…og hefst þá formlega “vertíðin” – enda ekki seinna vænna fyrir okkur sem viljum fá að DIY-ast, dúllast og almennt krútta yfir oss á jólum 🙂
Fyrir ykkur sem eruð að spá, þá stendur sko DIY í þessu tilfelli fyrir Dúllast-Í-Ýmsu…
Allt efnið í þessum póstum verður sem sé frá A4 og ég reyni að setja inn hlekki á flest það sem notað er og/eða vörunúmer, þannig að þið sem eruð úti á landi getið pantað á heimasíðunni þeirra ef vilji er fyrir hendi. Eins og þið sjáið kannski, þá er smá kertaföndur á næsta leyti, en fyrsta vers – þá ætlum við að leika okkur með pappír og svolleiðis…
…ég fann nefnilega svo skemmtilega Rub-Ons, sem voru með fallegum skógardýramyndum og jólatrjám. Rub-Ons virka þannig að þú klippir bara út þá mynd sem þú vilt nota, leggur ofan á það sem hún á að festast á og nuddar yfir með priki sem fylgir með – súper einfalt…
…þessi hjörtu og stjörnur voru því kjörin “fórnarlömb” í þetta verkefni…
…og eins og áður sagði – myndin ofan á, smá nudderí og la voila…
…svo er það dásemdar ríspappírinn…
…sem er svo gammel og lekker…
…svo ég hljómi örugglega eins og amma mín 🙂
…ég bara mátaði myndina yfir hjartað, til að vera viss um að hún passaði…
…svo setti ég Mod Podge yfir alla hliðina…
…og lagði myndina beint ofan á…
…svo bara mjúklega þá reif ég kantana af sem stóðu fram yfir brúnirnar og ýtt restinni af pappírnum niður…
…og úr varð þetta hérna…
…þetta er sem sé ofureinfalt föndur – algjörlega hægt að leyfa krökkunum að gera svona með – og bara leika sér með alls konar útfærslur. Eins er hægt að gera báðum megin á myndir, og þá verður enn meira úr þessu. Eða að setja mynd öðru megin og skrifa með postulínspenna á hina hliðina, þá er t.d. komin æðislegur merkimiði fyrir afa og ömmu, sem er svo kjörin til þess að hengja á tréð…
Í þetta þurfið þið:
*Ríspappír (sjá hér)
* Rub-Ons (Vörunr: pd280032)
*Hengiskraut hjörtu, 2stk á 499kr (pd102076)
*Hengiskraut stjörnur, 2stk á 499kr (pd102077)
Auk þess þarf *Mod Podge (sem ég átti reyndar fyrir) og skæri 😉
…og er þetta ekki bara kjút?
….awwwww íkorni!
Hvernig leggst svona nett föndur/DIY í ykkur, svona rétt fyrir yfirvofandi árstíð?
Ekkert of snemmt að byrja að leika sér smá? Dúllast í ýmsu?
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Æ, hvað þetta er krúttlegt 🙂 Um að gera að byrja á föndrinu sem fyrst í staðinn fyrir að vera í einhverju stressi korter í jól…been there, done that…sem minnir mig á það að ég þarf að fara að byrja á jólakortunum 😉
Þetta er æði og góð hugmynd að merkispjaldi fyrir ömmu og afa 🙂 Takk fyrir þessa hugmynd 😀 Held að strákurinn minn ráði sko alveg við rubb ons græjuna 😀
Fær maður postulínspenna í A4 lika ? 🙂
Frábært svona einfalt. Mínar hafa gaman að því að föndra og yfirleitt mjög spenntar en á sama tíma fljótar að fá leið.
Kv. Kristey
Fallegt er það .
Svo skemmtilegt ,einfalt og hugmyndaríkt hjá þér .