…en eins og þið vitið eflaust flest, þá er Magnolia verslunin sem að Fixer Upper-hjónin, Joanna og Chip Gaines, eiga. Ég hef ekki farið í grafgötur með það hvað ég hversu mikið ég dáist að henni Joanna, og finn til samkenndar. Án þess þó að ég sé að líkja mér á nokkrun hátt við hana. Ég sé bara svo mikið stílinn sem ég fíla í hennar verkum sem er náttúrulega bara skemmtilegt. Ég varð því að fá að deila með ykkur myndum af jólavörunum sem eru komnar í netverslunina. Ég verð bara að segja, enn og aftur – að þetta er nánast bara allt eitthvað sem ég hefði valið…
…mér finnst fátt eitt fallegra en kransar – sérstaklega svona einfaldir og fallegir…
…allt við þessa mynd lætur mig fá yndislegan jóla nostalgíu fíling…
…ok, eigum við eitthvað að ræða þetta? Ég bara get ekki meir sko, eða jú víst…
…falleg jólaskilti, og svo skemmtilega skökk litlu jólatrén…
…enn eru míní-trén vinsæl, og þið fáið t.d svona í Rúmfó núna, í grænu og hvítu…
…jóla álfötur fyrir alls konar góss…
…þessi finnst mér alveg ferlega flottur…
…sjáið þið bara – lofit…
…þessi skemmtilega skökku mætt aftur…
…og þessi litlu krútt – hversu sætir sko!
…ég sé það að Hunter stígvél eru möst fyrir þessi jól…
…litlir glerkúplar með húsum til upphengis…
…svona litlir til upphengis, með mismunandi texta…
…svona væri hægt að DIY-a, klippi snjókorn…
…annað einfalt og fallegt, og samt svo jóló…
…aftur kransar, en núna meira rustic…
…og kööööööönglar – vííííííí…
…talandi um köngla, sem eru reyndar rekaviður sem er settur upp í könglaform – en svo fallegt…
…eruð þið farin að sjá þema?
…zezzi er bara zætr sko…
…spurning um að finna svona fínerí hérna heima…
…og auðvitað meiri jólatré…
…jóló smóló, ég er alveg að komast í gírinn!
All photos and copywright via Magnoliamarket!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
ómæ ómæ …. en reyndar finnst mér þetta pínu snemmt að pæla … hahaha mér ferst sko keypti lítil krúttutré í PIER í gærdag 😀
oh akkurat svona hugleiðingar búnar að vera að læðast að mér er samt að reyna að sitja á mér þori varla að labba framhjá geimslunni með skrautinu
Ohh ég er alveg að elska Joanna og Chip i fixer upper allt svo fallegt!!!