…þið vitið hvernig þessir kærastar eru, stundum hitta þeir í mark – stundum ekki.
Ég rakst á bækling frá Ikea á netinu með nýjungum, sem ættu þá að vera koma í febrúar og eitthvað væntanlega síðar á árinu, og ákvað að deila með ykkur því sem er að heilla mig…
…fyrst og fremst er ég að dáðst að myndatökunni hérna, þetta er ferlega fallegar uppstillingar – og jú, kannski smá ó-Ikea-legar – ekki það að Ikea stilli ekki fallega upp, fjarri því sko – þetta er bara meira svona vintage og eitthvað svona spennó…
…og þó þetta sé ekki eitthvað sem venjulega heillar mig – þá fannst mér þetta voða fallegt…
…dökkir veggir í svefnherbergi eru alltaf svo kózý, og þetta rúm með geymslunni undir er hrein snilld…
…meiri dökkir veggir, falleg rúmföt og í raun eru gardínur rúmgafl á myndinni…
…ótrúlega spennandi veggljós í krakkaherbergi – mér finnst þetta æði!
…þessi stóll er líka dásemd…
…og þessir flottu púðar…
…ég er greinilega í einhverri pastellínu núna – æðislegir mjúkir og fallegir litir…
…töff gólflampi, sérstaklega heillandi með svona dökkum veggjum…
…ég þekki margar sem myndu fagna þessu körfuborði…
…vegghillur sem ég sé svooooo fyrir mér í barnaherbergi…
…þó er auðvitað rétt eins hægt að nota í stofuna, og hvíta útgáfan af þessum er snilld…
…þessar Fjallbo hillur eru æðislegar – minna mig á Vittsjö hillurnar þegar búið er að “hakka” þær…
…skrifborðið og stóllinn eru geggjuð…
…og snjallt að geta nýtt hliðarnar til þess að geyma alls konar nauðsynjar…
…og ég er vandræðalega spennt fyrir þessari Fjallbo-línu – hlakka til að skoða hana!
Hvað er að hrífa þig mest?
Til að skoða allan bæklingin – smellið hér!
All photos and copyright via Ikea.
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Litlu kassalaga hillurnar eru mest spennandi núna af því að þetta eru akkúrat litir sem drengirnir mínir fila, jú og Fjallbö línan er flott 🙂
Var að skoða listann eins og hann lagði sig og vá hvað mig langar í gráu mottuna sem er þarna inni!!! Gordjöss!!
Eg fíla litlu kassana og hvítasettið heillaði mig smá… ooh mæ lord þessi hægindastóll!! 😁😁
Reyndar er rúmið spennadi, plassið sem mig vantar alltaf fyrir auka kertastjakana 😀stefni kannski á svona rúm og strákurinn fengi fullorðins rúm í staðinn…..well gaman láta sig dreyma 😀😀😀
Rúmið með geymsluskúffunum – frábært – það vantar alltaf geymslupláss. Körfuborðið er líka flott
Sé körfuborðið fyrir mér við hliðina á stólnum mínum í stofunni. Þá væri hugsanlegt að handavinnan og kaffibollinn gætu búið í sátt og samlyndi sitt á hvorri hæðinni 🙂
Eruð þið með link á þetta nýja dót frá IKEA sem er að koma, svo maður geti flett í gegn 😉
Gunnar, þú sérð hlekkinn þarna neðst í póstinum. Þar stendur:
Til að skoða allan bæklingin – smellið hér!
http://press.ikea.se/wp-content/uploads/2017/01/IKEA_pressmaterial_varnyheter_2017.pdf