Dagarnir…

…líða alltaf hraðar og hraðar með hverju árinu.  Þar að auki virðist eitthvað gerst í nóvember, og sérstaklega desember, að tíminn flýgur í ofurgír.

Ég tók því saman nokkrar myndir úr síma, svona til þess að deila með ykkur hvað hefur á daga okkar drifið…

…í nóvember átti elskulegur eiginmaðurinn afmæli og því var fagnað á rólegan og ljúflegan máta, svona eins og þessum milda manni mínum hentar best…

…en við erum nú ansi hreint heppin öll að eiga hann, á því er enginn vafi

…skömmu síðar hélt Karlakórinn Fóstbræður upp á 100 ára afmæli með tónleikum.  Ef þið takið eftir manninum á myndinni þarna fyrir ofan kórinn, hægra megin, þá er þetta hann pabbi minn með litlu bartana sína 🙂

…hann hefur verið í kórnum núna síðan hann var 17 ára, eða í ein 64 ár.  Hann var meira segja einn af 14 Fóstbræðrum, sem voru nú ansi hreint heitir hérna í denn…

…kvennastapinn, og hinir, fjölmenntu á tónleikana til þess að hvetja “gamla”…

…og auðvitað þessi líka…

…og svo fór þetta fína foreldrasett mitt á djammið, eða í það minnsta í hátíðakvöldverð.  Það er nú í lagi að vera svona glæsilegur í kringum 80 ára aldurinn sko… ♥

…svo var farið í piparkökumálun í skólanum, auðvitað…

…og Stormurinn hélt áfram að haga sér dólgslega 🙂

..svo ef einhver hefur prufað Faceswap á Snapchat – þá kom þetta snilldar faceswap í kjölfarið á myndinni hér að ofan.  Ég þurfti nánast áfallahjálp af hlátri…

…litli gaurinn víkkar sjóndeildarhringinn og nýjar hetjur bætast við Batman og félaga…

…mamman föndraði og föndraði…

…og brá sér meira segja erlendis, þarf að sýna ykkur betur frá því…

…nú og í utanlandsferðum er dásamlegt að fá svona skilaboð reglulega að heiman ♥

…og svo kom að því…

…svo var jólað…

…og ég komst að því að Skógræktarfélag Íslands á ekki séns í mig…

…eldgamlir vinir kíktu upp úr kössum…

…og elsta skrautið mitt fór á sinn stað…

…glugginn settur í jólabúning…

…alltaf á ferð og flugi…

…kíkt í smá kaffi hjá ömmu og afa…

…og loks fékk afinn einhvern sem nennir að glápa á fótbolta með honum 🙂

…meiri matur hjá ma og pa…

…og aðeins skreytt hjá henni lille mor minni…

…en hún vill alltaf fá litla barnið sitt heim að skreyta fyrir sig…

…stór stund, og fyrsta tönnin LOKSINS farin…

…og börnin þurftu bráðnauðsynlega að eignast jólapeysur 😉

…og auðvitað jólahúfur sem þurftu að fara með líka…

…jólin sett upp í dömuherberginu…

…og smá í hjónaherberginu…

…skelltum okkur á óvænta Baggalútstónleika, og í þetta sinn með krakkana með okkur.  Skemmst er frá því að segja að þau elskuðu þetta alveg – fannst svo ótrúlega gaman…

…annars er verið að leggja lokahönd á skreytingar innanhús, og ég þarf að mynda þetta í björtu og deila með ykkur fljótlega…

…að utan sem innan…

…í gær settum við upp jólatréð – en svo þarf bara að klára að skreyta það með krökkunum síðar í dag.

Svo er alltaf hægt að fylgjast með á Snapchat – fyrir áhugasama – en þar er notendanafnið: soffiadoggg.

Annars bara knús inn í daginn og hafið það sem best ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og svo má auðvitað deila honum ef þið hafið hug á!

 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Dagarnir…

  1. Margrét Helga
    13.12.2016 at 09:02

    Yndislegur upprifjunarpóstur 🙂 Greinilega mikið sem á daga ykkar hefur drifið! Og ofboðslega skrifar drengurinn þinn vel!

  2. Þórný
    13.12.2016 at 09:21

    Ohhhh hvaða þetta er allt fallegt hjá þér 😀

  3. Kolbrún
    13.12.2016 at 12:29

    já brjálað að gera hjá stórfjolskyldunni og æði að sjá allt jóla jóla

  4. Birgitta Guðjons
    13.12.2016 at 16:43

    Greinilega nóg fyrir stafni hjá þér….fallegar og frábærar skreytingar hjá þér eins og ávallt…..eru hugmyndirnar óþrjótandi….?….Eiigðu góða vinnuviku og njóttu þín áfram….ert greinilega á réttri grein….

  5. Þorbjörg Gunnarsdóttir
    13.12.2016 at 21:47

    Ótrúlega fallegt allt saman! Og yndislegir foreldrar þínir.
    Kveðja, Þorbjörg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *