Eldhúshornið…

…sem að ég átti eftir að sýna ykkur birtist hér.  Ég var reyndar alveg sérlega andlaus fyrir þennan póst og byrjaði á ca 4 póstum, sem ekki náðist að klára, þannig að þið gerið ykkur þetta bara að góðu í bili – vona ég 🙂

Ég flutti sem sé Monsieur Kartell í hornið á eldhúsinu, og hann er að njóta sín aldeilis ágætlega við brún/gráa vegginn…

bw2013-04-12-170906

…á bakkanum á eyjunni kúra saman alls konar kertastjakar, af ýmsum gerðum, verðflokkum og uppruna…

bw2013-04-12-200422

…t.d. er einn glær þarna úr GH á meðan hinir glæru eru Festivo-kertastjakarnir…

bw2013-04-12-200427

…þessar voru líka teknar þarna þegar sólin var að skoma upp…

bw2013-04-13-062308

…og baðaði eldhúsið gylltum bjarma…

bw2013-04-13-062323

…orkídeunar njóta sólarinnar, núna þurfa þær fljótlega að fara úr þessum glugga þar sem að það verður of bjart fyrir þær þarna yfir sumartímann…

bw2013-04-13-062341

…ohhhh börnin mím, happiness og hreindýr…

bw2013-04-13-062348

…og þannig afkrúttaðist eldhúsið.  Varð aðeins einfaldara, vonandi stílhreinna og mér bara ágætlega að skapi.

bw2013-04-13-062514

…ég veit ekki hvort að þið takið eftir því, en hér hafa tveir stjakar til viðbótar bæst við á bakkann, sjáið þið þá?

bw2013-04-13-062531

…ég keypti sem sé þessa tvo í þeim Góða á held ég 100 eða 50 kr stk…

bw2013-03-29-231136bw2013-03-29-231141

…og eftir að mála þá með brilliant málningunni frá Skrapp og Gaman….

bw2013-03-29-231752

…þá litu þeir svona út eftir málningu, og deila því plássi með Mr Fes. Mr Ti og Mr Vo…

bw2013-03-29-231741

…litla hliðar borðið hýsir hitt og þetta, að vanda.  Ég komst líka að því að það er snilld að skella bara einum sætum púða ofan í körfuna og hann felur þá blaðarusleríið sem að safnast saman þarna…

bw2013-04-14-132523

…þegar maður á fallega blúnduborða á trékefli og flott límbönd, þá er um að gera að nota það til þess að skreyta með í stað þess að loka það ofan í skúffu…

bw2013-04-14-132528

…og þarna sjást einmitt rörin sem að ég fékk mér í Hlöðunni

bw2013-04-14-132532

…og þannig var það nú!

Í næstu viku lofa ég að vera skemmtilegri, ok?  Var eitthvað batterýslaus í dag.

Ætla að reyna að sýna ykkur skemmtilegt DIY á rúmgafli, fyrir og eftir á skrifstofuherbergi, innlit, og jafnvel bara risastórt fyrir og eftir á dansskóla 🙂

bw2013-04-14-132537

Ahhhhhh….og já – jafnvel þennan hlut sem ég fann í Daz Gutez og fékk nett meikóver, getið þið giskað á hvað þetta er?

bw2013-04-15-171545

Góða helgin krúttin mín, hafið það sem allra best ♥

11 comments for “Eldhúshornið…

  1. Jana Ósk
    19.04.2013 at 08:39

    Skemmtilegri?? 😛 Þessi er æði! og allar myndirnar mjög flottar! 😉

  2. maja
    19.04.2013 at 09:19

    fallegar myndir og svo mikið dúll 🙂

  3. Svandís
    19.04.2013 at 09:22

    hmmm…. andlaus segirðu? Þetta veitti mér amk innblástur og gott betur en það 🙂
    Eitt sem ég skil samt ekki með þig og það er þessi uppröðun á bakka. Þegar ég á eitthvað sjálf að fara að dúllast með bakka þá get ég aldrei verið ánægð en þú virðist bara sjá med det same hvernig hlutir eiga að vera þar og hvar þeir eiga að vera.

    Góða helgi darling!

    • Svandís
      19.04.2013 at 09:24

      “med det samme” tölvuleiðréttingarforrit að gera mig gráhærða(ri) 😉

  4. Guðbjörg Valdís
    19.04.2013 at 09:59

    Skemmtilegur póstur hjá þér að venju 😉 Alltaf svo fallegt hjá þér eldhúsið og lampinn gordjöss!

    Eigðu góða helgi sömuleiðis 🙂

  5. Guðrún Björg
    19.04.2013 at 19:48

    Á maður sem sagt að færa orkídeuna úr sólinni, var að velta því fyrir mér. Best að forða krúttinu burt úr vorsólinni sem verður ansi heit í stofuglugganum 🙂 þetta var skemmtilegur póstur, allt farið úr GH, fann ekkert þar í dag.

  6. Anonymous
    20.04.2013 at 00:26

    Takk fyrir að venju æðislegar myndirEg giska á Kökudisk? 😉

  7. anna Sigga
    21.04.2013 at 09:15

    🙂 ég veit þetta er skartgripahengi 😉

    Skemmtilegar pælingar og flottar breytingar, góða helgi skemmtilega kona 😉

  8. Hulda
    10.05.2013 at 19:28

    Hæhæ:) Hef verið að fylgjast með síðunni þinni síðan í janúar og fynst hún æði:):)

    Langaði að spurja þig hvar þú fékkst krúsirnar undir morgunmatinn hja þer?

    :):):)

    • Soffia
      12.05.2013 at 22:36

      Sæl Hulda

      Krúsirnar fengust í Blómavali á sínum tíma, en það eru svona 3-4 ár síðan 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *