…enda alltaf dulítið skemmtilegt þegar nýjar línur koma inn frá Ikea. Þessi hérna “selskapslína” er í takmörkuðu upplagi og inniheldur húsgögn, vefnaðarvöru og leirtau – gefum Ikea orðið:
“HANNAÐ FYRIR SAMVERUSTUNDIR
SÄLLSKAP vörulínan fær innblástur sinn frá skandínavískri lista- og handverkahefð og herberginu sem eitt sinn þótti byltingarkennd nýjung, þar sem öll fjölskyldan átti sínar samverustundir. Vörulínan innheldur húsgögn, vefnaðarvöru og borðbúnað sem veitir innblástur frá fortíðinni í nútíðina og sameinar þetta tvennt á besta mögulegan hátt.”
Línan sem færir fortíðina til framtíðar, Ikea-style 🙂
Þetta er í það minnsta lýsingin frá Ikea, en mér finnst ansi margt skemmtilegt í þessu og langar að sýna ykkur nokkrar hluti sem eru þegar komnir í verslunina og á netið.
Ansi hreint flottar diskamottur…
…koma líka viskustykki…
…held samt að bekkurinn sé uppáhaldið mitt, kostar um 17þús (sjá hér) – geggjað flottur og svona rustic..
…það er líka svona líka fínt borðstofuborð…
…sem að ég myndi taka plötuna á og bæsa í flottu bæsi – annars finnst mér þetta líka eðalfínt sem vinnu-/skrifborð…
…og svona líka flott með bekknum…
..þessir hérna eru í nokkrum stærðum, en ferlega flottir…
…einn svona langintesar púði…
…kemur mjög flott úr á svona bekk – þessi týpa er reyndar ekki komin inn á íslensku Ikea-síðuna…
…og snagabretti…
…sé þetta alveg fyrir mér fyrir ofan bekkinn í forstofu…
…falleg mynstur og efni…
…og auðvitað púðar…
…hef ég einhver tíman birt póst þar sem ég tala ekki um púða? Held ekki 😉
…svo þessar hérna. Ég er ekkert rosalega græn, en mér finnst þessi með svörtu röndinni alveg æðisleg. Svona passlega retró…
…svo eru það þessir. Speglar með blómapottum – eitthvað sem okkur vantar öllum…
…en þeir eru ferlega sniðugir og koma vel út. Skilst að það sé líka hægt að taka af þeim pottana…
…þessi hérna finnst mér hreinn draumur – myndi kannski breyta bakgrunninum, en samt ekki eitthvað sem kemur að sök…
…og þessi hérna – loffit…
…þessir yrðu hreint dásemd, tveir saman, í barnaherbergi td…
…uppáhaldið mitt er samt bekkurinn, bleiki púðinn og svo skálarnar.
Hvað heillar þig?
Hér er hægt að skoða línuna í Ikea (smella)…
All photos via Ikea
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!
Geggjaður bekkur! Sko, þessi stærri…og flott vörulína!
Ég var einmitt búin að leyta af stóra bekknum -finnst hann geggjaður ! Og línan öll 😀
Kveðja,
Halla Dröfn
Flottar myndirnar þínar af SÄLLSKAP vörulínunni frá IKEA .