Raddlaus…

…er það ekki skrítið hvernig lífið er?

Í fyrsta lagi, þá datt ég í leiðinda flensu og bara hafði ekki hug eða orku í að blogga.

Í annan stað fór ég að skoða alltof mikið af öðrum bloggum og snöppum og þess áttar, og fór að efast um hvað ég hefði fram að færa.

Í þriðja lagi þá dettur maður bara úr þjálfun, og núna er ég alveg: “hvað á ég að vera að segja/skrifa?”

Þannig að, hendum okkur bara í stofuna – svona í bili.  Það sem mér þykir nú gaman að því að geta skipt út áklæðinu á sófanum, einn dagin svona…

10-www-skreytumhus-is

…og þann næsta svona…

01-www-skreytumhus-is-063

…reyndar skal viðurkennast að ég lét það loksins eftir mér að fá mér mottu í stofuna og er alsæl með´ana…

02-www-skreytumhus-is-064

…hún er svona passlega hlutlaus í þetta rými, og gengur vel upp – í það minnsta þegar að ljósa áklæðið er á sófanum…

03-www-skreytumhus-is-065

…annars verð ég að segja, svona að mínu mati – þá er þetta alveg að virka þó að það sé ekki mikið um liti þarna inni.  Það kemur það mikill hlýleiki af viðnum í borðplötunni, og t.d. bara leðurpullunum á gólfinu…

04-www-skreytumhus-is-066

…svo er púðar og teppi bara nauðsynleg til þess að koma með svona hlýleika og mismunandi áferðir inn…

05-www-skreytumhus-is-067

…ásamt því auðvitað að hafa smotterí af grænu með – í mínu tilfelli nóg af orkídeum…

06-www-skreytumhus-is-068

…og bara almennt að hafa blóm í vasa, það er mitt uppáhalds.  Þarna eru reyndar alvöru greinar með snjóberjum, og þetta litla fremst – það er gerviblóm úr Ikea…

07-www-skreytumhus-is-069

…reyndar þegar ég er ekki með lifandi blóm, sem maður er auðvitað ekki alltaf með, þá nota ég einmitt bara þessi gerviblóm úr Ikea í vasana.  Og já, þetta eru gervihreindýrahorn í vasa – ég meina hví ekki 🙂 …

51-www-skreytumhus-is-059

…orkídeur í allar áttir – kem hér með út úr skápnum sem blómaskreytir og garðyrkjufræðingur sem nær að drepa öll önnur pottablóm en orkídeur…

08-www-skreytumhus-is-070 …svo er það víst staðreynd sömuleiðis að ég hef eflaust aldrei hitt glerkúpul sem að mér líkar ekki.  Uppáhalds að setja svona gamlar bækur í…
49-www-skreytumhus-is-057

…bland í poka á borði, sitt lítið af hverju…
54-www-skreytumhus-is-062

…margir heimar og mosakúlur – bara gott mál sko…

52-www-skreytumhus-is-060

…og svo það sem kemur svo sterkt inn á haustinn, kertaljósið um leið og rökkva tekur ♥

Ég ætla að reyna að finna röddina mína aftur og annars segi ég bara knús inn í daginn ykkar, og notið hann vel!
09-www-skreytumhus-is-071

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

 

6 comments for “Raddlaus…

  1. 19.09.2016 at 09:46

    Falleg stofa gaman að skoða og lesa 🙂

  2. Arna
    19.09.2016 at 11:04

    Geggjuð stofa 🙂
    Manstu nokkuð hvað mottan er stór? Er að vandræðast með stofuna hjá mér

  3. Margrét Helga
    19.09.2016 at 18:02

    Finnst stofan þín alltaf svo fín og kósý 🙂

    Og ekki voga þér að halda að þú hafir ekkert fram að færa kona góð!! Þú hefur sko helling af góðum hugmyndum og dugnað og hæfileika til að framkvæma það sem þér dettur í hug og við hin njótum sko góðs af 😉 Algjörlega uppáhalds bloggið mitt enda er ég næstum orðin blogg-eltihrellir 😛

    Knús í hús og góðan bata!

  4. Anonymous
    20.09.2016 at 08:47

    Mér finnst stofan þín æðisleg 🙂 og reyndar bara allt sem þú gerir og mér finnst þú alltaf koma með bestu lausnirnar svo ekki trúa þessu bulli í þér kona…. þú hefur sko rosalega mikið fram að færa. Held að flensan hafi bara rímað þig í ruglinu…. eða þannig 😉 Batakveðjur og knús :-*

    • Kristín Hafsteinsdóttir
      20.09.2016 at 08:49

      Þetta átti nú ekki að vera anonymous…..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *