Jólagangur…

…eða gangur á jólum, allt eftir því hvernig við lítum á þetta.

Forstofan er komin í jólabúningin…

…í fyrsta sinn þá ákvað ég að setja grenilengju og ljós á snagana fyrir ofan.  Mér finnst það reyndar koma mjög skemmtilega út – mikil stemming…

…og skautarnir eru á sínum stað.  Þetta eru bara gamlir skautar sem ég fann í Góða Hirðinum og bætti síðan við þá blúndunni, svona til þess að dúlla þá smávegis upp…

…ég stakk síðan einni stjörnu ofan í einn skautann – skautastjarna sko…

…eins og áður, þá er kransinn hengdur upp með perlufesti, og grenilengjan er gervi og fékk í Ikea fyrir nokkrum árum…

…púðarnir eru líka báðir svona árstíðapúðar – jólapúðar – enda er fullkomlega eðlilegt að kona með púðablæti eigi púða fyrir hverja árstíð…

…hundurinn Stormur er einstakur og fæst hvergi, en honum langaði bara út að leika á meðan ég var með hurðina svona opna…

…sá minni er úr Rúmfó, og fæst þar ennþá, en sá stærri er úr H&M Home…

…huggulegir jólakallar frá Broste, reyndar orðnir nokkurra ára gamlir – en standa alltaf fyrir sínu…

…í þetta sinn hengdi ég líka nokkrar stjörnur á snagana, en þær fengust allar í Rúmfó…

…svo er líka alltaf ágætt að benda á litlu trixin, eins og þarna þá sjáið þið borðana sem lafa niður úr kransinum, vinstra megin.  Þeir skreyta, en þeir fela líka snúru sem kemur úr innstungu á bakvið kransinn – litlar einfaldar lausnir…

…fyrir þá sem hafa áhuga – þá var líka smávegis hústúr á Snapchat í gær – notendanafn: soffiadoggg…

…annars segi ég bara góða helgi – og þó að þetta sé seinasta helgin fyrir jólin, þá er mikilvægt að muna að njóta og anda og bara vera ♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

1 comment for “Jólagangur…

  1. Margrét Helga
    19.12.2016 at 23:30

    Forstofan þín gefur svo góðan forsmekk á það sem er fyrir innan forstofuhurðina…allt svooooo flott <3

    Vonandi var helgin góð! 😀 Knús í hús!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *