…æji þið allar bara! ♥
Ef maður gæti kafnað úr því að verða meyr og væminn, þá væri ég ekki hér í dag!
Takk fyrir öll þessi fallegu orð og skilaboð og bara allt. Þið eruð yndislegar, allar saman.
Ég var hérna heima núna um daginn og gekk inn í herbergi heimasætunnar. Við erum að fara í smá breytingar þar á næstu misserum og mér fannst því kjörið að smella af nokkrum myndum…
…svona áður en það verður farið í breytingar! Þó þær verði reyndar bara smálegar í þetta sinn…
…á náttborðinu stendur lampinn gamli, og við vorum að bæta við þessum ramma sem við keyptum í USA í maí…
…hana langaði svo að hafa mynd af Raffa okkar við rúmið sitt, og það var bara sjálfsagt að láta það rætast ♥
…hrikalega krúttaðir ugluvarasalvar, og lítill höfrungur…
…standa á geymsluboxum, en neðsta bókin er skartgripaskrín úr Pier…
…það er stundum á haustinn að maður finnur birtuna úti breytast – hún verður eitthvað kaldari. Það sést á þessum myndum…
…fleiri myndarammar fengu að koma í hilluna hennar…
…og skemillinn sem við keyptum líka í USA fékk stað þarna inni…
…hann er nú ansi hreint fallegur þessi elska…
…gamli dúkkuvagninn fær enn að standa þarna – þó skal það viðurkennast að hann sinnir starfi fataprests, svona að staðaldri…
…bambalampinn kom reyndar nýr inn í vor, eða sko notaður en nýr inn – keyptur í gegnum söluhópinn á Facebook…
…eins og sést, þá er hún mikill lestrarhestur – og les mikið af gömlum bókum – sem gleður móðurina mikið…
…Öddu bækurnar koma frá ömmu hennar og nöfnu, en Ævintýrabækurnar og Bróðir minn Ljónshjarta eru gamlir vinir mömmunnar…
…á rúminu situr síðan þessi “litla” kanína sem að daman fékk að drusla með sér heim frá USA – og elskar alveg í ræmur…
…en enn og aftur – takk fyrir öll þessi fallegu orð og bara stuðninginn!
Ég ♥ ykkur!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Átt öll fallegu orðin skilið og meira til! Hlakka til að sjá breytinguna á dömuherberginu, efast ekki um að hún verði frábær!
Knús í hús!
Segi það sama, átt bara allt gott skilið. Það skín frá þér einlægnin❤️
Þu átt fullkomlega skilið að fá jákvæða og fallega umfjöllun, þu ert svo ekta og einlæg í öllu sem þu gerir.
Mikið er þetta fallegt, þarf einmitt að koma mér í að breyta inni hjá dóttir minni. En hvar fékkst þú himnasængina og festinguna?
Þakklæti er mér efst í huga til þín mín kæra. Elska fallegu póstana þína og allar hugmyndirnar sem þeir veita. Alveg er þetta yndislegt stelpuherbergi en ég hlakka til að sjá breytingarnar 🙂
Þú uppskerð eins og þú sáir mín kæra