…því eins og allir sem fylgja þeim eftir á Snappinu vita, þá er búið að vera brjálað að gera hjá þeim við að gera allt fallegt á nýja staðnum sem er í Síðumúla 21.
Ég ákvað að kíkja við á laugardaginn og birti fullt af myndum á snappinu mínu (notendanafn: soffiadoggg) og þið fáið að njóta þeirra hér líka.
Fyrst af öllu er náttúrulega jóladeild, allt árið, það leiðist frú Soffiu nú alls ekki…
…ofsalega fallegir jólaóróarnir hennar Kristu…
…og við erum bara að tala um jólastemminguna beint í æð, vantaði bara Bing Crosby þarna á svæðið…
…jólatréð í stofu stendur…
…og sjáið bara! Hversu fallegt…
…óróanir eru m.a. á heimasíðunni þeirra og er hægt að skoða þá með því að smella hér…
…æðislegir kertastjakar…
…og þessir hérna líka…
…jólakertin þeirra eru líka sérlega vegleg og falleg…
…og eitt af því sem þær gera svo vel og gleyma ekki, er að gera svona stemmingu í kringum vörurnar – sem er svo mikilvægt…
…allt svo flott uppsett í nýju búðinni…
…þau smíðuðu meira segja bara heilt hús sem er hluti af gluggaútstillingunni, og auðvitað líka inni í búðinni…
…yndislegar servéttur…
…og þessar myndir eftir Kristinu Gordon, YapYap, eru alveg hreint draumur…
…eigum við svo að ræða eitthvað eldhúsdeildina?
…þar er orðið smekkfullt af alls konar gúmmelaði…
…trébrettin finnst mér hrein ununn…
…þessir rammar sko!
…einnig er hægt að kaupa þarna límmiða til þess að merkja glerkrukkur…
…þessi stóra skál – fjúfffffff…
…og allir þessir fjársjóðir sem þær hafa náð að sanka að sér – beeeeejútífúl…
…þarna er sko ýmislegt spennandi, skálar, körfur og meððí…
…gleymdi meira segja að spyrja þær hvort að þessir séu til sölu – eða bara til skrauts…
…þessi kökustandur er æðislegur, sem og uppskriftabókastandurinn…
…í baksýn sést einmitt fallega hlöðuhurðin þeirra, en ég keypti einmitt brautina fyrir mína hurð eftir að ég sá þessa…
…æðislegar skápahöldur…
…þessi eru svo falleg…
…slæður og hálsmen…
…meira segja barnadeild líka…
…svo margt fallegt…
…skemmtileg hugmynd og útfærsla á kaffihorninu…
…Crabtree & Evelyn deildin og meira til…
…sniðugar, og vellyktandi, tækifærisgjafir 🙂 …
…fyrir krumma eins og mig þá er allt þetta glitr alveg að fara með mig sko…
…sjáið bara…
…svo er líka ofsalega mikið af fallegum flíkum þarna, og ég mæli með að kíkja á heimasíðuna til þess að skoða betur dýrðina (smella hér)…
…á snappinu henti ég líka fram smá óskalista…
…fallega búð…
…ég held meira að segja að þetta sé einn nýjasta viðbótin hjá Kristu, en þessi fiðrildakrans er dásemd…
Hér er heimasíðan hjá Systrum og mökum.
…ég vil endilega nota tækifærið og óska þessum yndislegu systrum, Kötlu og Maríu Kristu, og auðvitað Tótu og Berki, innilega til hamingju með þessa stórglæsilegu og spennandi búð.
Mér finnst að allir ættu að kíkja í heimsókn ♥
…það sem meira er, þá stóðst ég ekki að kaupa mér lítið eitt sem ég ætla að deila með ykkur fljótlega!
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!
Get ekki beðið eftir að sjá þessa dásemd með eigin augum! Mig langaði reyndar alveg að flytja í búðina þeirra en það var ekki hægt :-S
Æ Soffía hvað þú ert dásamleg 🙂 ekki nóg með að þú komir með gjafir handa okkur heldur skrifar þú svona fallega um okkur 🙂 Takkkkkkk kv Systur&Makar