Svona eru jólin…

…og seinasti jóladagurinn í dag og því við hæfi að klára jólapóstana, svona nokkurn vegin…

Taka bara svona léttan hring í húsinu og sýna ykkur hitt og þetta.  “Frönsku gluggarnir” eru skáphurðar sem ég fékk í Vosbúð í Vestmannaeyjum í sumar…

…fallegir túlípanar eru alltaf velkomnir á heimilið…

…séð frá stofunni og inn í eldhús – enda er þetta eitt alrými hjá okkur…

…og eins og sést glögglega – þá er húsfreyjan á þessu heimili mest hrifin af hvítu og natur í flestum skreytingum…

…en þó fá smá svona sægrænir tónar að vera memm…

…arininn í jólabúning…

…stjörnusokkahaldarana fékk ég í Target í USA núna um daginn…

…litlu tréhúsin eru úr Rúmfó…

…svo eru það þessi – æðisleg!

Ein yndislegasta kona sem ég hef kynnst bjó þessa til handa mér…

…svo ótrúlega gordjöss, ekki satt? ♥

…jólatréð okkar…

…sem er auðvitað skreytt með gömlum og nýjum gullum.  Eins og þessum englum sem koma af trénu hjá mömmu og pabba…

…þetta hreindýr stendur alltaf undir trénu, gasalega þægt og gott…

…þessar kúlur eru í miklu uppáhaldi, en ég keypti þær eitt árið í Blómaval…

…lítill strákur á rugguhesti sem litli gaur fékk eitt sinn sem pakkaskraut…

…og dama sem daman fékk, það er þeim mikið hjartans mál að setja þessa hluti sjálf á tréð – enda er það fjölskylduverkefni að skreyta…

…hnettir og sjókorn, og meira segja strumpur í baksýn…

…sveppir, kramarhús og könglar…

…og eldhúsið í jólabúning…

…greinarnar hanga uppi allt árið, en ég bæti seríum og greni í þær um jólin.  Svo eru það fallegu stjörnurnar sem gera gæfumuninn…

…stofan böðuð í kertaljósi…

…skreytingar sem eru lítil jólaævintýri vekja alltaf lukku hjá krökkunum, það hafa þó nokkrir Lego kallar fengið að leika með þessum í desember…

…einnig stendur gamla jólatréðs em kemur af berskuheimilinu hennar mömmu þarna í stofunni, en það er í það minnsta 80 ára gamalt…

…svarti skápurinn fær líka alltaf að geyma smá skreytingar…

…smá greni, sería og eitt glitrandi hreindýr skreyttu hann í þetta sinn…

…mér finnst líka frekar skemmtilegt að þegar komið er inn í húsið þá er þetta útsýnið – jólatréð okkar og jólatréð í dömuherberginu við enda gangsins…

…þá fer þetta að verða komið – svona flestir vígstaðir myndaðir og sýndir…

…svo er það alltaf þannig hjá mér, að þó það sé svo gaman að setja upp jólin – þá er það næstum enn skemmtilegra að pakka þeim niður og fá ferska byrjun á nýju ári.  En við skoðum það síðar.  Eigið góða og gæfuríka helgi ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Svona eru jólin…

  1. Kristín Hólm
    06.01.2017 at 20:45

    Sæl Soffía.

    Mér finnst alltaf sjarminn fara af jólaskrautinu mínu 2. janúar ár hvert. En foreldrar mínir höfðu það fyrir sið að láta það hanga uppi fram yfir afmælið mitt sem er 7. janúar og það hef ég líka tileinkað mér.

    Kveðja og góða helgi; Kristín Hólm

  2. Margrét Helga
    07.01.2017 at 21:29

    Svo ofboðslega fallegt hjá þér eins og alltaf 🙂 Og takk fyrir yndisleg orð í minn garð….maður bara svitnar um augun!! <3 <3 <3 Þetta er svo innilega gagnkvæmt mín kæra <3

    Knús í hús!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *