Morgunsól í glugga…

…þegar ég byrjaði að breyta núna um daginn.  Þá var það eiginlega “operation afkrúttun” – það var sem sé búið að vera svo mikið dúllerí í kringum páskana að ég var bara komin með nóg 🙂

Þessar myndir eru teknar um 6leytið að morgni, þegar að sólin er að  byrja að skína á eldhúsgluggann okkar, nú og ef þið eruð að spá hvers vegna ég er vakandi kl 6 að morgni.  Þá er svarið einfalt.

bw2013-04-13-062413

Á föstudagskveldi, eftir að kósýkveldi famelíunnar lauk þá ætlaði ég að klára að ganga frá eftir breytingarhrinuna miklu svo að allt væri fínt um helgina.  Ég hins vegar sofnaði í sófanum yfir einhverjum sjónvarpsþætti, sem var alger feill.

Þegar að ég rankaði síðan við mér kl 5 og ætaði að staulast inn í rúm þá ákvað ég að ganga fyrst frá einum hlut og svo öðrum, og skemmst er frá því að segja að ég kláraði þetta þarna árla morguns.

Þess vegna eru þessar myndir með morgunsólinni, en meira af hinu horninu síðar.

bw2013-04-13-062504

Það náðist í raun ekki að afkrútta gluggann alveg, og ég kenni eggjunum um,
ég bara tími ekki að pakka þeim niður alveg strax…

bw2013-04-13-062431

…voruð þið búnar að prufa þetta?
Að setja sprittkertastjaka ofan á stærri kertastjaka!
Þannig fékk ég þessa líka fínu blómastjaka sem að standa núna í glugganum mínum, bara kjút ekki satt?

bw2013-04-13-062437

…og eggin?

Þeim var barasta hrúgað ofan í glerkrús og eru bara sæt þar…

bw2013-04-13-062451

…eggjandi gluggi!

bw2013-04-13-062455

…þessi fallegu zink merki-plattar (veit ekki hvað ég á að kalla þetta) fást í ýmsum blómabúðum…

bw2013-04-16-170727 bw2013-04-16-170731

…glerkrukkur eru náttúrulega bara snilld fyrir svona samansafn af smáhlutum, það kemur flest allt úr fallega í þeim…

bw2013-04-16-170733

…og eins og ég sagði þá minna eggin bara á vorið og fá að vera áfram, á meðan það stendur ekki páskaungi ofan á þeim!

bw2013-04-16-170735

…líka stóru eggin mín 🙂

bw2013-04-16-170737

…eruð þið með glerkrukkufettish?

Hafið þið prufað að setja sprittkertastjaka ofan á aðra kertastjaka?

Gjafaleikur kynntur á næstunni, spenntar?

bw2013-04-16-170758

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Morgunsól í glugga…

  1. Svandís
    17.04.2013 at 08:25

    Maður heyrir alveg í kyrrðinni og mér finnst ég finna íslensku “morgunlyktina” við að skoða þessar myndir. Efast um að öll egg séu búin að klekjast út í hreiðrum þannig að þér fyrirgefst nú alveg að hafa egg eitthvað fram í maí 😉

  2. Svala
    17.04.2013 at 08:43

    Þetta gerir enginn nema þú mín kæra, flestir hefðu nú bara skriðið í átt að svefndyngjunni og haldið áfram að hrjóta. Myndirnar eru dásamlegar og eggin alveg í fullkomnu lagi.

  3. Gauja
    17.04.2013 at 08:49

    yndisleg birta og eggin ennþá jafn falleg 🙂

  4. Berglind
    17.04.2013 at 13:06

    Æðislegar myndir! ég á þetta til að sofna fyrir framan sjónvarpið en rumska svo og hrýt á leiðinni inn í rúm og veit ekki meir fyrr en…. og eggin bara geggjað flott 😀

  5. Fríða
    17.04.2013 at 17:53

    Ekkert smá flott… alveg komin í gírinn að breita smá hjá mér 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *