Þessi póstur er unnin í samvinnu við Rúmfatalagerinn.
…smá listi sem ég ákvað að týna til með góssi sem úr Rúmfó undanfarið sem hægt er að nálgast núna um helgina á TaxFree afsláttarhelginni þeirra. Auðvitað er það ekki þar með sagt að þetta sé eitthvað sem þér finnst vera “möst” en hér eru nokkrar hugmyndir.
Þessi hérna klukka, mér finnst hún alveg hreint gordjöss og mæli með henni. En hún er risastór…
…í Rúmfó fást núna alls konar kúplar úr gleri, í ýmsum stærðum, og því kjörið að næla sér í svoleiðis gersemar…
…þessar hérna finnst mér alveg æðislegar – nett retró og spennandi…
…þessi hérna kom líka hvítur – og ég hef enn ekki hitt 3ja hæða bakka sem mér líkar ekki…
…ég þori ekki að lofa að einmitt þessi krukka sé til, en yfirleitt eru til alls konar fallegar glerkrukkur sem eru vel þess virði að kíkja á…
…rúmteppi og púði – pörfekt t.d. jólagjöf…
…dásemdar tréenglavængir – hengja á kerti, innan í krans eða bara hvar sem þér dettur í hug…
…lítil hús fyrir sprittara – lofit…
…mér líkar allt hérna – þessi trédiskur er alveg yndislegur, og vasarnir/kertastjakarnir eru hver öðrum fallegri…
…sömu sögu má segja um þessa hérna…
…og fyrir ykkur sem er farið að klæja í jólin á ykkur 😉
…eða langar í jóló púðó…
…þessi tveggja hæða, og bakkarnir sem í honum hvíla, eru líka úr Rúmfó…
…þarna sjáið þið t.d. stjörnurnar, hangandi í kransinum á ganginum – og vert er að benda á teppið og púðarnir eru líka nýlegir úr Rúmfó…
…þessi stálskál hefur líka verið til undanfarið – og hún er hreint æði. Ég er með 7 potta af orkídeum þarna ofan í…
…tréstjörnur…
…en eitt af mínu uppáhaldi eru hins vegar þessi hérna tvö…
…alveg hreint geggjuð trébretti sem ég fékk í seinustu viku – og mæli sko óhikað með ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Rétt náði að skjótast í Reykjavíkurhrepp í dag þar sem eldri drengurinn tók þátt í körfuboltamóti. Þurfti að versla grímubúning á yngri drenginn og skaust aðeins inn í Pier í leiðinni…maður minn, þar er nú hægt að jólast! Ætlaði í Rúmfó (eftir að hafa lesið þennan póst) en þá hefði ég misst af báðum leikjum sonarins. En þarf greinilega að gera mér ferð í Rúmfó við tækifæri!
eru vegg blómapottarnir líka úr rúmfó ?
Sæl Erla – já það passar 🙂