Mottu október?!?…

…eða moktóber?  Tjaaaa í það minnsta þá er ég með mottur á heilanum þessa dagana.

Enda er það eitthvað svo kózý og heimilislegt að hafa mottur.  Við erum reyndar búin að vera mottulaus hér í þessu húsi í ein 8 ár, þar sem húsbandið hefur statt og stöðugt neitað því að fá inn mottu.  Eitthvað að tjá sig um hundahár og leiðindi við að þrífa þær….

03-www-skreytumhus-is-is-001

…en með miklum suði sannfæringarkrafti þá náði ég að sannfæra þessa elsku um að nú færi komin tími á mottu.  Að þá myndi ég halda mig á mottunni og allt það.  Við fengum okkur því Hodde frá Ikea, stærstu týpuna (sjá hér)

01-www-skreytumhus-is-is-063

…en sko, mig langaði alltaf mest í þessa hvítu með tíglunum – sem ég er búin að vera að sjá “alls staðar” undanfarin tvo ár.  Svona er maður nú móttækilegur…

nuloom-handmade-moroccan-trellis-wool-shag-rug-1336f462-892b-462f-8c6a-1976083ae029_600

…en þar sem þessi kostar um það bil eitt nýra og hálfan handlegg, og ég þarf nauðsynlega að nota mínar svoleiðis græjur – þá fór ég að leita eftir öðrum miðum mottum.  Því að það var náttúrulega komið fordæmi fyrir mottu, sem sé samþykkið og allt það.  Því var ég eins og blóðhundur á slóð. Leitileitileit…

En ég rak hins vegar upp smá gleðióp þegar ég skoðaði heimasíðuna hjá Rúmfó og sá heilan helling af nýjum mottum (sjá hér)

08-www-skreytumhus-is-2016-190148

…mér fannst þessi hérna frekar flott…

14-www-skreytumhus-is-2016-190338

…og sömuleiðis þessi hér…

13-www-skreytumhus-is-2016-190319

…en þessar fannst mér æðislegar…

10-www-skreytumhus-is-2016-190216

…svoldið svona klassískar, en samt töff og módern af því að þær eru svona “eyddar” og smá vintage…

11-www-skreytumhus-is-2016-190227

…þær í það minnsta heilluðu og því fór ég í leiðangur…

12-www-skreytumhus-is-2016-190237

…og svo var mátað…

15-www-skreytumhus-is-026

…og þessi hérna hún heillaði mig mjög…

16-www-skreytumhus-is-045

…Stormurinn var líka mjög hrifinn, og það er mjög mikilvægt 😉

17-www-skreytumhus-is-046

…svo var næsta mátuð…

20-www-skreytumhus-is-049

…sem mér fannst líka töff – en það var eitthvað við hina…

21-www-skreytumhus-is-050

…sjáið bara hvað þetta er eitthvað snautt og leitt svona mottulaust…

22-www-skreytumhus-is-051

…og svo taaaadaaaaaa…

23-www-skreytumhus-is-052

…það á auðvitað eftir að koma í ljós hvernig það reynist að vera með svona ljósa mottu – en hey, ég skulda minni innri pjattrófu að láta reyna á þetta…

26-www-skreytumhus-is-055

…mottan er líka stór 2×2,9 og kostaði þessi stærð um 19þús, svo er 25% afsláttur núna og þá var hún á um 14þús…

29-www-skreytumhus-is-058

…plús að Stormurinn var það sáttur að það var engu tauti við hann komið – hann bara vildi mottuna…

27-www-skreytumhus-is-056

…þið sjáið bara hvað hún klæðir hann vel – svo held ég líka að hún komi vel út þegar gráa áklæðið verður sett á sófann…

42-www-skreytumhus-is-037 …svo finnst mér þetta sérlega bjútifúlt þegar allt raðast saman…
30-www-skreytumhus-is-059

…passar vel með brúnu litinunum í borðinu og leðurpullunum…

32-www-skreytumhus-is-061

…með sófanum og meððí…

33-www-skreytumhus-is-062

…og svo bara heildarsvipurinn er alveg að ganga upp finnst mér…

35-www-skreytumhus-is-064 …mottur eru líka bara skemmtileg leið til þess að gjörbreyta rými án þess að gera mikið…
51-www-skreytumhus-is-046

…sem er alltaf stór kostur…

52-www-skreytumhus-is-047

…ég varð meira segja svo væmin, að ég tilkynnti vinkonu minni að hjarta mitt hefði sungið af gleði þegar ég horfði á þetta allt saman.  Sko, ég er alls ekkert dramatísk eða væmin, fjarri því 🙂

57-www-skreytumhus-is-052

Eruð þið ekki bara sammála mér?

Valdi ég ekki þá einu réttu? ❤

49-www-skreytumhus-is-044ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

5 comments for “Mottu október?!?…

  1. Greta
    03.10.2016 at 08:48

    Algjörlega punkturinn yfir i-ið 🙂
    Báðar motturnar flottar en ég er sammála að þessi sem þú valdir passar einhvern veginn betur hjá þér.

  2. Margrét Helga
    03.10.2016 at 09:01

    Þótt þær séu báðar flottar þá finnst mér þessi passa mun betur inn…algjörlega fullkomið lúkk 🙂

    P.S. Ég ætti í miklum erfiðleikum með að hemja mig í að skipta um á sófanum…bara til að sjá hvernig það kemur út. Held það verði geggjað! 😉

  3. Oddrún
    03.10.2016 at 09:15

    Nú langar mig að fara og kaupa mottu 🙂
    Minn maður hefur einmitt ekki verið svo hrifin af því að hafa mottur, finnst vesen að þurfa að ryksuga þær á meðan hægt er að moppa allt gólfið ef engar mottur eru 😉

    En þetta er rosalega hlýlegt 🙂

  4. anna sigga
    03.10.2016 at 21:22

    Gjeggjuð motta passar mjog vel, enda alveg eins og mín…finnst reyndar mín vera ljósari á dökku flötunum eeen ég er mjög ánægð með hana 🙂

  5. Steinunn Guðbrandsdóttir
    19.10.2016 at 21:43

    meiriháttar flott.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *