…eins og þið sem fylgist með á Snappinu (notendanafn: soffiadoggg) hafið kannski tekið eftir, þá er ég búin að vera í alls konar viðsnúningum hérna heima. Það er alltaf þannig að ég er til friðs í smáááá tíma, svo er eins og ég fái allt í einu nóg – og þá bara þarf að snúa við og laga. Það bara þarf!
Ég ætla einmitt að deila nokkrum myndum en í dag bara lítið eitt.
Ef þið trúið því, þá er ég lítið farin að skreyta hérna heima – eða lítið á “mínum” skala. En ég er svoldið á því að taka ekki einu sinni allt jóladótið upp í ár, vera frekar með alls konar lítil tré, nóg af kertum og hvítum seríum og bara svona”minimalísk á Soffiu-skala”. Sem er sennilegast nóg til þess að valda uppköstum hjá alvöru mínimalista.
En annars, leyfa ykkur að sjá svona mini-vetrar-smá-jóló-skraut sem ég er byrjuð að setja upp…
…eins og á eldhúsborðinu er bara látlaus löber og einfaldleikinn sem ræður ríkjum…
…hvítar könnur með smá gervigreni, tréplatti með örlítilli snjóföl (nema bambakrúttið sé með svona mikla flösu?)…
…gæruskinnið sér um að bekkurinn er alltaf kózý og býður upp á notalegan stað fyrir krakkana til að byrja daginn sinn…
…og svo er kertaljósið alltaf ómissandi, það verður bara allt betra…
…svo mikið betra…
…annars fékk ég líka smá hugmynd – þegar ég horfði á þetta jólatré sem ég fékk mér úr Rúmfó…
…náttúrulega með því að skella því bara á hliðina…
…þá er maður komin með svona líka jóló bakka, fyrir skraut eða jafnvel osta…
…það getur nú alveg verið sætt sko!
…sama með tréstjörnurnar, skella þeim á hlið og kerti ofan á…
…annars vona ég bara að þið eigið yndislegan dag…
…farið vel með ykkur sjálf og komum fram við aðra, eins og við viljum láta koma fram við okkur sjálf ❤
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!
Kósý og byrjað að verða jóló hjá þér 🙂 En hugmyndin með Rúmfó jólatréð er góð…Ætli þetta virki líka með alvöru jólatré? Að láta þau á hliðina og skreyta svo?? 😛 Hlakka til að sjá þegar meira jóló bætist við!! 🙂
Knús í hús!
Kæra Soffía ! Alltaf jafn-gaman að skoða hjá þér . Hlakka til jólanna og sjá hvað þér dettur skemmtilegt í hug með skreytingum . Þú veitir mér alltaf innblástur !
Bestu kveðjur til þín og hafðu það gott í aðdraganda jóla !
yndislegt. Soffía hvaðan eru stóru kertastakarnir á eyjunni þinni. Búin að horfa á þá mánuð eftir mánuð og datt svo allt í einu í hug að spyrja. hahaha
Ohhh þeir eru svo fallegir. Fengust í Aff.is en eru því miður löööööngu uppseldir :/
Endalaus uppspretta góðra og fallegra hugmynda mín kæra…..takk fyrir alla fallegu myndirnar og orðin þín……
Takk fyrir fallegar myndir. Jólatrésbakkinn er algjör snilld!