…mjög rólegt, enginn kraftur eða orka – enda held ég að við séum flest þurrausin eftir atburði undanfarinna daga.
En þá er kannski ágætt að dreifa bara huganum í eitthvað hversdagslegt – eins og bara rúnt um stofuna. Eins og glöggir hafa kannski tekið eftir í fimmtudagspóstinu (sjá hér), þá aðskildi ég arininn og spegilinn…
…þess í stað fékk stóra klukkan að koma fyrir ofan arininn, sem mér finnst bara koma fallega út…
…skemmtilega einfalt að mínu mati, og ég veit ég veit, einfalt hjá mér er örugglega maximalismi hjá mörgum 🙂
…pínurnar eru í sínum kúpli, og mér finnst ljósakúpullinn svo skemmtilegur. Þarf bara nauðsynlega að fá mér veikari peru í hann. Eins sést að hvítu hreindýrin fá að kúra áfram…
…kertastjakar, sá svarti er gamall úr Rúmfó (ca 2003) og hinir tveir eru báðir úr Góða Hirðinum, fundust í sitt hvorri ferðinni. Svo leyfi ég þessu litla jólatré að vera áfram. Mér finnst það eitthvað skemmtilega einfalt og fallegt…
…og afjóluð stofan er mig alveg að gleðja…
…sér í lagi þessi hérna vigt sem ég sjoppaði á sínum tíma í Boston…
…og jújú, eflaust foja margir, en ég nota sko bara alveg gerviblóm ef mér finnst þau falleg. Þessi hérna úr Ikea finnst mér alltaf falleg og ég er sérlega vökunarslóði, þannig að la voila! Það eru samt alveg lifandi orkídeur, eins og sést þarna í baksýn…
…en þarna kom það sér vel að eiga bakkalager, því að fyrst setti ég bara vigtina á löberinn, og hún var ekki að virka. En um leið og bakkinn kom, komst á jafnvægi og ég varð sátt…
…enn að elska þennan hvíta vasa minn, svo dásamlega fallegur með sínum skrautblómum…
…sést yfir í eitt af fáum hornum heimilisins sem breytist lítið sem ekkert…
…gamla klukkan sem varð að “Maríuhúsi” – og mér finnst hún alltaf passa bara þarna!
…og enn er ég þakklát fyrir blessaða Hyllis-hilluna sem stendur keik, og stendur fyrir sínu…
…og þar með er stofuhringur nánast kominn…
…og hvert eigum við þá að kíkja næst? 🙂
Svona almennt, í ljósi atburða seinustu daga, þá ættum við að nota tækifærið og vera bara aðeins betri! Sýnum umhyggju og nærgætni – það gerir allt indælla! Annars sendi ég ykkur bara öllum knúsa og hlýju – ég held að við þurfum öll á því að halda ❤
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Knús til baka mín kæra <3
<3
Knûs ❤️Klukkan sòmir sér vel
Kv
Hulda
Skemmtilegur póstur eins og alltaf, allt svo fallegt :-). Mér þætti gaman að sjá smá póst um bókina sem liggur þarna á stofuborðinu hjá þér (eða varstu kannski búin að sýna okkur hana og ég mist af því :-S??)
Dásamlega fallegt
Falleg klukka á arninum, hvar fékkstu gripinn? 🙂