DIY – Hjörtu og stjörnur…

…og hefst þá formlega “vertíðin” – enda ekki seinna vænna fyrir okkur sem viljum fá að DIY-ast, dúllast og almennt krútta yfir oss á jólum 🙂

Fyrir ykkur sem eruð að spá, þá stendur sko DIY í þessu tilfelli fyrir Dúllast-Í-Ýmsu…

01-www-skreytumhus-is-2016-194208

Allt efnið í þessum póstum verður sem sé frá A4 og ég reyni að setja inn hlekki á flest það sem notað er og/eða vörunúmer, þannig að þið sem eruð úti á landi getið pantað á heimasíðunni þeirra ef vilji er fyrir hendi. Eins og þið sjáið kannski, þá er smá kertaföndur á næsta leyti, en fyrsta vers – þá ætlum við að leika okkur með pappír og svolleiðis…

02-www-skreytumhus-is

…ég fann nefnilega svo skemmtilega Rub-Ons, sem voru með fallegum skógardýramyndum og jólatrjám.  Rub-Ons virka þannig að þú klippir bara út þá mynd sem þú vilt nota, leggur ofan á það sem hún á að festast á og nuddar yfir með priki sem fylgir með – súper einfalt…

03-www-skreytumhus-is-001

…þessi hjörtu og stjörnur voru því kjörin “fórnarlömb” í þetta verkefni…

04-www-skreytumhus-is-002

…og eins og áður sagði – myndin ofan á, smá nudderí og la voila…

05-www-skreytumhus-is-003

…svo er það dásemdar ríspappírinn…

06-www-skreytumhus-is-004

…sem er svo gammel og lekker…

07-www-skreytumhus-is-005

…svo ég hljómi örugglega eins og amma mín 🙂

08-www-skreytumhus-is-006

…ég bara mátaði myndina yfir hjartað, til að vera viss um að hún passaði…

09-www-skreytumhus-is-007

…svo setti ég Mod Podge yfir alla hliðina…

10-www-skreytumhus-is-008

…og lagði myndina beint ofan á…

11-www-skreytumhus-is-009

…svo bara mjúklega þá reif ég kantana af sem stóðu fram yfir brúnirnar og ýtt restinni af pappírnum niður…

12-www-skreytumhus-is-010

…og úr varð þetta hérna…
16-www-skreytumhus-is-014…þetta er sem sé ofureinfalt föndur – algjörlega hægt að leyfa krökkunum að gera svona með – og bara leika sér með alls konar útfærslur.  Eins er hægt að gera báðum megin á myndir, og þá verður enn meira úr þessu.  Eða að setja mynd öðru megin og skrifa með postulínspenna á hina hliðina, þá er t.d. komin æðislegur merkimiði fyrir afa og ömmu, sem er svo kjörin til þess að hengja á tréð…

14-www-skreytumhus-is-012

Í þetta þurfið þið:
*Ríspappír (sjá hér)
* Rub-Ons (Vörunr: pd280032)

*Hengiskraut hjörtu, 2stk á 499kr (pd102076)
*Hengiskraut stjörnur, 2stk á 499kr (pd102077)

Auk þess þarf *Mod Podge (sem ég átti reyndar fyrir) og skæri 😉

17-www-skreytumhus-is-015

…og er þetta ekki bara kjút?

18-www-skreytumhus-is-016

….awwwww íkorni!

19-www-skreytumhus-is-017

Hvernig leggst svona nett föndur/DIY í ykkur, svona rétt fyrir yfirvofandi árstíð?

Ekkert of snemmt að byrja að leika sér smá? Dúllast í ýmsu?

20-www-skreytumhus-is-018

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

5 comments for “DIY – Hjörtu og stjörnur…

  1. Margrét Helga
    24.10.2016 at 08:24

    Æ, hvað þetta er krúttlegt 🙂 Um að gera að byrja á föndrinu sem fyrst í staðinn fyrir að vera í einhverju stressi korter í jól…been there, done that…sem minnir mig á það að ég þarf að fara að byrja á jólakortunum 😉

  2. Anna Sigga
    24.10.2016 at 09:46

    Þetta er æði og góð hugmynd að merkispjaldi fyrir ömmu og afa 🙂 Takk fyrir þessa hugmynd 😀 Held að strákurinn minn ráði sko alveg við rubb ons græjuna 😀

    Fær maður postulínspenna í A4 lika ? 🙂

  3. kristey þráinsdóttir
    24.10.2016 at 10:45

    Frábært svona einfalt. Mínar hafa gaman að því að föndra og yfirleitt mjög spenntar en á sama tíma fljótar að fá leið.
    Kv. Kristey

  4. Ásta Björg
    24.10.2016 at 20:50

    Fallegt er það .

  5. 25.10.2016 at 07:38

    Svo skemmtilegt ,einfalt og hugmyndaríkt hjá þér .

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *