Innlit í Rúmfatalagerinn…

…það er víst algjörlega opinbert og óumflýjanlegt.  Það er kominn september, það er komið haust og þar með hin heilaga regla og rútína.

Nú með allri þessari reglu og rútínu fylgir líka hinn skemmtilegi tíma að haustvörurnar eru að flæða inn í búðirnar, og það er ekkert sérstaklega leiðinlegt.  Sér í lagi þar sem þær eru undanfari fyrir jólin sem koma til með að fylgja í kjölfarið.

Ég rambaði um í Rúmfó á Korputorgi núna í fyrradag og sýndi ykkur á Snappinu.  En þar sem mikið færri eru á snappinu en hér inni, þá fannst mér kjörið að sýna ykkur þetta hér núna…

01-www.skreytumhus.is

…þessir hérna voru nýkomnir og mér finnst þeir æðislegir, auðvitað finnst mér það – dýramyndir og ekki hvað…

02-www.skreytumhus.is-001

…sjáið bara þessi krútt…

03-www.skreytumhus.is-002

…þessi hjörtu fannst mér líka æðisleg.  Þau eru líka ansi þung og massíf…

04-www.skreytumhus.is-003

…önnur töluvert léttari og full af rómantík…

05-www.skreytumhus.is-004

…og bakkar, maður minn – allir þessir bakkar…

06-www.skreytumhus.is-005

…húsin byrjuð að detta inn, þessi ansi skemmtilega rustic og töff…

07-www.skreytumhus.is-006

…yndislegar húsahillur, t.d. í barnaherbergin…

08-www.skreytumhus.is-007

…og stjörnur – ég elska stjörnur sko ✮

09-www.skreytumhus.is-008

…og þessir hérna englavængir úr tré, mjög fallegir…

11-www.skreytumhus.is-010

…fleiri týpur af bökkum og kertastjakar…

12-www.skreytumhus.is-011

…ég var mjög hrifin af þessum með fjöðrinni…

15-www.skreytumhus.is-014…marmarastjaki, stærri týpan…

14-www.skreytumhus.is-013

…og sú minni…

19-www.skreytumhus.is-018

…svo voru það þessir, mamma mía hvað þeir eru geggjaðir – þungir og massífir…
16-www.skreytumhus.is-015

…eins þessir kertastjakar, þessir eru ómótstæðilegir…

17-www.skreytumhus.is-016 18-www.skreytumhus.is-017

…þessi fannst mér líka ótrúlega spennó.  En þetta er svona upphengibakki.  Ekta fyrir t.d. jólaskrautið, Georg Jensen og félagar allir hangandi saman í jólafíling…
20-www.skreytumhus.is-019

…nú taka einhverjir andköf, marmarabotnaðirbakkar 🙂

21-www.skreytumhus.is-020

…þessir fannst mér æðislegir…

22-www.skreytumhus.is-021

…og glerkrukkur á fæti – legg ekki meira á ykkur sko…

23-www.skreytumhus.is-022

…eða jú, eina til…

24-www.skreytumhus.is-023

…þessir eru svo flottir – dálítið rustic, töff og geggjaðir litir…

25-www.skreytumhus.is-024

…ekki sammála?

26-www.skreytumhus.is-025

…glerkertastjakar – æðislegir…

27-www.skreytumhus.is-026

…og vel stórar vírkörfur…

28-www.skreytumhus.is-027

…og maður stennst auðvitað illa allar þessar freistingar sko!

En hey, ég fór ekkert á einhvern Bieber eða neitt…

29-www.skreytumhus.is

…þessi trébakki er líka um það bil sá fallegasti sem ég hef séð…

30-www.skreytumhus.is-001

…og mér finnst svo skemmtilegir svona stjakar sem er hægt að nota líka sem blómavasa.  Tvöfalt meira notagildi…

31-www.skreytumhus.is-002

…englavængirnir fengu að hanga á stóru stjökunum í eldhúsinu…

33-www.skreytumhus.is-004

…svona á meðan í það minnsta…

34-www.skreytumhus.is-005

…og smotterí bættist í hilluna…

42-www.skreytumhus.is-013

…en það eru þessi litlu kertahús sem kostuðu, að mig minnir, 499kr…

35-www.skreytumhus.is-006

…svo falleg og fínleg…

37-www.skreytumhus.is-008

…annars læt ég þetta bara gott heita í bili…

41-www.skreytumhus.is-012

…segi bara: góða helgi og verið góð, við alla, því fátt annað skiptir máli þegar upp er staðið ❤

38-www.skreytumhus.is-009

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

5 comments for “Innlit í Rúmfatalagerinn…

  1. Margrét Helga
    09.09.2016 at 22:15

    Æ…núna hefnist mér fyrir letina…var komin niður í Holtagarða og nennti ekki að keyra alla leið upp í Korputorg aftur í Bieberumferðinni sem var í bænum í gær…argasta…athuga kannski hvort eitthvað sé eftir næsta fimmtudag 😉

  2. Anna Sigga
    10.09.2016 at 09:32

    ohh!! þetta úrval mætti alveg vera á Akureyri ég hefði fengið mér laufblaðakrúsina og trébakkann og hengihengið og jafnvel einn trjá/skógarbakka til að skreyta með í forstofunni til að tóna við stóra stóra stóra verkið sem er þar 🙂 😉

    • Soffia - Skreytum Hús...
      15.09.2016 at 00:32

      Veit ekki betur en að það séu sömu vörurnar í öllum Rúmfóbúðunum, þær koma bara kannski nokkrum dögum seinna en á Korpuna 🙂

  3. árný
    22.09.2016 at 00:01

    vá hvað það var gaman að lesa þetta blogg og skoða..
    heldurðu að þetta fáist ekki í smáratorgi líka?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      22.09.2016 at 00:24

      Takk fyrir það 🙂

      Jú, alveg örugglega!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *