….hvað get ég sagt?
Í fullri hreinskilni, þá er ég sko með heiftarlegt tilfelli af bloggljótunni. Þvílíka tímasetningin fyrir slíkt sko!
En það er einhvern vegin alveg sama á hvaða pósti ég byrja eða hvað ég ætla að gera, mér finnst allt eitthvað óspennandi og ómerkilegt. Ég veit, ég veit, þetta þarf ekkert að vera merkilegt, en stundum fær maður bara leið á sjálfum sér og sínu stöffi og þarf að gefa svigrúm til þess að ná andanum.
En, hér er verið að ýta jólum upp úr öllum kossum, og mig langaði að leiða ykkur í smá hring í dömuherberginu, þó er þetta auðvitað mest allt “sama dótið” og þið hafið séð áður, en þó raðað á mismunandi á milli ára..
…undir jólatrénu kúrir bambalampinn litli, en hann er gasalega þægur og vel húsvanur…
…og litlar jólafígúrur eru búnar að tylla sér hér og þar…
…lítil tré sem skreyta hillur…
…örlítil bambakrútt…
…og litlar stelpur sem passa upp á rebbaskottin sín…
…jólatréð er enn óskreytt – daman ætlar að gera það sjálf við tækifæri – en það er komin sería á það ásamt svona sætri pappírsstjörnulengju sem við hengdum á það…
…afskaplega einfölt og sæt sem ég pantaði bara á Ebay…
…aðventuljósið er DIY-verkefni, sem er hægt að skoða (hér)…
…jóli eignaðist svona líka sætann hvutta í ár, en þessi kom úr ræktuninni Bauhaus 😉
…ég get ekki annað en brosað í hvert sinn sem ég sé risakanínuna sem dóttirin dröslaði heim frá USA núna í maí, hún er víst dóttir móður sinnar þegar það kemur að því að drösla heim hlutum sem eru kannski aðeins stærri en svona normið…
…enn ein jóladaman, ásamt burstatrjám úr silfri og smá bambi…
…og dugar ekkert minna en tveir til þrír bambapúðar á rúmið – auðvitað…
…og í hilluna fer auðvitað sitt hvað af jóladóti dömunnar líka…
…dásamlega jólahúsið…
…krúttleg tré – er einhver að sjá burstatrjáþema?
…og auðvitað jóladagatalið sem telur niður dagana til jóla með krökkunum…
…jólastelpur standa ofan á skápnum…
…og mér finnst þessi jólasokkur sem ég verslaði í útlöndunum alveg hreint hrikalega krúttaður…
…ofan á skemlinum er einmitt jólaskrautið sem á eftir að hafa á tréð…
…á stólnum er vængirnir sem voru notaðir á hrekkjavökunni í fyrra, og það er um að gera endurnýta þetta dót sem maður kaupir í svona búninga í sitthvað skemmtilegt…
…og þá erum við komin heilan hring!
…Ég fer í það að hrista af mér bloggljótuna, og þið – þið lofið mér bara að njóta dagsins ❤
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og svo má auðvitað deila honum ef þið hafið hug á!
Yndislegt herbergi 🙂 Takk fyrir jólarúntinn í því!
En…eins yndislegt og mér finnst að lesa pósta frá þér og skoða hvað þú ert að bardúsa og bralla, þá finnst mér líka allt í lagi að þú takir þér smá andrými (en bara smá, skoh 😉 ) þegar bloggljótan knýr dyra. Anda bara rólega inn og út og slaka á…við hérna megin við skjáinn lifum það alveg af (þótt það geti verið erfitt…svolítið eins og að bíða eftir jólunum þegar maður er barn, spennan og tilhlökkunin að drepa mann 😛 En, mín kæra…njóttu þess að vera til, að vera með fjölskyldunni og aðventunnar. Við hin bíðum þolinmóð…eða bíðum a.m.k. 😛
Knús í hús mín kæra! <3