…af því að ég brá mér til Boston í lok nóv, og átti hreinlega alltaf eftir að deila þessu með ykkur…
…allir þessir fallegu jólasokkahaldarar…
…ég fékk mér t.d. þessa hérna með stjörnunum…
…og allir þessir sokkar sko – úrvalið er nóg til þess að æra óstöðugar jólakonur, eins og mig 🙂
…meira segja hægt að fá með upphafsstaf hvers og eins, nema auðvitað þú heitir Ævar eða Þóra, þá er erfitt að finna þetta í USA…
…og jólatrén, löng og mjóg, feit og stutt – allar gerðir…
…og auðvitað jólaskraut fyrir allar týpur…
…hææææ – þarna er kona að taka mynd af kúlu…
…þessir voru alveg óttaleg krútt…
…og stafirnir flottir, með litlum ljósum í…
…awwww…
…hvít tré…
…hér erum við aðeins komin úr jólum, en æðislegt tjald í krakkaherbergin…
…hvít hreindýr og mosatré = kát Soffia…
…bætum við smá barkartrjám, og enn kátari Soffia…
…allar þessar snjókúlur og kransinn – rosalega er erfitt að vera með takmarkaðann farangur sem má koma heim…
…þessi hérna – mér finnst þau æði…
…og stjörnulengjan, ég sé enn eftir að hafa ekki keypt hana…
…myndarammar og þessi sem er eins og gluggi er enn uppáhalds…
…og svo flottir allir þessir sem eru baklausir…
…jóló púði…
…fleiri kransar…
…mér fannst líka allar þessar fígúrur frekar heillandi…
…sérstaklega þessi hérna…
…endalaust til af fallegu…
…alls konar veggskraut – en þetta gæti líka verið auðvelt DIY…
…svo mikið af spennandi hillum og snögum…
…í alvöru – af hverju má ég ekki taka náttborð með heim í handfarangri?
…tjaaaa eða bara 2-3 stóla…
…þessi fannst mér ferlega töff…
…fyrir ykkur sem eigið glerkrukkur og vitið ekkert hvað á að vera í þeim – þá er bara heil hilla af krukkufylliefni…
…og lampar…
…það væri nú ekki leiðinlegt að skella þessum upp í krakkaherbergjunum…
…jólaglerkrukka – þar dreg ég mörkin, kannski 🙂
…sætir diskar, og svo sérstaklega fallegar skálarnar í hillunni fyrir neðan…
…servéttuhringir…
…og lööööberar, svo margar…
…trén fíla ég, en hausana ekki svo mikið…
…veiiiiii burstatré!
…frekar sætur…
…nú minn innri skipulagsperri dansaði stríðsdans við fagurkerann sem býr innra með mér – hér sameinast þeir í trylltum dansi…
…eins og þessi…
…og þessar hérna…
…svo eru það rúmteppin sko…
…og púðarnir…
…eins og þessi langi sæti hérna…
…bangsa púði…
…og rebbinn hreint æðislegur…
…sjáið hann bara á þessu æðislega rúmsetti…
…mig langaði svo í þessa á rúmið hjá dömunni minni…
…og mig dauðlangaði í jakkaföt á eiginmanninn, ef hann væri bara ekki 2m langur og nánast ómögulegt að kaupa svona án þess að máta…
…það er svo gaman að fara í Target – þarf síðan að mynda það sem ég tók með heim og sýna ykkur, svona áður en ég pakka því niður.
Verst að það vantar þriðju skyttuna á þessa mynd, en var myndasmiðurinn 🙂
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni🙂
Vá hvað ég hefði þurft að borga yfirvigt ef ég hefði farið þarna inn!! 😮 Þvílík dásemd!!! Þessir hvítu snjókarlar voru til dæmis alveg að tala til mín!!! 😉
Note to self: Ef ég fer einhverntímann til USA fyrir jólin þá fer ég bara með auka nærföt og tannbursta með mér…EKKERT annað til að hafa nóg pláss fyrir allt góssið 😛
hey… min kæra hitti þig í mollinu hefðu betur bara elt þig… ég fór í litla Target búð þarna og það var bara ekkert til….. næst kem eg með þér 😜😜😜
lov it… TARGET líka 🙂
lov it… TARGET líka 🙂
Við vorum líka í USA á þessum tíma, elska Target 🙂