…er enn í fullum gangi og því enn tækifæri að taka þátt!
SkreytumHus og Gies-kerti eru með aðventuleik og með því að taka þátt í honum, þá getur þú unnið 100.000 kr inneign í Bónus.
Leikurinn er á þennan veg:
- Kaupa aðventukertin frá Gies í næstu Bónusverslun. Kertin eru sérmerkt leiknum, og kosta aðeins um 980kr öll fjögur.
- Haltu til haga strimlinum sem sýnir að kertin voru keypt í Bónusverslun – líka snjallt að smella af mynd af strimlinum til öryggis.
- Þessi kerti notar þú svo til þess að gera þína eigin aðventuskreytingu eða krans, allt meðlæti er algjörlega frjálst.
- Mynd sem tengist þessum leik verður sett inn á SkreytumHús-hópinn á Facebook, og undir henni setur þú þína mynd – HÉRNA!
Leikurinn stendur frá 20.nóvember – 4.desember - Sigurvegarinn verður valinn af dómnefnd óháðra aðila, Soffia hjá SkreytumHús, og like-in á myndunum í hópnum fá að spila einhverja rullu.
Í enn styttra máli, vera í hópnum SkreytumHús á Facebook, gera sér skreytingu með kertunum og setja inn mynd hér:
Smella hér!
Nú um daginn gerði ég síðan nokkra kransa með Gies kertunum, og sýndi ykkur – það var hér – og ég tók drumba skreytinguna, skellti henni á nettan bakka og flutti inn í stofu…
…og núna er litla hreindýrahjörðin á leið um bakkann og eitthvað að gerast hvar sem litið er á…
…sko til…
…er hún ekki falleg…
…og litla krúttið!
Svo langar mig að deila nokkrum af krönsunum/skreytingunum sem komnar eru nú þegar í leikinn – en þetta er bara brot af flórunni og valdar af handahófi.
Enn og aftur – til þess að vera með: