…eru að koma út hjá Slippfélaginu um þessar mundir – getið smellt hér til þess að skoða þá.
Svona opinberlega 🙂 Þeir hafa reyndar verið til um skeið, en núna er þetta svona “alvöru”.
Þannig að mig langar að gera nokkra pósta og kynna ykkur fyrir hverjum og einum lit og sýna ykkur myndir af þeim í notkun og rýmum.
Fyrstur verður auðvitað að vera SkreytumHus-liturinn – sem er búin að vera á veggjunum okkar síðan 2008. Við erum með þennan lit á forstofunni, inni í alrýminu á nokkrum veggjum og í svefnherberginu.
Liturinn er mjög fallegur og umfram allt mjög hlýr. Hann er grábrúnn, mjög mikil blanda af báðum tónunum.
Slippfélagið lýsir honum svona:
Það er engin tilviljun að Skreytum hús liturinn okkar er einn sá allra vinsælasti hjá okkur núna í innimálningu. Hann gefur þessa hugljúfu mjúku stemmingu en er í senn sérstaklega elegant og klassískur. Hann er blandaður með gráum, brúnum og toppaður með oxírauðu sem gefur honum þessa hlýju sem einkennir litinn. Liturinn fer einstaklega vel inní stofu, á sjónvarpsvegginn, í eldhúsið, í svefnherbergið eða á rúmgaflsvegginn.
Þetta var fyrsti liturinn sem við völdum hingað inn til okkar, og erum í raun ekki enn komin með leið á honum, sem mér þykja góð meðmæli…
…enda virkar hann stundum grár…
…og á öðrum stundum brúnn…
…allt bara eftir því hvernig birtan er úti…
…og hann er einstaklega fallegur með hvítu og svörtu…
…sérstaklega þar sem grár getur stundum orðið kaldur, en það er ekki séns með þessum að mínu mati…
…við erum líka með hann í hjónaherberginu…
…og þá nota ég dökkgráar gardínur með og mér finnst hann alltaf meira grár þar inni, heldur en frammi…
…og svo er hann auðvitað í forstofunni – á öllum veggjum þar…
…ofsalega fallegur – þó ég segi sjálf frá…
…enda kom ekki annað til greina í sumar, en að nota hann í Litla húsinu hjá mömmu og pabba…
sjá hér, hér, hér og hér
…sést svo vel þarna hvað hann er hlýr!
…svo er líka ágætt að nota tækifærið og minna ykkur á að þið sem lesið SkreytumHus.is og eruð í SkreytumHús-hópnum á Facebook njótið sérstakra afsláttarkjara hjá Slippfélaginu og þið þurfið bara að láta vita af því að þið eruð í þessum hópum áður en þið greiðið…
…venjulega fáið þið tvær fríar prufudósir, en um þessar mundir er hægt að fríar prufur af öllum SkreytumHus-litunum og það er um að gera að nýta sér það 🙂
Eigið yndislegan dag ♥
Rosalega fallegir litir 🙂 Er einmitt með Skreytum-hús-litinn út um allt hjá mér 🙂