Mánudagsmorgun…

….um daginn þá sýndi ég ykkur dásemdar jólabæklinginn frá Söstrene Grene (sjá hér).  Hann var alveg smekkfullur af fegurð eins og við er að búast.  Ég hafði fengið myndirnar sendar áður en bæklingurinn var opinber (mikil upphefð fannst mér) og ég þakkaði dönsku dömunni sem sendi mér myndirnar í tölvupósti.  Auðvitað dásamaði ég alla þessa fegurð og hún var svo yndisleg að senda mér nokkra hluti sem mig langar að deila með ykkur myndum af…01-www-skreytumhus-is

…ég féll auðvitað alveg fyrir íkornunum…

03-www-skreytumhus-is-002

…enda algjör yndi, og öll þessi fallegu postulínstré…

07-www-skreytumhus-is-006

…mér finnst ótrúlega fallegt að blanda saman litunum og týpunum…

02-www-skreytumhus-is-001

…og þau eru hvert öðru fallegra…

04-www-skreytumhus-is-003

…á erfitt með að velja uppáhalds…

05-www-skreytumhus-is-004

…og eins og sást kannski á þessari mynd, þá færði ég þau líka…

38-www-skreytumhus-is-037

…og setti þau við hvíta þorpið mitt á skenkinum…

12-www-skreytumhus-is-011

…en ef þið eruð að velta þessar vigt fyrir ykkur, þá er þetta einn af þessum bráðnauðsynlegu hlutum sem ég bar með mér heim frá útlöndum…

09-www-skreytumhus-is-008

…dósirnar eru líka alveg æðislegar – og láta sko allar búðarkeyptar kökur líta út fyrir að vera heimabakaðar…

11-www-skreytumhus-is-010

…ekki satt?

12-www-skreytumhus-is-011

…og svo fallegir litirnir í þeim…

14-www-skreytumhus-is-013

…sko boxunum, ekki kökunum…

16-www-skreytumhus-is-015

…annars voru þær líka góðar 🙂

Heimabakaðar hjá Frón…

17-www-skreytumhus-is-016

…annars er það bara mánudagur, og minna en 20 dagar til jóla!
Eigið yndislegan dag ❤

19-www-skreytumhus-is-018

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

4 comments for “Mánudagsmorgun…

  1. Margrét Helga
    05.12.2016 at 08:07

    Þessi tré eru bara æði 🙂 á nokkur…og þessi box eru algjör dásemd <3 Og vigtin er náttúrulega bara gordjöss!

    Takk fyrir mánudagspóstinn 🙂

  2. Sigríður Lilja
    05.12.2016 at 14:14

    Takk fyrir þetta, fallegt.
    Hvar fékkstu þessi fallegu hús?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      07.12.2016 at 12:30

      Takk Sigríður,
      húsin eru úr Rúmfó, öll nema tvo þeirra úr Bauhaus 🙂

  3. anna sigga
    05.12.2016 at 19:47

    Ómægod þessi tré!!!!!! ILOVETHEM 😍😍😍😍💖💖💖💖
    Vildi að þessi yndisbúð væri líka til á Ak 😀😀

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *