…þegar ég er föst, eða stöðnuð í því sem ég er að gera. Eða bara leitandi að innblæstri til þess að koma mér af stað, þá er fátt eitt sem virkar betur en að skoða myndir af fallegum heimilum eða hlutum, hvort sem það er í tímaritum eða bara á netinu.
Ég rakst á svo fallegt blogg í gær sem heitir My Lovely Things og er haldið úti af ljósmyndanum Carina Olander.
Myndirnar sýna heimili sem svoldið gamaldags, en svo fögur og rustic. Bara gaman að skoða svona myndir.
Mér fannst því kjörið að deila þessu með ykkur í dag…
…dásamlegt – ljóst og ljúft…
…þetta er nú sniðugt fyrir þá sem vilja jólatré en hafa lítið af plássi 🙂
…kransar – var ég búin að segja ykkur að ég hef sérstakt dálæti á fögrum krönsum…
…kántrí skotið eldhús – skemmtileg spýtan með piparkökuhjörtunum…
…kransar!
…og meiri kransar ❤
…ég væri nú alveg til í að setjast þarna…
…sjáið hvað þetta er yndisleg borðskreyting…
…þetta finnst mér æði- sýnir svo vel hvað svarti liturinn gerir mikið til þess að brjóta upp…
…þarna er meira segja Vittsjö vinur okkar í flottu hlutverki…
…mig langar í svona kamínu…
…hér er nú sérlega gleðilegt fyrir letipúka eins og mig – sjáið hvað það er fallegt að borðið hefur ekki verið pússað fullkomlega…
…aðventuskreyting…
…dásamlegur friður og ró ❤
Vona að þið eigið dásemdar dag!
All photos and copywrigt Carina Olander via http://madeinpersbo.blogspot.is/
Svooooo fallegt og gefur lífinu lit í morgunsárið……njóttu dagsins….
Ofboðslega friðsælar og fallegar myndir 🙂 Maður verður bara sultuslakur við að skoða þetta 🙂
meira svona maður verður að róa sig niður 😀 takk fyrir þetta innlit 🙂