Dásamlegar skreytingar…

…ég var á rambi í netheimum og rakst á svo fallegar aðventuskreytingar hjá Femina.dk.  Mér fannst því kjörið að deila þessari fegurð með ykkur!

Þar sem þetta kemur frá Danaveldi þá kemur ekki á óvart að það sé notast við lifandi greni og annað slíkt.  Hér er Kubus stjakinn skreyttur á mjög svo fallegan, en þó einfaldan máta…

1547-adventskrans-1

…súper einfalt!  Fjögur kerti, hvíttaðir könglar, þykkblöðungar og eitt og annað smálegt.  Þessi tekur ekki langan tíma…

1547-adventskrans-2

…mér finnst þessi yndis!

Lurkur sem hefur fengið hlutverk kertastjaka, örlítið af greni, könglum og lítið hreindýr…

1547-adventskrans-3

…bakki, heill hellingur af kertum (ég giska á 24 stk) og greinar af snjóberjum.  Fallegt er það…
1547-adventskrans-4

…þessi er næstum eins og geislabaugur.  Fullkomin þar sem er lítið borðpláss.  Sýnir það líka enn og aftur að við þurfum ekki að festa okkur í kertunum fjórum, það má leika sér með fjöldann…
1547-adventskrans-5

…þetta er minn uppáhalds!

Þetta er aðventukrans fyrir blómaskreytinn í mér sem tekur andköf af fegurðunni.  Eucalyptus, rósir, ber og annað slíkt – dásamlegur! ❤
1547-adventskrans-6

All photos and rights via Femina.dk

 

1 comment for “Dásamlegar skreytingar…

  1. Margrét Helga
    07.12.2016 at 08:12

    Virkilega fallegar aðventuskreytingar 😀 Það er á “tú dú” listanum hjá mér að gera svona drumbastjaka við tækifæri 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *