…það er sem ég hef nú sagt svo oft, í raun eins og biluð plata, er að stundum sér maður eitthvað sem verður manni svo mikill innblástur. Til að mynda í seinustu heimsókn í Rúmfatalagerinn, þá rak ég augun í nýja, RISAstóra klukku sem var að koma í hús. Þar sem ég hef verið mjög innspíruð af mynd hjá Joanna Gaines, þar sem ofurstór klukka hangir á vegg í stofunni. Þetta féll því undir bráðnauðsynlegan óþarfa…
…sjáið bara hvað stafnir eru töff…
…borðið – sem var þá áður svona…
…fékk smá yfirhalningu og varð svona…
…eða þið vitið, svona í smá stund – þar til ég fer aftur af stað…
…þetta er glerkúpullinn sem þið sáuð í seinasta pósti frá Rúmfó, hann er æðislegur…
…og þessi litli er reyndar líka frá þeim, en aðeins eldri…
…og bækurnar, þær eru möst undir…
…blómin eru alvöru – þau heita brúðarkollur og eru ein af mínum uppáhalds. Hlakka til að mynda þær í fullum blóma og sýna ykkur…
…hrein dásemd, var t.d. með svona í brúðarvendinum mínum…
…núna langar mig að prufa smá – af því að ég fæ svo oft fyrirspurnir varðandi uppraðanir á borð. Hvernig er best að raða og hvaða pælingar eru á bakvið. Hér kemur því myndasería, fyrst borðið tilbúið, síðan tek ég hlutina af einn af öðrum og raða þeim svo aftur, hlut fyrir hlut.
Þið náið þá að skoða hvað ég er að gera og hvernig ég pæli í þessu…
Tilbúið borð!
…rammarnir burtu…
…bækurnar undir glerkúplunum burtu, og þið sjáið hvað það breytir miklu…
…glerboxið undan lampanum, þar kemur líka stór breyting þó lítil sé…
…kertastjakar í burtu, en mér finnst fínt að hafa þá svona glæra þarna við hliðina á vasanum, til þess að fá smá svona glært á móti lampanum…
…kúplarnir í burtu…
…vasinn farinn, en hann kemur með svona fína hæð, svona á móti lampanum. Þeir mynda ákveðið jafnvægi…
Byrjum þá að raða aftur – fyrsta mynd…
…önnur mynd – og þið sjáið ákveðið jafnvægi koma á…
…þriðja mynd – henni mætti sleppa, en mér þykir svo vænt um myndina af mig langaði að hafa hana uppi við…
…kassi undir lampa…
…bækur til upphækkunar og fyllingar…
…glerkúpull…
…og annar til – ásamt vasa…
…kertastjakar og við erum done!
Nokkrir punktar!
Reynið að ná “jafnvægi” á borðinu, ímyndið ykkur að þið séuð að raða á spítu og það þarf að passa að hún haldi ballance og því má ekki raða upp að vegg. Frekar að nota miðju borðsins. Finna hluti og grúbba saman. Það þarf ekki alltaf að eiga tvo eins hluti, stundum er t.d. gaman að nota nokkra mismunandi hluti sem eiga samt saman.
…inni í glerkassanum undir lampanum er líka mynd af dömunni okkar sem mér finnst hrein dásemd…
…hvernig virkaði þetta á ykkur?
Gagnlegt að sjá svona skref fyrir skref?
Er klukkan að trylla fleiri en bara mig?
Góða helgi krúttin mín og njótið vel ♥
Þessi póstur er unnin í samvinnu við Rúmfatalagerinn.
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Þetta er kúnst að læra að setja svona saman 😊 og gaman að fylgjast með hjá þér, ert eflaust orðin lærimeistari hjá ansi mörgum fagurkerum 😉
Geðveik klukka 🙂
Jú klukkan er flott. Pósturinn allur frábær takk fyrir opnar margar gáttir, bíð spent eftir næsta pósti. takk fyrir.
Mjög flott hjá þér 🙂 Takk fyrir að blogga!
Your foyer looks gorgeous!!! xoxoxo
Klukkan geggjuð. Er að reyna að læra svona uppröðunarstíl 😆
Geggjað flott en myndi líka vilja sjá hvernig þú gerir uppröðun á stórt sófaborð:)