ég ætti nokkur slík í geymslu hjá systur minni. Verð alla vega að skoða þau aðeins áður en ég kaupi ný.