Krakkafjör…

…einu sinni, í “gamla daga” þá skrifaði ég í tímarit sem hét Fyrstu Skrefin.  Þetta var ferlega skemmtilegur tími þar sem að ég kynnist fullt af flottum konum sem að höfðu gaman af því að skrifa um börn og málefni tengd börnum.  Ég var að fara yfir dóterí í tölvunni hjá mér og fann pistil sem að ég birti hérna í denn sem bar einmitt nafnið:  Kreppufjör, og var um skemmtilega hluti sem að við getum gert með börnunum okkar og kosta ekki margar krónur, eða neinar krónur.  Vona að þið hafið gaman af því að ég breyti smá út frá vananum…

Kreppufjör
Nú á tímum “kreppunnar” þurfum við að huga að krónum og aurum.
Við hjá Fyrstu Skrefunum ákváðum því að gefa ykkur nokkrar hugmyndir að skemmtilegum helgarviðburðum.

12-www.skreytumhus.is-001 
Fjaran 

Fjaran er svo sannarlega klassísk skemmtun.  Það er alltaf ævintýralegt að fara í fjöruna og leika sér í sandinum og finna ótal gersemar sem að sjórinn hefur skolað á land.  Síðan er alltaf hægt að fara heim með fjarsjóðina og jafnvel útbúa eitthvað undursamlega flott sem jafnvel er hægt að gefa í jólagjöf. 

09-www.skreytumhus.is-004

T.d. finnið til skeljar og kuðunga og annað sem að heillar lítil kríli.  Takið allt góssið með heim og skolið vel og leyfið að þorna.  Síðan er bara að fara t.d. í Ikea, þar sem er hægt að kaupa sæta litla spegla með stórum tréramma í kring og límið á hann alla dýrgripina.  Skemmtilegt er síðan að spreyja yfir allt saman með límspreyji (látið mömmur eða pabba sjá um það) og dreifið sandi yfir svæðin sem að enn sést í ramman. 

01-www.skreytumhus.is.is-014

Nú ef þið eruð með litlar glamúr dömur eða herra, þá er um að gera að dreifa glimmer yfir allt saman.  Þetta verður súper flott.

 

Hestar og endur

Allir vilja vera umhverfisvænir, ekki satt?  Því er nú um að gera að fara með brauðið sem að í afgang verður (eða þetta sem er innst inni í frystinum og enginn veit hvenær það kom þangað) og rölta sér sem leið liggur niður á tjörn eða jafnvel bara að næsta hrossastóði sem að stendur í girðingum um allt landið.  Leyfum síðan krílunum okkar að njóta þess að gefa dýrunum brauð.  Við komumst t.d. að því mæðgurnar að sum hross vilja t.d. alls ekki rúgbrauð – gaman að þessu! 13-www.skreytumhus.is

Minjar úr stríðinu

 Hér á landi eru enn birgi frá heimstyrjaldarárunum sem hægt er að gera sér göngutúr til þess að skoða.

38-www.skreytumhus.is

  Þau eru staðsett m.a.í Hvalfirði, á Álftanesi, í Öskjuhlíðinni og  fyrir ofan Víðistaðavatn. 

23-www.skreytumhus.is-001

Hér er því kjörið tækifæri fyrir spennandi dagstund með nesti og smá sögukennslu í leiðinni.  Síðan má alltaf kippa með sér dóti og gera sér svakalega spennandi leik í leiðinni.

 

Öskuhlíðin

Öskjuhlíðin bíður upp á margt spennandi fyrir litlar manneskjur.  Þar er t.d. manngerður hver sem er látinn gjósa.  Mikið er af kanínum sem sjá má bregða fyrir þegar fetaðir eru skemmtilegir stígar í gegnum trjágróðurinn sem að þarna vex. 

06-www.skreytumhus.is

Öskjuhlíðin var eyja fyrir þúsundum ára þannig að þar má sjá menjar um gömul fjörumörk og sæbarið grjót.  Síðan er náttúrulega klassísk skemmtun að fara í Perluna og skoða allt útsýnið sem þar er. 

07-www.skreytumhus.is-001

Á þessum tímum kreppu er kjörið að taka með sér eigin sjónauka og spara sér þannig smá kostnað.

 

Heiðmörkin og hellaskoðun

Heiðmörkin er virkilega fallegur og skemmtilegur staður til þess að eyða deginum.  Þar er urmull af leiðum sem hægt er að ganga og síðan er hellar náttúrulega ofsalega spennandi.  Kjörið er því að taka nesti og vasaljós, ekki spillir ef smáfólkið á sitt eigið vasaljós, og halda af stað.  Maríuhellarnir eru staðsettir í Svínahrauni, rétt við vegamót Flóttavegar og Heiðmerkurvegar.  Þetta eru gamlir Fjárhellar sem að tilheyrðu Vífilstöðum og Urriðakoti og eru því vel manngengir. 

04-www.skreytumhus.is.is-064

Þetta getur sko orðið heilt ævintýri fyrir krakka að komast í svona leiðangur.  Nú ef að mamma og pabbi vilja gera daginn enn meira spennandi – þá er hægt að gera sér ferð daginn áður og koma fyrir litlum fjársjóðum og gera fjársjóðskort. 

18-www.skreytumhus.is.2015-006

Spenningurinn mun verða alls ráðandi.

03-www.skreytumhus.is.is-023

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

2 comments for “Krakkafjör…

  1. Erla
    17.05.2016 at 11:02

    Þessi póstur fer í bookmarks hjá mér 😀 takk takk

  2. Margrét Helga
    17.05.2016 at 11:12

    Gaman að svona hugmyndum! Maður er oft svo gjörsamlega hugmyndalaus þegar kemur að svona dagslöngum ferðum…

    Takk!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *