Gluggar og dyr…

…það poppaði upp svo skemmtileg umræða á SkreytumHús-hópnum í gær varðandi hvað fólk væri að safna.  Ég fór að hugsa málið, þar sem ég er nú með söfnunuaráráttu á háu stigi, um hvað það væri sem ég er helst að safna?

Þegar ég fór í smá pælingar þá varð það ansi hreint greinilegt að eitt af því sem ég stenst nánast aldrei eru svona franskar hurðar og gluggar.  Þið vitið þetta auðvitað orðið 🙂

Var að tala um þetta við frænku mína og við komumst einmitt að því að ég er hurd-er, sem er svona eins og hoarder nema með hurðum.

Þannig að ég tók til nokkrar myndir, frá seinustu tveimur árum, sem sýna hvernig ég er að nota þetta hérna heima.

Sem franskur gluggí eldhúsi, eða sem sé skáphurðar sem ég fann í Vosbúð í Vestmannaeyjum…

…og af því ég stenst aldrei svona – þá var ein aukalega sem ég notaði hérna…

…hurðin sem var að veggskrauti/ramma í hjónaherbergi…

…gamlar eldhúshurðar…

…sem fengu nýtt líf sem rennihurðar…

…lítill skrautgluggi sem fannst í Michaels í USA…

…notaður til skrauts hjá foreldrum mínum…

…ein gamall gluggi, með gleri og notaður sem rammi, og ein gömul hurð, glerlaus og allslaus…

…aðrar hurðar sem voru notaðar í eldhúsgluggann…

…þessar voru málaðar í ljósgráum kalklit…

…hurð sem fékk hlutverk ramma fyrir Instagrammyndir…

sjá hér (smella)
…vængjuð gluggalaus hurð…

…og í baksýn hjá honum Stormi okkar sést gamli glugginn…

…hurðin í svefnherberginu skreytt á jólum – stóri Paul (smella)

…og þarna er litli Paul (smella hér)

…og tvíburarnir 😉

…þannig að eins og þið sjáið, þá ferðast hurðar og gluggar um húsið…

…rétt eins og skrautið í kringum þá…

…þessi hérna, er “bróðir” instagram-rammans…

…sem sést hér fyrir neðan…

…þannig að – ef þið hafið tök á að eignast hurð eða glugga – þá skellið ykkur bara á það…

…nánast alltaf hægt að pota þessu einhversstaðar 🙂

Hér er síðan erlendur póstur um glugga innan hús – spennandi að skoða.

 ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og svo má auðvitað deila honum ef þið hafið hug á!

4 comments for “Gluggar og dyr…

  1. Margrét Helga
    12.01.2017 at 08:38

    Er alltaf á “útkíkkinu” eftir svona dásemdum, en er of rög til að bara láta vaða og kaupa þetta. Skynsemispúkinn á öxlinni á mér er alltaf með eitthvað vesen 😉

  2. Kristín Hólm
    13.01.2017 at 20:39

    Ég er alltaf að verða kræfari og kræfari að skreyta inni hjá mér, þökk sé þessari dásemdarsíðu. Gamall, franskur gluggi er eitt af því sem ég er að svipast um eftir núna í ákveðnum tilgangi en er ekki bjartsýn á að finna hann alveg á næstunni. En þangað til ætla ég að nota það næstbesta, eða gluggaramma sem bróðir minn smíðaði fyrir mig.

    Góða helgi 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      14.01.2017 at 23:56

      Ohhhh hvað þetta er gaman að heyra – áfram þú!! 🙂

      *knúsar

  3. 13.01.2018 at 22:31

    Frábærlega flottar útfærslur hjá þér, svo gaman að skoða 🙂

    Knús,
    Kikka

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *