Allir fá þá eitthvað fallegt…

…í það minnsta kerti og spil.  Nú og ef þú ert ekki sátt/ur við svoleiðis gersemar, þá ertu vonandi ánægð/ur með innpökkunina 😉

Á morgun, laugardag – á milli kl 12-14 – þá verð ég í Rúmfatalagerinum á Smáratorgi, og ætla að pakka inn nokkrum jólapökkum og gefa hugmyndir að pakkaskrauti og þess háttar.  Þannig að í þessum pósti deili ég með ykkur nokkrum hugmyndum og innpökkunum, svona til þess að hita upp fyrir morgundaginn…

07-www-skreytumhus-is-006

…allt efnið í þessum pósti er því úr Rúmfó, en eins og alltaf, þá finnst mér gaman að týna saman sitthvað lítið til þess að hengja á pakkana og skreyta þá…

1-www-skreytumhus-is-08

…og þó að hér séu reyndar kúlur úr Rúmfó, þá er ekkert sem stoppar mann í að nota sitthvað sem til er heima fyrir – endurnýta eldra jólaskraut…

02-www-skreytumhus-is-001

…ég var mjög svo skotin í þessum bjöllum, sem voru bæði til í hvítu og silfur…
05-www-skreytumhus-is-004

…svo voru auðvitað alls konar borðar…

09-www-skreytumhus-is-008

…þessi hérna finnst mér líka æðislegir – ódýrir og töff…

63-www-skreytumhus-is-13

…svo er það pappírinn, ýmis konar fallegur pappír sem ætti að henta sem flestum…
14-www-skreytumhus-is-013

…þessi pappír er í miklu uppáhaldi, og hérna með svörtu snæri og nokkrum bjöllum…

15-www-skreytumhus-is-014

…þannig að hann klingir mjög jólalega…

16-www-skreytumhus-is-015

…þessi pappír er líka extra þykkur, og er rauður með doppum á hinni hliðinni – sem er mikill plús…
19-www-skreytumhus-is-018

…en ég er sem sé ein þeirra sem er ekki á þeirri bylgjulengd að hafa alla pakkana alveg eins og of stílísseraða.  Ég vil frekar vera með skrautlega og skemmtilega pakka fyrir krakkana…

67-www-skreytumhus-is-41

…og reyni svo að hafa þá auðvitað fallega og með borðum og öðru skrauti…

68-www-skreytumhus-is-44

…hér fékk t.d. forvitin ugla að tylla sér smá…

69-www-skreytumhus-is-48

…hér er sami pappírinn, nema bara snýr rauðu hliðinni upp.  Síðan klippti ég renning af jólamynstrinu og setti utan um…

33-www-skreytumhus-is-032

…snær og stjarna setja síðan punktinn yfir i-ið…

34-www-skreytumhus-is-033

…lítill og einfaldur…

20-www-skreytumhus-is-019

…svo fallegur pappír…

25-www-skreytumhus-is-024

…og lítill borði með stjörnum og skraut með…

26-www-skreytumhus-is-025 …þessi er svona fremur klassískur, snæri og blúnduslaufa og smá skraut með…

23-www-skreytumhus-is-022

…alltaf smá skraut með sko 🙂

24-www-skreytumhus-is-023

…silfur og snjór…
35-www-skreytumhus-is-034

…en þessi snjókorn eru úr svona frauði, súper létt…

36-www-skreytumhus-is-035

…svartur og silfur…

39-www-skreytumhus-is-038

…og smá silfur könglar með…

41-www-skreytumhus-is-040

…hér er fallegi pappírinn með jólaseríunum á, nema bara búið að snúa honum við…

42-www-skreytumhus-is-041

…smá borði með og fjöður og svona líka skemmtileg lítil viðarskilti

44-www-skreytumhus-is-043

…en mér fannst fjaðrirnar og stjörnurnar æði…

64-www-skreytumhus-is-16

…svo er til pakki með míní pappastjörnum, og mér fannst alveg kjörið að líma eina þeirra niður á einn lítinn pappa…

45-www-skreytumhus-is-044

…það væri meira segja hægt að kaupa líka stórar á stóra pakka… 47-www-skreytumhus-is-046

…og fallegar gjafaöskjur…

03-www-skreytumhus-is-002

…sem eru líka alltaf snilld…

48-www-skreytumhus-is-047

…ég tók svona strigarenning (sem væri reyndar líka kjörinn í borðskreytingar) og klippti hann niður…

04-www-skreytumhus-is-003

…skellti utan um kassann og vafði með snæri… 49-www-skreytumhus-is-048

…svo var það bara smá bling, svona nett til þess að kæta krummann, og snæri bundið í slaufu…

50-www-skreytumhus-is-049

…einfalt og fallegt – ekki satt?

52-www-skreytumhus-is-051

…síðan voru til svona sætir ódýrir kassar, alveg ótrúlega krúttaðir í barnaherbergið – botninn er laus og ég setti bara pakkann undir botninn sem fylgir með…
58-www-skreytumhus-is-057

…síðan var hægt að stinga nokkrum litlum böngsum með og þá verður lítil krilla kát á jólum…

59-www-skreytumhus-is-058

…en best er að hver geri svona innpakkanir bara eftir eigin höfði.  Sumir vilja flóknar flugeldasýningar, meðan að einfaldleikinn er það sem blivar hjá þeim næsta.  Það er enginn að segja að allir pakkar þurfi að vera krullaðir upp úr öllu valdi, en ef þú hefur gaman af því að dúlla þér í þessu – þá er núna rétti tíminn 🙂

55-www-skreytumhus-is-054

Annars vonast ég bara að sjá sem flesta á Smáratorginu á morgun – Rúmfatalagerinn kl 12!

Til þess að skoða svipaðann póst frá því í fyrra, smella hér!

53-www-skreytumhus-is-052

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *