Aðventukransar, skreytingar og gjafaleikur…

…ég verð að viðurkenna að ég er súper dúper spennt yfir gjafaleiknum sem ég er að setja í gang núna.  Meira segja úber súper dúper spennt.

Hví?: kunnið þið að spyrja!

Tjaaaaa, vegna þess að mér finnst þetta einstaklega veglegur, skapandi og spennandi leikur – og ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig þið eigið eftir að vinna úr honum 🙂

59-www-skreytumhus-is-092

Yfir í efnið, eftir slétta viku er fyrsti í aðventu.  Sunnudagurinn 27.nóvember.  Það er nú einmitt þá sem flestir reyna að vera komnir með aðventukrans eða skreytingu á borð, svo hægt sé að kveikja á fyrsta kertinu.

SkreytumHus og Gies-kerti eru með aðventuleik og með því að taka þátt í honum, þá getur þú unnið 100.000 kr inneign í Bónus.

Leikurinn er á þennan veg:

  1. Kaupa aðventukertin frá Gies í næstu Bónusverslun.  Kertin verða sérmerkt leiknum, og eiga að vera komin í allar verslanir frá og með morgundeginum.
  2. Haltu til haga strimlinum sem sýnir að kertin voru keypt í Bónusverslun – líka snjallt að smella af mynd af strimlinum til öryggis.
  3. Þessi kerti notar þú svo til þess að gera þína eigin aðventuskreytingu eða krans, allt meðlæti er algjörlega frjálst.
  4. Mynd sem tengist þessum leik verður sett inn á SkreytumHús-hópinn á Facebook, og undir henni setur þú þína mynd.
  5. Leikurinn stendur frá 20.nóvember – 4.desember
  6. Sigurvegarinn verður valinn af dómnefnd óháðra aðila, Soffiu hjá SkreytumHús, og like-in á myndunum í hópnum fá að spila einhverja rullu,

Nú er því ráð að skunda af stað í Bónus, kaupa falleg kerti í hvítu eða rauðu, passa strimilinn, og skreyta eins og jólin séu að koma – sem þau og eru ❤

1-fullscreen-capture-20-11-2016-013436

Svona í tilefni af þessum flotta leik, þá er hér líka póstur með nokkrum mismunandi krönsum og skreytingum.  Allir sem eru frekar einfaldir í framkvæmd og eiga það sameiginlegt að Gies kertin eru notuð í þeim öllum…

#1 Snæfinnur á bretti…

Eins og áður sagði, þá eru kertin til bæði rauð og hvít, og því er bara að velja þau einu réttu fyrir þig…

03-www-skreytumhus-is-052

…ég ákvað að ýta mér aðeins út fyrir þægindarammann og nota þessi rauðu fyrst…

04-www-skreytumhus-is-053

…ég raðaði þeim bara á gróft, fallegt trébretti (Rúmfó)…

05-www-skreytumhus-is-054

…og notaði með litlar fígurúr og tréð sem sést í baksýn (bæði úr Rúmfó)…

06-www-skreytumhus-is-055

…svo er bara að raða og stilla upp eins og manni líkar best…

07-www-skreytumhus-is-056

…og að lokum gerist jólakraftaverkið þegar að snjórinn er settur yfir…

09-www-skreytumhus-is-058

…dulítið krúttaralegur, ekki satt?

10-www-skreytumhus-is-059

…Snæfinnur stendur alltaf fyrir sínu!

11-www-skreytumhus-is-060

#2 Í fjaðraham…

Í grunninn notaði ég þennan krans sem ég hef átt í nokkur ár (úr Garðheimum)…

14-www-skreytumhus-is-063

…mig langaði að prufa eitthvað öðruvísi og ég vafði hann einfaldlega með fjaðralengju, sem ég fann í Nytjamarkaði…

16-www-skreytumhus-is-065

…síðan setti ég undir kertahöldur…

17-www-skreytumhus-is-066

…og það kom nú ekki annað til greina en að nota hvítu kertin í þennan…

19-www-skreytumhus-is-068

…og útkoman varð svoldið spennandi, ansi mikið öðruvísi, fjaðrakrans…

36-www-skreytumhus-is-075

…og auðvitað með fallegur Gies-kertunum, sem eru einmitt í mismunandi hæðum, sem er svo skemmtilegt þegar svona kransar eru gerðir.

