Jólakassar…

…voru dregnir niður af háaloftinu í fyrradag.  Hrúgað niður í tonnatali – eða svo gott sem.  Engu síður þá er enn ýmislegt “bráðnauðsynlegt” *hóstégáviðjólaskrautsvandamálaðstríða* að bætast við jólaflóruna, sem var þó þegar orðin fjölbreyttari en flestra…

39-www-skreytumhus-is-038

…ég brá mér víst til Boston um daginn, og þar keypti ég þetta líka “litla” fat á eldhúsborðið.  Það er svo lítið að mér datt helst í hug að setjast í dallinn og róa því bara heim 🙂

02-www-skreytumhus-is-001

…í því eru síðan stóru kertin frá Rúmfó, með tölunum frá stóru klukkunni, og í kring setti ég sérlega fallega gervigrenigrein sem er reyndar líka úr Rúmfó…

03-www-skreytumhus-is-002

…ég er líka sérlegur aðdáandi þessa gamaldags “burstatrjáa” sem þið sjáið þarna.  Finnst þau alveg yndisleg…

11-www-skreytumhus-is-010

…enda nota ég þau hreint ótæpilega…

14-www-skreytumhus-is-013

…t.d. í glerkrukkunum…

15-www-skreytumhus-is-014

…og með dass af snjó – vetrarríki og fegurð…

16-www-skreytumhus-is-015

…fallegu stjörnurnar mínar eru komnar í gluggann, þriðja árið í röð – enda er ég alveg heilluð af þeim…

19-www-skreytumhus-is-018

…ég rakst líka á þennan aðventuhring í Rúmfó, sem hægt er að hengja upp ef maður vill…

05-www-skreytumhus-is-004

…ég stakk bara örlitlum afgöngum af gervigreni inn á milli…

06-www-skreytumhus-is-005

…bara svona rétt tyllti því, en eins væri hægt að nota alvöru…

07-www-skreytumhus-is-006

…skellti þessu á tréplatta sem ég átti fyrir og setti stjörnu í miðið…

08-www-skreytumhus-is-007

…dass af gervisnjó og lítið jólakraftaverk á sér stað…
20-www-skreytumhus-is-019

…ferlega fallegt í einfaldleika sínum…

22-www-skreytumhus-is-021

…en svo sá ég líka þessar leðurreimar…

28-www-skreytumhus-is-027

…og ákvað að bæta þeim við og einn lítil bangsi fékk að fljóta um á stjörnunni í miðið…

29-www-skreytumhus-is-028

…krúttið á honum sko…

30-www-skreytumhus-is-029

…og tölurnar eru svo fallegar og rustic…

31-www-skreytumhus-is-030

…einnig rakst ég á þessi hérna, 100% bómull og ég á bara eftir að mynda þau í björtu til þess að sýna ykkur…

32-www-skreytumhus-is-031

…mér finnst þau alveg draumur…

33-www-skreytumhus-is-032

…svo fer að líða að því að skómennirnir fari á stjá, og þetta finnst mér æðislegt fyrir svoleiðis gaura…

23-www-skreytumhus-is-022

…alveg hreint ævintýraleg…

24-www-skreytumhus-is-023

…rebbakrútt…

25-www-skreytumhus-is-024

…og ég er mjög spennt að prufa að setja körfuna utan um jólatrésfótinn þegar tréð fer upp…
34-www-skreytumhus-is-033

…stjörnusjúka konan setur upp enn meiri stjörnur…

35-www-skreytumhus-is-034

…og í þetta sinn í ljósið yfir eldhúsborðinu – en meiri myndir af því síðar…

40-www-skreytumhus-is-039

…en eins og sést, þá eru jólin að koma upp smám saman…

36-www-skreytumhus-is-035

…lítil jólaþorp sem eru að spretta upp…
38-www-skreytumhus-is-037

…og verða sýnd betur á næstu dögum…

13-www-skreytumhus-is-012

…en í dag verð ég síðan í Rúmfatalagerinum á Selfossi frá kl 13 – og flest sem þið sjáið þessum pósti kemur einmitt úr Rúmfó.

Ég ætla að stilla upp og jóla smá þarna, og hlakka til þess að sjá sem flesta…

page

…annars segi ég bara njótið helgarinnar og að jólast eitthvað ♥

41-www-skreytumhus-is-040

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

10 comments for “Jólakassar…

  1. Anonymous
    03.12.2016 at 08:16

    Hæ, hvaðan eru sængur fötin ?
    Sigurborg

    • Soffia - Skreytum Hús...
      03.12.2016 at 10:00

      Sæl Sigurborg,
      þau eru líka úr Rúmfó – 100% bómull og dásamlega mjúk og þægileg ♥

      kv.Soffia

  2. Anonymous
    03.12.2016 at 10:56

    Hvaðan eru stjörnurnar í eldhúsinu og líka þessar í kassanum
    Kveðja Guðrún 😊

    • Soffia
      03.12.2016 at 14:04

      Allar úr Rúmfó 😉

  3. Ragnhildur
    04.12.2016 at 08:02

    Sæl Soffía.
    Mikið er þetta nú alltaf fallegt hjá þér. Mig langar að forvitnast hvar þú fékst körfuna undir jólatréð. Er ekki botn í henni?
    Bestu jólaskreytingakveðjur 😊

  4. Inga kr
    07.12.2016 at 22:06

    Hæ Soffía
    Takk fyrir alla póstana þína ! Ég fá óteljandi hugmyndir frá þér !
    Má eg spyrja, hvar fékkstu leðurreimarnar með hjörtunum eð tölustöfunum ?
    Bestu kveðjur og hafðu það ætið sem best ! +
    Kveðja Inga

    • Soffia - Skreytum Hús...
      10.12.2016 at 01:51

      Þakka þér bara sömuleiðis Inga Kr.

      Leðurreimarnar og hjörtun eru líka úr Rúmfó, minnir 299kr allt saman 🙂

      kv.Soffia

  5. Kristín
    08.12.2016 at 09:41

    Sæl og takk fyrir frábærar hugmyndir!
    Hvar færðu þessi gamaldags burstatré? Ég er búin að leita út um allt!

    Bestu kveðjur, Kristín

    • Soffia - Skreytum Hús...
      10.12.2016 at 01:50

      Sæl Kristín 😉

      Trén fást td. í Rúmfó, stór pakki með nokkrum stærðum. Svo sá ég líka stærri týpur í Hagkaup núna um daginn.

      kv.Soffia

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *