Lítið eitt á mánudegi…

…það var eitt sinn, þegar jólin voru ennþá – að ég setti þessa hérna skreytingu á eyjuna mína…

…enda er ég sérlega hrifin af svona náttúrulega um berki, könglum og öllu þess háttar…

…svo þegar ég tók af borðinu, þá ákvað ég að fleyta skreytinunni í sundur og yfir á borðstofuborðið…

…enda er um að gera að nýta svona dóterí í það sem manni langar í…

…hvort sem það er að saman eða í sundur…

…reyndar finnst mér þessi ekkert vera jóló sko, hún er meira svona vetrar…

…eina áhættan við svona flutninga er slys á hreindýrum – en þessi ræfill er búinn að brotna þrisvar sinnum yfir jólin – því ég hef verið að flytja og gleymi að taka hann af áður – talandi um að læra ekki af reynslunni…

…svo þegar við vorum með fólk í mat – þá hlutaði ég þetta bara enn meira niður og svissa sumu út og annað fer inn…

…eins ætlaði ég að leyfa ykkur að sjá smá fleiri myndir af húsabyggðinni sem spratt upp í eldhúsinu og svara spurningum sem ég hef verið að fá um það…

…þessi tvö sem eru með skrauti á þakinu eru frá Rúmfó, en það sem er lengst til hægri kemur úr Bauhaus…

…þessi tvo erum sömuleiðis úr Rúmfó, en trén eru hins vegar frá Söstrene…

…og háa húsið sem er lengst til hægri kemur frá Bauhaus…

…snjókarlinn og ljósastaurinn er hins vegar úr Rúmfó…

…og þar með er það upptalið!

Annars sendi ég ykkur bara knús inn í kvöldið!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

1 comment for “Lítið eitt á mánudegi…

  1. Margrét Helga
    09.01.2017 at 19:30

    Grey bambi litli…vonandi hvílist hann vel þarna sem hann er, og mögulega enn meira í sumar 😉 Og já….þessi hús og tré og skreytingarnar eru pottþétt vetrarskraut 😉

    Knús í hús!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *