…til þess að koma okkur inn í helgina…
…þessar myndir voru reyndar teknar fyrr í sumar og enn blóm á garðarósinni fyrir utan…
…og því líka fínt að vera með grænt inni við…
…hérna er reyndar allt gervigrænt – en það kemur ekki að sök…
…glerkrukkur með pasta og bruðum – uppfyllingarefni í krukkur er möst…
….einhvertímann fann ég þennan upptakara í Góða, og mér fannst hann bara of sætur til þess að skilja eftir…
…meiri glerkrukkur (hér er póstur um hvar ég fékk krukkurnar – smella)…
…glerskápurinn í horninu er síðan að geyma hitt og þetta…
…pastelflóruna t.d…
…og kökudisk, sem er gamalt DIY (sjá hér)…
…í horninu mínu stendur tíminn kyrr 🙂
Þá meina ég að ég er sko með þrjár klukkur á veggnum en ekki batterý í einni einustu…
…glerdunkurinn var keyptur í Köben, en svipaðir fást í Rúmfó og t.d. Kosti…
…skenkurinn var málaður á sínum tíma, og sama með veggskápinn. Síðan setti ég marmarafilmu ofan á skenkinnn og hún er enn að standa fyrir sínu (sjá hér)…
…hvítir diskar á fæti – þeir eru æði…
…annars er bara allt með kyrrum kjörum…
…hlutirnir er færðir og prufaðir hér og þar – eins og þessi hérna…
…og aðrir færast til, en þjóna alltaf sama tilgangi…
…annars segi ég bara góða helgi og njótið þess að gera eitthvað skemmtilegt! ❤
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Kósý 🙂 Góða helgi, mín kæra 🙂
Góða helgi 🙂
Love Love Love the furs over the bench!!! What a gorgeous kitchen table !!!! Hugs from WA
Æði. Var bara að sjá þennan póst núna. Svona fara næturvaktir með mann 😉 Eldhúsið þitt er bara æði.