37-www-skreytumhus-is-076

…”í fiðurmjúkum örmum þínum”.

38-www-skreytumhus-is-077

#3 Í skóginum…

Þessi skreyting er sko mjög svo innspíruð af henni Kristínu Vald (sjá hér) – sem sýndi í fyrra einn fallegasta krans sem ég hef séð (smella).  Mæli með að þið fylgist með henni Kristínu og jóladagatalinu hennar núna í desember, en hún er með hreint dásamlega fallegan stíl.  Hún gerir allt svo einfalt og fallegt!

28-www-skreytumhus-is

…í þetta notaði ég fjóra litla lurka sem ég hef átt í mörg ár, síðan eiginmaðurinn sagaði þá niður hérna um árið (smella)

30-www-skreytumhus-is-002

…ég spreyjaði þá með smá snjóspreyji, og auk þess notaði ég líka gervisnjó í poka sem ég sáldraði yfir…

29-www-skreytumhus-is-001

…lítil gervitré (úr Rúmfó) og hreindýrafjölskyldu (úr ToyRUs)…

31-www-skreytumhus-is-003 …mér finnst svona alltaf ferlega krúttað sko…
55-www-skreytumhus-is-088

…tala ekki um þegar búið er að kveikja á kerti og allt verður smá hátíðlegra…

56-www-skreytumhus-is-089

…það finnst bamba litla líka…

58-www-skreytumhus-is-091

#4 Í skóginum rauða…

Hér er nú bara sama skreytingin og hér fyrir ofan, nema bara með rauðum kertum fyrir ykkur sem elskið jólarauðann…

13-www-skreytumhus-is-062

…þarna var ég ekki búin að láta snjóa ofan á viðarbútana, og þið sjáið að það vantar nú svolítið þegar það er ekki.

18-www-skreytumhus-is-067#5 Klassískur…

Hér er ég að nota sama undirlagið og í fjaðrakransinum…

39-www-skreytumhus-is-078

…yfir setti ég síðan bara einfaldlega gervigrenilengju, sem kom svona fallega snjóuð í hús…

41-www-skreytumhus-is-080

…svo setti ég með tvær svona viðarsnjóstjörnur með smá glimmer (Bauhaus)…

42-www-skreytumhus-is-081

…mér finnst þessi nú afskaplega fallegur ❤…

40-www-skreytumhus-is-079

#6 Jólabíltúr…

Þessi er einföldust í heimi.  Kertin auðvitað, trébretti (Rúmfó), snjór (Rúmfó), lítil tré (Rúmfó) og smávaxið ökutæki (A4) 🙂

50-www-skreytumhus-is-is-005

…eruð þið þá ekki bara orðin nokkuð spennt að fara að gera ykkar krans/skreytingu?

Hvít kerti eða rauð?

Klassískur krans eða skreyting á bakka? ❤

51-www-skreytumhus-is-005

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

3 comments for “Aðventukransar, skreytingar og gjafaleikur…

  1. 20.11.2016 at 10:07

    Þú ert nú meiri snillingurinn vinkona…..hver skreytingin á fætur annarri og hver annarri flottari 🙂

    Roðna niðrí tær þegar Skreytum hús konan sjálf fær inspírasjón frá litlu mér….takk takk <3

    knúseríhús
    Kristín krútt

  2. Birgitta Guðjons
    20.11.2016 at 10:42

    Já og jólin komin í hús….virkar svo einfalt og dásamlega fallegir allir sem einn…ávalt svo hugmyndarík og skapandi mín kæra.Njóttu helgarinnar, það ætla ég að gera….

  3. hrefna kristjánsdóttir
    25.11.2016 at 21:37

    rosa flott verður gaman að vera með

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *