…ég var á rambi í netheimum og rakst á svo fallegar aðventuskreytingar hjá Femina.dk. Mér fannst því kjörið að deila þessari fegurð með ykkur!
Þar sem þetta kemur frá Danaveldi þá kemur ekki á óvart að það sé notast við lifandi greni og annað slíkt. Hér er Kubus stjakinn skreyttur á mjög svo fallegan, en þó einfaldan máta…
…súper einfalt! Fjögur kerti, hvíttaðir könglar, þykkblöðungar og eitt og annað smálegt. Þessi tekur ekki langan tíma…
…mér finnst þessi yndis!
Lurkur sem hefur fengið hlutverk kertastjaka, örlítið af greni, könglum og lítið hreindýr…
…bakki, heill hellingur af kertum (ég giska á 24 stk) og greinar af snjóberjum. Fallegt er það…
…þessi er næstum eins og geislabaugur. Fullkomin þar sem er lítið borðpláss. Sýnir það líka enn og aftur að við þurfum ekki að festa okkur í kertunum fjórum, það má leika sér með fjöldann…
…þetta er minn uppáhalds!
Þetta er aðventukrans fyrir blómaskreytinn í mér sem tekur andköf af fegurðunni. Eucalyptus, rósir, ber og annað slíkt – dásamlegur! ❤
All photos and rights via Femina.dk
Virkilega fallegar aðventuskreytingar 😀 Það er á “tú dú” listanum hjá mér að gera svona drumbastjaka við tækifæri 🙂