…á morgun er loks komið að SkreytumHús-kvöldinu í Rúmfatalagerinum á Korputorgi (smella hér til þess að skrá sig).
Þetta er snilldarkvöld sem við erum að halda núna í þriðja sinn og þetta verður bara alltaf skemmtilegra og skemmtilegra. Það verður afsláttur af öllu jóladóti og meira til, ásamt því að ég fékk (eins og áður) að velja vörur sem mér finnst sérstaklega flottar og þær verða á sérstökum SkreytumHús-ofur-afslætti. Sem er bara gaman!
En núna langar mig að sýna ykkur alls konar jóladóterí úr Rúmfó – sem ég kem til með stilla upp í versluninni á morgun – og bara að sjá hvaða hugmyndir þetta kveikti hjá mér og hvernig ég stillti þessu upp hérna heima…
…af því að ég er húsasjúk, þá byrjaði ég auðvitað á því að byggja í eldhúsinu. Eins og svo oft áður, þá elska ég að setja seríu inn í svona kertahús, þannig að ljós logi í þeim alla daga…
…síðan ákvað ég bara að leggja á borð – og auðvitað er því allt á borðinu frá Rúmfó (nema hnífapörin sem eru gömul)…
…setti gráan dúk á borðið, og löber þvert yfir…
…og svo á miðjuna á borðinu setti ég svona samansafn af hinu og þessu…
…eins og þessum dásemdar glerkúplum, sem eru batterýsknúin…
…hvítu löngu greinarnar eru líka úr Rúmfó og ég tók borða sem ég lagði einfaldlega í kringum þær…
Síðan koma kertastjakar í ýmsum litum, svo auðvitað hreindýr og sveppir og…
…og bara alls konar kósý…
…misjöfn stærð af stjökum gerir líka svo skemmtilegt “landslag” í svona borðskreytingar…
…þarna sést fallegi stjörnuborðinn…
…og hér sjáið þið líka hvernig greinarnar liggja einfaldlega…
…en ég held að þessir hérna séu næstum bara uppáhalds hjá mér – svo hrikalega sætir, til í hvítu, gráu og að mig minnir rauðu. Servétturnar eru með svona bláum og grænum litum í – og kertastjakarnir eru í sömu tónum…
…litlir sveppir og kúlurnar eru í svona brooooons bleikum tónum, sem gaf svo mikla hlýju með…
…eins og þið sjáið þarna…
…og ég var meira segja að blanda saman gull/silfri/kopar, svona er ég mikill uppreisnarseggur…
…en þetta er mitt jólaskraut, þið vitið svona hvítt og ljós – gróft og fínt í bland…
…setti smá skraut í ljósið að vanda…
…finnst þessar fjaðrir alveg æðislegar, og litlu stjörnurnar…
…líka viðarstjörnur á borðinu…
…og meira segja stjörnuskraut á kertastjökunum…
…og hjörtu…
…og fjaðrir…
…síðan eru kertastjakar
…og svona var þetta jólaborð…
…með hnusandi hreindýrum…
…og bara hinu og þessu…
…kemur bara ágætlega út – ekki satt?
…en ég var ekki búin að sýna ykkur hitt – þarna á veggnum hinum megin 😉
Annar póstur á leiðinni!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!
Þú þarna snillingur…..ekki lengi að henda upp einu jólaborði 🙂 Litlu jólasokkarnir koma þvílikt vel út 😉
Takk fyrir – þeir eru svo mikil krútt 🙂
glæsilegt !!! Vona að ég komist á morgun. Langar að spyrja um litlu viðarstjörnunar, eru þær hluti af pakkningu eða eru þær seldar sér ?
kveðja
Kristín S
Þær eru seldar sér 🙂
takk kærlega 🙂
Úff…held ég þurfi næstum því að labba þarna í gegn með lokuð augun…allt of margt sem mann langar í!!
Ekki gera það – þá labbaru á alla 🙂
Já og kannski hendi helling af brothættu góssi um koll og brýt allt :/ Ok…skal hafa augun opin en skil gleraugun eftir heima 😛
Soffía mín voru stjakaskreytingarnar lika úr rúmfó ? 🙂 vantar eitthvað til að smeyja í umslagið með jólakortunum 🙂
kv AS
Jebbs, allt úr Rúmfó 😉