…því að í alvöru þá held ég að flestum finnist gaman að sjá svona pósta og þeir geta veitt manni svo mikinn innblástur til frekari dáða.
Hér höfum við fyrir myndina…
…með því að halda ofni og vaski á sama stað er sparað, þar sem rafmagn og pípulagnir eru verkefni sem þarf að fá fagfólk í, og það er fljótt að ýta upp kostnaðinum…
…eins bendir Claire Staszak, sú sem hannaði eldhúsið, á að það er sniðugt að finna fyrst tæki og tól sem þú vilt hafa í eldhúsinu, því að það er auðveldara að sníða skápana í kringum þau, heldur en að verða að sætta sig við tæki sem þú ert ekki ánægð með…
…ofsalega falleg smáatriði, sem gera svo mikið. Hér er brass í ljósunum, í krananum og svo höldurnar á innréttingunni…
…áður var gluggi á vegginum við hurðina, en honum var fórnað til þess að fá betra skipulag. Stundum þar að velja og hafna. Eins bættu þau við eyju á hjólum, sem er hrein snilld í eldhúsum til þess að bæta við vinnuplássi…
…ótrúlega sniðug nýting á plássi. Reyndar skrítið að geyma kryddin svona langt frá eldavélinni, en engu síður snjöll lausn til að full nýta plássið…
…ekki vanmeta að skilja eftir vegg sem hægt er að setja á gamlan skáp, eða bara skápa sem eru að þínu skapi. Þeir gefa hellings karakter og auðvitað geta þeir tekið við helling af dóti…
…svo er þetta bara svo mikill karakter…
…þessar flísar eru sérlega flottar og gera mikið fyrir rýmið…
…svo varð ég að hafa þetta með – því það er svo sniðugt að útbúa sér svona “moodboard” til þess að gera sér í hugarlund hvernig þú vilt hafa plássið. Eftir hverju ertu að leita? Hver er draumurinn?
…ég er orðin ferlega skotin í svona svörtum neðri skápum og hvítum efri hluta – kemur ferlega fallega út…
…og svo er auðvitað nauðsynlegt að hugsa líka um plássin sem eru í kring – þetta skreytir sig ekki sjálft! 🙂
Til þess að skoða þetta nánar hér, Domino magazin smellið hér!
Design: Centered by Design, Claire Staszak
Prop Styling: Elise Metzger
Photography: Carolina Mariana
Hrikalega flott ! skemmtilegir svona póstar.
Þvílíkur munur! Geggjað eftir á! Sammála þér samt, með kryddið 🙂
Æðislega gaman að sjá svona breytingar. Kíki á hverjum degi á síðuna þína. Takk kærlega að vera svona dugleg að sýna góða og sniðuga hluti. Síðan er alveg bráðnauðsynlegt krydd í tilveruna 🙂
Alltaf gaman af svona fyrir/eftir myndum. Er sjálf að laga og endurbæta 50 ára gamla hæð og finnst ómetanlegt að skoða bloggið þitt.
Flott. Hvar er hægt að kaupa svona eyju á hjólum?
Flott. Hvar er hægt að kaupa svona eyju á hjólum?